Jóhanna forsætisráðherra hunsar eldri borgara og öryrkja?!

Með jöfnu millibili berast bréf inn inn um lúgu eldri borgara, frá lífeyrisjóðum á þessa leið, ''því miður verðum við að skerða lífeyri yðar vegna greiðsluerfiðleika'', frá Tryggingastofnum: ''því miður verðum við að skerða greiðslur frá okkur vegna fjármagnstekna yðar'''því miður verðum við að skerða greiðslur frá okkur vegna tekna yðar í lífeyrissjóði''. Fyrrgreindar kröfur ná út fyrir gröf og dauða, látnir fá einnig bréf. Ríkisvaldið munar ekki um að brjóta á eldri borgurum þótt að lífeyrissjóður þeirra  sé varinn réttur í stjórnarskrá, hvar er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og kandídat þeirra er minna mega sín?

Verða eldri borgarar  ekki með í væntanlegum ''stöðugleikasáttmála'', verða þeir rúnir inn að skinni og gert að eiga í mesta lagi til hnífs  og skeiðar? Mega ekki einu sinni fara svo mikið sem eina sólarlandaferð; en það kemur niður á ferðaiðnaðnum; starfsmenn þar missa vinnuna og fyrirtækin riða til falls.

Jóhanna varð kandídat Samfylkingar sem forsætisráðherra ekki síst fyrir vinsældir sínar fyrir baráttu hinna lægst launuðu og bættum kjörum eldri borgara; þess vegna gat Samfylkingin setið áfram í ríkisstjórn undir pilsfaldi hennar þótt flokkurinn beri mikla ábyrgð á efnahagshruninu. Hvernig hefur Jóhanna farið með það traust og vinsældir er náðu langt út fyrir flokk hennar?

Kringum 1980 varð erfið kreppa og óðaverðbólga, þá var sparifé landsmanna/eldra borgar sett á verðbólgubálið og beinlínis stolið af sparfjáreigendum. Eftir það setti Ólafur heitinn Jóhannesson (blessuð sé minning hans) verðtryggingu til að forða frekari stuldi í framtíðinni af sparifé landsmanna.

Allt bendir til að núverandi ''félagshyggjustjórn'' ætli sömu leiðina, ná sparifé landsmanna jafnvel með ólögmætum hætti ef ekki vill betur til; með örlítið breyttum formerkjum. 

Verst af öllu er að forysta samtaka eldri borgara reynir ekki að mótmæla en þegir þunnu hljóði, en hvers vegna?Angry!

 

 

 

 

 

 


mbl.is Fagnar framhaldi kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband