''Vinir okkar í ESB '' og vinir/frændur okkar Norðmenn''

Aukning  veiða makríls á Íslandmiðum er staðreynd er gefur okkur siðferðilegan/lagalegan rétt til hlutdeildar í heildarveiðum. Um árabil hefur verið leitað eftir samstarfi við úthlutun veiðiheimilda við ESB, Noreg og Færeyja án árangurs. Fundur um veiðiheimildir var haldinn nýlega í Cork á Írlandi þar sem heildarstjórnun makrílsveiðanna fór fram, hvernig veiðiheimildum yrði skipt milli þeirra landa er veiða makríl. Íslendingum var boðið á fundinn til málamynda síðasta daginn, fengu enga hlutdeild þótt Ísland sé óvéfengandlega strandríki.

Hvorki ESB eða Norðmenn virða rétt Íslendinga; verður að teljast undarlegt að ''frændur okkar'' Norðmenn skuli ekki viðurkenna rétt Íslands. Færeyingar eru vinir í raun en mega sín lítils gegn ESB og Norðmönnum.

Rétt ákvörðun  sjávarútvegsráðherra að gefa einhliða út veiðiheimildir til veiða á Íslandmiðum.s

Er hægt að ímynda sér að ESB muni gæta hagsmuna þjóðarinnar í fiskveiðiúthlutun aflaheimilda ef gengið verður í ESB? Nei,  þjóðin hverfur sem sjálfstætt efnahagslegt ríki;  heldur ekki frjálsum viðskiptum við þjóðir utan ESB;  verður um alla framtíð í heljargreipum ESB fátækir kúgaðir útnáraþrælar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband