Heyr himna smiður

Kolbeinn Tumason var skagfirskur höfðingi, einn valdamesti höfðingi um aldamótin 1200, trúmaður mikill og skáld gott, hann féll í Víðinesbardaga árið 1208. Heyr, himna smiður er sálmur eftir Kolbein Tumason, talinn ortur rétt fyrir Víðnesbardaga, er ortur þegar kaþólsk trú var  hér á landi, er elsti varðveitti sálmur Norðurlanda. Er nú sungin við lag er Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld samdi. Sálmurinn er í íslensku sálmabókinni nr. 308:

Heyr, himna smiður,

hvers er skáldið biður.

Komi mjúk til mín

 miskunnin þín.

 Því heit eg á þig,

 þú hefur skaptan mig.

eg er þrællinn þinn,

þú ert drottinn minn. 

Guð, heit eg á þig,

að þú græðir mig.

minnst þú, mildingur, mín,

mest þurfum þín.

Ryð þú, röðla gramur,

ríklyndur og framur,

hölds hverri sorg

úr hjartaborg.

Gæt þú, mildingur, mín, 

mest þurfum þín,

helzt hverja stund

á hölda grund.

Set, meyjar mögur,

máls efni fögur,

öll er hjálp af þér,

í hjarta mér.

Góða helgiHaloHappy   

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband