13.11.2009 | 12:44
Þorsteinn - leikur tveimur skjöldum?
Vissulega er ástæða til að taka undir með Sturlu Böðvarssyni hvers vegna Þorsteinn Pálsson situr í hraðlest Samfylkingar að kom þjóðinni til Brussel sem fyrst. Hann hefur um árabil verið ritstjóri Fréttablaðsins, sem helsti stuðningsmaður inngöngu í ESB; af hverju gengur Þorsteinn Pálsson ekki hreint til verks og gengur í Samfylkinguna.
Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið að ganga í ESB; þess vegna leikur Þorsteinn Pálsson tveimur skjöldum ef litið er til fortíðar hans sem formanns Sjálfstæðisflokksins og ráðherra um árabil.
Þorsteinn Pálsson getur tæplega verið trúverðugur samningsaðili í samninganefnd um aðild að ESB af fyrrnefndum ástæðum.
kljliuvggtyfc
Þorsteinn skuldar skýringar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Facebook