Verða öll kynferðisáreiti leyst með lagabókstafnum?

Starfsreglur þjóðkirkjunnar ættu að vera fyllilega nægilegar að útkljá kynferðisáreiti.Fyrrnefndar reglur voru settar til að útkljá agabrot/siðferðisbrot er upp kunna að koma innan kirkjunnar,  voru samþykktar af kirkjuþingi á sínum tíma. Sönnunarbyrði þolenda kynferðisáreitis getur verið  afar erfið virðist þurfa vera með áþreifanlegum hætti, til að löggjafarvaldið/dómsvald geti  dæmt um sekt (eða sakleysi) þótt kynferðisáreiti innan kirkjunnar hafi átt sér stað.  Sérstaklega er málið vandasamt þar sem um börn er að ræða.

Fyrrnefndar reglur  kirkjunnar ásamt þar til skipuðu fagráði samkvæmt 2.gr geta fyllilega leyst agabrot er upp koma innan kirkjunnar; er ef til betur til þess fallið en dómsvald/löggjafarvald eftir lagabókstafnum einum og sér? Dómsvaldið stendur ef til vill á svo gömlum merg að það getur tæpast dæmt kynferðisáreiti í nútímasamfélagi þar sem réttur barna er mun meiri en áður var?Halo 

Undirrituð birtir hér fyrstu og aðra grein er hún afritaði af síðu þjóðkirkjunnar:

Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar
nr. 739/1998
 
1. gr.
Með hugtakinu kynferðisbrot í reglum þessum er átt við kynferðislegt ofbeldi annars vegar og kynferðislega áreitni hins vegar.
Kynferðislegt ofbeldi er misnotkun á annarri manneskju þar sem gerandinn beitir eða hótar að beita ofbeldi eða þvingar þolanda á annan hátt kynferðislega. Þessi misnotkun getur verið allt frá káfi, þukli og klúru orðbragði upp í fullframið nauðgunarbrot í skilningi refsilaga.
Kynferðisleg áreitni er óvelkomin kynferðisleg hegðun sem skapar auðmýkjandi eða fjandsamlegar aðstæður til vinnu, náms eða félagslegrar samvinnu hvort sem áreitnin er líkamleg, orðbundin eða myndræn. Kynferðisleg áreitni felur í sér samskipti sem einkennast af misnotkun á valdi, styrkleika eða stöðu þar sem kynferði þolandans er í brennidepli. Það sem greinir slíka framkomu frá daðri, vinahótum og vinsamlegri stríðni er að hún er í óþökk þess sem fyrir henni verður, hún er ekki gagnkvæm og ekki á jafnréttisgrundvelli.

[2. gr. Kirkjuráð útnefnir fagráð um meðferð kynferðisbrotamála. Fagráð er skipað þremur einstaklingum og þremur til vara, er hafa sérþekkingu á kynferðisbrotum. Einn ráðsmanna skal vera lögfræðingur, annar skal vera guðfræðingur og sá þriðji skal vera læknir, sálfræðingur eða hjúkrunarfræðingur, eða hafa sambærilega menntun. Varamenn hvers ráðsmanns skulu uppfylla sömu skilyrði. Ráðsmenn skipa einn úr sínum hópi til þess að vera formaður fagráðsins.] 1)
1) Starfsr. 769/2002, 1. gr.

 


mbl.is ÆSKÞ styður ákvörðun biskups
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband