Lokað fyrir blogg á frétt Mbl. - hvers vegna?

Las frétt á neti Mbl. í  gærkveldi (19:24) um afa,ömmu og lítið barn á flótta undan barnaverndarnefnd og lögreglu. Bloggaðí skoðun mína á fréttinni, ætlaði síðan að skoða nánar viðbrögð bloggara skömmu seinna, en þá var búið að loka fyrir bloggið við fréttina . Undarleg ''ritskoðun'', hér er um alavarlegt mál að ræða þar sem hagsmunir barnsins og tilfinningar þess virðast ekki hafa mikið vægi í deilunni um hvar barnið eigi að alast upp. Samkvæmt fréttinni kom barnaverndarnefnd ásamt lögreglu til að ''handtaka'' barnið en þá höfðu afinn og amman flúið af vettvangi með barnið; að mínu mati eru svona aðgerðir óviðundandi gagnvart þriggja ára barni og þarfnast umræður á opinberum vettvangi.

 

 

Fyrrnefnda frétt er enn hægt að lesa á bloggsíðu minni, slóð:    

http://logos.blog.blog.is/logos/entry/975521

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband