18.10.2009 | 17:21
Stjórnarandstaðan í skotgröfum - en hvar er þjóðin?
Hvað vill stjórnarandstaðan gera og hver er raunveruleg staða Íslands? Ef farin verður dómsmálaleiðin og hún verði okkur í hag þá geta Holland og Bretland samt sem áður í krafti stærðar sinaar beitt okkur t.d viðskiptaþvingunum. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor gaf það óbeint til kynna nýlega í viðtali á RUV (Speglinum). Hvað vill formaður sjálfstæðisflokksins gera og hvaða áhættu vill hann taka fyrir hönd þjóðarinnar, hvað er ásættanlegt að ganga langt?
Undirrituð fagnaði komu nýs formanns Sjálfstæðisflokksins og bjóst við meiri endurnýjun í flokknum með tilkomu hans. Sú varð ekki raunin nýi formaðurinn hefur ekki sýnt ábyrga afstöðu í Icesavemálinu nema bara til að vera á móti; engin framabærileg lausn virðist vera á þeim bæ? Afar brýnt fyrir hinn nýja formann að afla sér meiri almennrar vinsælda ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að verða forystuflokkur á ný.
Er ekki Sigurður Kári Kristjánsson sérlegur aðstoðar maður formannsins Bjarna Benediktssonar? Virðist ekki góður stuðningur fyrir flokkinn -eða almenning í landinu. Var það ekki Sigurður Kári Kristjánsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er lagði fram fyrsta mál til Alþingis, áfengisfrumvarpið þegar það koma saman áramótin, eftir hrunið; mikilvægasta málið í fjármálafárviðrinu er lamdi þjóðina? Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vinna traust aftur þarf hann meiri endurnýjun stjórnmálamanna sinna en raunin varð í síðustu kosningum.
Óviðunandi niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Facebook