Barnaverndaryfirvöld – ást og umhyggja til barna aukaatriði?

Þegar Halldór Kiljan Laxness tók á móti Nóbelsverðlaunum í bókmenntun minntist hann ömmu sinnar með þakklæti. Þá bjuggu  tvær kynslóðir saman á heimilum,  kom í hlut ömmunnar/ afans að gæta barnanna, hafa ofan fyrir þeim með sögum, ævintýrum og ljóðum, kenna þeim að lesa og draga til stafs  – hugga þau ef á bjátaði. Þá voru heimilin alhliða vinnslustöð um allt er þurfti til heimilis bæði fæði og klæði, hlutverk ömmunnar/afans var mikilvægt. Ef foreldranna missti við voru börnin tekin í fóstur af afanum og ömmunni ef þau voru til staðar; þótti sjálfsagt enda betur sett þar en að verða niðursetningar án umhyggju og kærleika.

Þessa viku hafa verið í brennidepli framkvæmd/ aðför barnaverndaryfirvalda að börnum sem eru í skjóli afa síns og ömmu, hinu tilvikinu ömmunni. Ekkert hefur komið fram að fyrrnefnt fólk sé ekki fullkomlega fært um að annast þessi börn.

Barnaverndaryfirvöld hafa ekki gefið út skýringar á þessari dæmalausu aðför, bera  við að málin séu viðkvæm og um þau ríki  þagnarskylda. Málin eru vafalaust viðkvæm en barnaverndaryfirvöld geta samt sem áður gefið skýringu hvers vegna börnin mega ekki verið hjá ömmu, afa og í tengslum við stórfjölskylduna.

Sá grunur vaknar   örli á fordómum á fullorðnu fólki, það hafi ekki reynslu og menntum til að ala upp börn, börnin séu betur sett hjá vandalausum foreldrum. Ástúð og kærleikur er börn fá hjá sínum nánustu virðist aukaatriði; - málið er sannarlega viðkvæmt ekki síst fyrir viðkomandi börn.

Umfjöllum fjölmiðla og netsíðum hefur orðíð til þess að barnaverndaryfirvöld  hafa  endurskoðað afstöðu sína; Félagsmálaráðuneytið tók af skarið og gaf út tilmæli að börnin skyldu vera hjá ömmu sinni; - vonandi til langframa.HappyHalo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband