Utanríkisráðherra: "Evran ekki ESB"

Utanríkisráðherra ræddi um stöðu Íslands  gagnvart   ESB í morgun hjá RUV  og benti réttilega á að ekki væri nein samstaða hér á landi um inngöngu. Aftur á móti taldi hún að Ísland gæti hugsanlega staðið utan bandalagsins en tekið upp evruna, taldi það ekki fullreynt.

Það kveður við annan tón hjá Valgerði en fyrirennara hennar Halldóri, sem lýsti því yfir svona í kveðjuskyni fyrir skömmu að við ættum engan annan kost en að ganga í ESB. Undarleg yfirlýsing af hálfu Halldórs í ljósi þess sem Valgerður hafði að segja.

Helstu valdamenn Framsókanr  hafa alltaf viljað ganga í ESB og Halldór verið talsmaður þeirra. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er undantekning enda verið ýtt við honum, fékk ekki einu sinni að taka formannsstöðuna meðan beðið var eftir kosningu formanns eins og kunnugt er.

Innganga í ESB er þverpólitískt mál hér á landi þótt bæði Halldór Ásgrímsson og  Ingibjörg Sólrún  hafi inngöngu  að markmiðum sínum fyrir hönd sinna flokka. Hvað Halldór varðar þá er hann hættur en stefan hans í Evrópumálunum hefur áreiðanlega valdið minnkandi fylgi Framsóknar. Virðist vera að þeir sem ekki fylgja ESB á þeim bæ megi fara sína leið.

Fróðlegt verður að sjá hvernig Jón Sigurðsson spilar úr stöðunni. Enn sem komið er hefur hann verið varfærinn í umræðunni um ESB. Hvað varðar formann Samfylgingarinnar þá er flokkur hennar ekki á neinni stórsiglingu. Að mati undirritaðrar er þó sama staðan hjá Samfylgingunni og Framsókn að Ísland skal í ESB hvað sem það kostar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl sigríður - ég er ekki sammála þér þegar þú segir að helstu valdamenn framsóknar hafi alltaf viljað í esb - halldór var nánast einn um þá skoðun en hafði þó dregið valgerði þangað með sér - ég er ekki einu sinni viss um að finnur ingólfsson og árni magnússon hafi fylgt þeirri línu og alls ekki aðrir ráðherrar eða fyrrverandi ráðherrar flokksins - í grasrót þessa flokks er líka mjög megn andstaða við þessa stefnu og það er því rétt sem þú segir að með þessu skaðaði halldór flokkinn mikið - í dag skiptir mestu hvaða afstöðu jón sigurðsson hefur og mér virðist hún vera næsta skýr á móti evrópuinngöngu. kærar kveðjur bjarni framsóknarmaður, http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/ 

bjarni harðarson 6.1.2007 kl. 23:17

2 identicon

sæl sigríður - ég er ekki sammála þér þegar þú segir að helstu valdamenn framsóknar hafi alltaf viljað í esb - halldór var nánast einn um þá skoðun en hafði þó dregið valgerði þangað með sér - ég er ekki einu sinni viss um að finnur ingólfsson og árni magnússon hafi fylgt þeirri línu og alls ekki aðrir ráðherrar eða fyrrverandi ráðherrar flokksins - í grasrót þessa flokks er líka mjög megn andstaða við þessa stefnu og það er því rétt sem þú segir að með þessu skaðaði halldór flokkinn mikið - í dag skiptir mestu hvaða afstöðu jón sigurðsson hefur og mér virðist hún vera næsta skýr á móti evrópuinngöngu. kærar kveðjur bjarni framsóknarmaður, http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/ 

bjarni harðarson 6.1.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Veit ekki um Finn en tel næsta víst að Árni Magnússon hafi ekki verið ESB-maður. Er ekki eins viss um Pál bæjarritara bróður hanshér hjá okkur í Kópavogi.

Þeir sem hafi ekki aðhyllst ESB hafa verið lítt ábeandi í Framsókn nema Guðni.

Vil ekki spilla á nokkurn hátt fyrir mínu ágæta kennara Jóni Sigurðssyni, 16ár síðan ég var í skóla hjá honum. Þá fannst mér helsti galli hans vera hvað hann var mikill Evrópusinni ef ég man rétt. Nú eru aðrir tímar og gott ef hann er annarri skoðun.

Raunverulega getur enginn stjórnmálaflokkur tekið afstöðu með eða móti vegna þess að skoðanir er skiptar. Framsókn hefur gengið lengar en aðrir flokkar með einhliða skoðanir undir forystu Halldórs. Þekki það úr gamla kjördæmi Halldórs sem einnig er mitt gamla heimakjördæmi.

Bestu kveðjur, vona að það verði bæði páss fyrir þig og Guðna í kjördæminu.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 7.1.2007 kl. 21:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband