15.11.2009 | 08:29
Að taka ekki afstöðu
'' Við skulum viðurkenna það eins og það er, að sú lausn að taka ekki afstöðu fellur okkur öllum allvel í geð. Hún er svo einföld. Menn eru ekki með neinar vangaveltur, gefa sig augnablikinu á vald, skeyta engu um framtíðina, njóta lífsins. Og hversvegna ekki? Af hverju ættum við svo sem að spyrja? Spurningar eru leiðinlegar. Hversvegan skyldum við fara að áfellast einhvern fyrir það, þótt hann til dæmis reyni að flýja lífið í nautn eiturlyfja? Eða þótt hann reyni að klófesta það sem tiltækt er - það sem honum býðst hérna og núna? Og þó finnum við að þetta er engin alvörulausn á vandanum, engin lausn sem leitað verður til heila mannsævi. Hún gefur nefnilega engin svör við spurningunum, heldur ýtir öllum vandamálum til hliðar, þar sem þau geta legið og gleymst''.
Franski rithöfundurinn St. Exupéry lýsir þessari manngerð á eftirfarandi hátt: '' Gamli embættisgaur, þú hefur klastrað saman þínum einkafriði ag farið að eins og termítarnir, lokað öllum opum sem ljósið skein áður gegnum inn á þig og þú gast litið út um til ljóssins. Þú hefur vafið utan um þig borgaralegu öryggi þínu, venjum þínum, kæfandi siðum smábæjarlífs þíns. Þú vilt ekki láta vandaspurningar íþyngja þér. Þú hefur verið önnum kafinn við að gleyma því að þú sért maður. Þú spyrð engra spurninga sem þú getur ekki fengið svör við. Nei, þú ert lítill, vandaður samborgari. Enginn reyndi að hrífa þig með sér, meðan enn var tími til. Nú er leirinn sem þú varst myndaður úr, þurr orðinn og harður...'
Vegurinn, sannleikurinn og lífið, 25. Torfi Ólafsson þýddi.
Útgefandi: Kaþólsk kirkjan á Íslandi, 1981
Góða helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook