1.11.2009 | 00:52
Rástöfunarfé/skúffupeningar ráðherra - fara í góð málefni
Kastljós RÚV gerði mikið moldviðri í vikunni út af svokölluðum skúffupeningum, er ráðherrar hafa til umráða, ráðstafa að eigin vild til góðra mála. Hið besta mál að ráðherra geti lagt góðum málum lið þegar til hans er leitað; telst ekki með neinu mót gæluverkefni. Oftar en ekki eru þetta brýn verkefni ekki síst úti á landi þar sem almannafé er mjög af skornum skammti.
Helstu rök í Kastljósi voru að fyrrnefndir peningar væru ''flokkspólitísk gæluverkefni'' en er það svo? Margir leita til ráðherra með góð verkefni þegar allt um þrýtur. Víst má telja að ráðherrar séu almennt góðviljaðir og vilji styrkja ýmsa menningarlega starfsemi er til framfara horfir, mál er engan hljómgrunn hafa fengið í kerfinu eða hjá sveitarstjórnum; ef til vill af pólitískum ástæðum heima fyrir eða viðkomandi hefur ekki ''sína fulltrúa'' hjá Bæjar- og Sveitastjórnum.
Hvort viðkomandi kýs ráðherrann síðar vegna velvildar hans, þá er ekkert við það að athuga; kemur jafnt niður á öllum flokkum þegar upp er staðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:58 | Facebook