6.11.2009 | 17:36
Litli drengurinn enn í felum - í góðum höndum
Góðar fréttir að hagsmunir litla drengsins eru hafðir að leiðarljósi, hann verði hjá móðurforeldrum sínum, von um að hann verði áfram hjá fósturforeldrum sínum er hafa hugsað um hann frá fæðingu. Samkvæmt fréttinni átti að taka drenginn úr umsömdu fóstri af barnaverndarnefnd viðkomandi sveitarfélags án lögboðins fyrirvara. Minnir á frásagnir Breiðuvíkurdrengja/barna er voru tekin fyrirvaralaust án skýringa, flutt á brott sem lengst frá foreldrunum. Nauðsynlegt að læra af fortíðinni, við teljum okkur búa í siðuðu og barnvænu samfélagi, samt virðist grunnt á fyrrnefndum aðferðum við fjölskyldur er eiga í erfiðleikum; hvað þá að hagsmunir barnanna eða mannúð sitji í fyrirrúmi.
Samkvæmt fréttinni á litli drengurinn og fósturforeldrarnir góða verjendur, Guði sé lof fyrir það.
Viðkomandi barnaverndarnefnd þarf að fá áminningu jafnvel víkja henni frá ef rétt reynist; að fara ekki að lögum eða sýna mannúð og mildi er ekki virðist vera til staðar samkvæmt fyrrnefndri frétt.
Fréttin er birt á netsíðu Mbl í dag kl. 15:37.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook