4.1.2007 | 11:16
- Betri kjör eldri borgara eftir kosningar!
Það var vel til fundið að Stöd 2 veitti eldri borgurum sviðsljósið með sérframboð sitt í gærkveldi. Kröfur eldri borgar verða sífellt hærri og verður ekki fram hjá þeim litið í framtíðinni. Undirrituð þekkti konu fyrir nokkrum árum sem fékk kr. 12.000 pr. mánuð í lífeyrisjóðsgreiðslur eftir skatta. Þegar hún lenti á sjúkrahúsi ætlaði viðkomandi stofnun að taka þessar krónur af henni auk ellilífeyris en fékk mótstöðu og af því varð ekki. Getur ríkisvaldið sýnt meiri lítilsviðringu sjúkri konu sem lagt hafði sitt af mörkum til þjófélagsins?
Margir eldri borgarar hafa ágæt kjör og verður vandratað meðalhófið ef kjörin verða bætt frekar. Kjarabætrurnar snúast um þá sem sjúkir eru, búa einir eða hafa litlar sem engar lífeyrissjóðsgreiðslur. Þá er það nánast mannréttindabrot að skerða svo laun vinnufærra eldri borgara að þeir geta ekki unnið þótt þeir gætu eða vildu.
Þjóðfélagið hefur vel efni á að bæta kjör þeirra sem verst eru settir; ef það ætlar að standa undir því að vera velferðarþjóðfélag fyrir alla.Kröfur eldri borgara nú eru aðeins toppurinn á ísjakanum á því sem koma skal í framtíðinni. Eldri borgar verða sífellt heilslubetri og meðvitaðri um kjör sín.Núverandi ríkisstjórn hefur bætt kjör eldri borgar nú fyrir kosningar en ekki nægilega. Þótt undirrituð telji sérframboð ekki vænlegt fyrir aldraða er það engu að síður neyðarúrræði þegar annað þrýtur. Enginn flokkur hefur betri aðstæður að lofa betri kjörum fyrir kosningar til þeirra sem verst hafa kjörin og standa við þau eftir kosningar en Sjálfstæðisflokkurinn. Hann er er stærsti flokkurinn og telur undirrituð sterkar líkur til að hann muni leiða næstu ríkisstjórn eftir kosningar.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Athugasemdir
sæl...bara að láta vita að ég vafraðist hérna inn...mun kíkja reglulega
kveðja maggi
magnús einþór áskelsson 4.1.2007 kl. 14:52
Sæll Maggi
Sá þig inn á Austurlandinu. Týndi netfanginu þínu. Óska þér og þínum gleðilegs árs, sjáumst!!!
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 4.1.2007 kl. 16:29
Áhugavert efni. Ég hlakka til að fylgjast með skrifum þín
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 4.1.2007 kl. 19:20
Takk fyrir það, reyni að halda áfram eftir því sem tími verður til og tilefni gefur.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 4.1.2007 kl. 19:41