Fyrigefning

 

Fyrirgefning verður ekki keypt

og enginn verðskuldar hana;

maðurinn á engan rétt á fyrirgefningu.

 Menn geta beðist fyrirgefningar

 fyrir sig og aðra: Gæska Guðs þrýtur aldrei.

Hver sem hlýtur fyrirgefningu, ókeypis,

getur lifað með sekt sinni

og vaxið í henni;

orðið kærleiksríkur og fyrirgefið

 í heimi sem dæmir og refsar.

 

Hvernig væri umhorfs í heimi okkar

ef ekki væri til orðið, fyrirgefning?

Ef sá kærleikur sem í orðinu býr

væri ekki lengur hluti

af reynslu sérhvers manns?

Ef hvergi væri framar

framrétt sáttahönd?

Ef sérhver maður

yrði áfram sekur?

Ef allir þyrftu að byrgja sekt sína hið innra?

Ef aðeins væri til refsing,

og ekki lengur fyrirgefning?                                                  

 

(Postullegt skjal  ''Fidei Depostitum'')

Góða helgiHaloHappy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband