Ráðmenn þjóðarinnar njóta ekki trausts ?

Kaldur raunveruleikinn blasir við eftir efnahagshrunið; stjórnkerfið, stjórnmálamenn, forsvarsmenn verklýðsforystunnar og lífeyrisjóða njóta ekki trausts þjóðarinnar eða umheimsins. Lánardrottnar erlendis setja eðlilega skilyrði um hvað fjármunirnir eru notaðir. Meðan samstarf er við gjaldeyrissjóðinn (AGS) verður ekki horft fram hjá íhlutun hans og ráðgjöf. Út frá fyrrnefndum raunveruleika verða Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins  Íslands að taka tillit til; semja um þjóðarsátt á þeim nótum.

Sú staða kann að koma upp síðar að hægt verður að semja um nýjar forsendur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, minnka lán eða semja fremur um lánalínur. Sú ríkisstjórn er nú situr, þótt önnur komi í staðin, geta ekki horft fram hjá þeim erfiðleikunum, að   koma böndum á spillingu og aðhald á öllum sviðum stjórnsýslu, ríkisfyrirtækja og einkafyrirtækja. Þá eykst traust þjóðarinnar  - og  alþjóðasamfélagsins aftur. .

Meðan ráðamenn þjóðarinnar horfast ekki í augu við  fyrrnefndan kaldan  raunveruleika næst ekki árangur í efnahagsbatanum.

 

 

 

 


mbl.is Sögðu samningum ekki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband