Arðbærri fiskveiðar - fiskveiðirannsóknir þurfa gagnrýni.

Veiðiheimildir til   heimabyggða hafa oftar en ekki orðið meira og minna og óarðbær rekstur jafnvel með pólitískri íhlutun. Ekki lausn fyrir sjávarbyggðir að fiskvinnslufyrirtæki fái veiðiheimildir til útleigu eða til að hefja útgerð.

Hagkvæmast er að smábátasjómenn veiði fiskinn við strendur landsins; veiðar og vinnsla verði algjörlega aðskilin. Útgerðafyrirtæki er rekin voru á árum áður í samkrulli við sveitarfélög reyndist mjög illa  urðu gjaldþrota jafnvel oftar en einu sinni og nýjar kennitölur litu dagsins ljós, skuldir afskrifaðar í stórum stíl. Það er ekki rekstur er getur gengið lengur, krefjast verður betri rekstrar til að ná hagkvæmni í fiskvinnslu.

Ef til vill þarf að auka veiðiskyldu allverulega  reyna að hafa meira jafnvægi  innan fisktegunda þannig að of lítill ýsakvóti stöðvi þorskveiðar eins og nú viðgengst í  fiskveiðakerfinu. Engin áhætta viðrist vera að auka heimildir á þorski og ýsu nú um stundir miðað við reynslu sjómanna úti á miðunum. Þar á ráðherra að nýta vald sitt, auka heimildir öllum til hagsbóta. Rannsóknir á fiskistofnum eru undir stjórn of fárra vísindamanna nánast gagnrýnislaust er vilja  ekki heldur nýta reynslu veiðanna sjálfra svo nokkru nemur.

æ


mbl.is Kvóti verði tengdur byggðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband