11.11.2009 | 12:40
Útvarp saga - veður reyk í kvótamálum?
Sigurður Tómasson útskýrði fyrir viðmælanda sínum á Útvarp Sögu (kl 10-11) ósanngjarna fjárfestingu í landbúnaði á þessa leið: Hversvegna ætti að hlífa bændum er offjárfesta í rekstri sínum frekar en verktaktökum er verða að taka afleiðingum ef áætlun stenst ekki?
Mikill munur er hér á, með lögum framleiðslu í landbúnaði (ekki öllum greinum) - og sjávarútvegsfyrirtækjum var framleiðslan skert , aðeins mátti framleiða ákveðið magn, veiða ákveðið magn. Aðgerðirnar áttu að skila hagkvæmari rekstri og meiri arði fyrir þjóðarbúið, rökstutt með almannahagsmuni fyrir augum en atvinnuréttindi fyrrnefndra fyrirtækja sniðgengin; atvinnuréttindi eru samt vernduð samkvæmt stjórnarskrá.
Ríkið verðlagði með lögum óveiddan fisk í sjó , takmarkaða framleiðslu bænda, engu að síður verða sjávarútvegsfyrirtækin að byggja rekstur sinn á veiðum og bændur á framleiðslu í hefðbundnum landbúnaði; hver er að stela frá hverjum, ríkið með lögum eða sjómenn og bændur sem reyna að framleiða á sem hagkvæmastan hátt eins og til var ætlast?
Hér er ekki við bændur og sjómenn að sakast þeir eru að hagræða í rekstri og tæknivæða framleiðsluna. Hrunið kom illa við þá eins og aðra er höfðu tekið myntkörfulán er þeir tóku vegna hvatningar frá bönkumum, um myntkörfulán með lægri vexti en áður hafði þekkst; afleiðingarnar eru öllum ljósar, bankakerfið hrundi og gengið féll.
Verktakinn býður í ákveðið verk og er í samkeppni við önnur fyrirtæki, lægsta tilboði er tekið, ekki er um kvótakerfi að ræða heldur ákveðið verk er hægt er að verðleggja á hverjum tíma.
Erfiðara er fyrir bændur og útgerðarmenn að meta raunverulegan kostnað vegna þess að það sem má framleiða er takmarkað, alveg sama hvort kostnaður hækkar eða lækkar; ekki tekið tillit til rekstrakostnaðar á hverjum tíma.
Hins vegar mætti vel athuga hvort útboð verktakafyrirtækja hafi alltaf leitt til viðunandi vinnubragða og hvað mörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota áður en umsömdu verki var lokið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook