ESB - óstjórn i fiskveiðum

Halldór Ásgrímsson fyrrverandi ráðherra skrifar athyglisverða grein (upplýsandi,(Mbl í dag17), er vekur upp spurningar um stjórnun fiskveiðastefnu  ESB.  Núverandi stefna í fiskveiðistjórnun ESB hefur beðið skipbrot. Fisveiðar   ESB-þjóða  ‚´´...  einkennist af ofveiði, bágum efnahag, alltof stórum fiskveiðiflota, fyrirferðamiklu styrkjakerfi  og minnkandi veiði...‘‘ Þá dregur Halldór í efa að stjórnun/endurbætur  fiskveiðistefnunnar geti eingöngu átt sér stað í fundarherbergjum ESB í Brussel heldur verði hún tekin ‚ ´´... þar sem menn hafa betri innsýn í aðstæður í einstökum byggðarlögum ...‘‘.

Ný fiskveiðistefna ESB á að ganga í gildi árið 2013, á að leiða til sjálfbærrar nýtingar, þar telur Halldór að sambandið eigi að nýta sér reynslu Norðurlandaþjóða/Íslands í  fiskveiðastjórnun, útgerðarfyrirtækjum þar eru veittar veiðiheimildir hér á landi er leitt hefur til , ...‘‘ að Íslenska kvótakerfið skapar bestan fjárhagslegan  grundvöll með lágmörkun kostnaðar,auknum gæðum og hámörkun  verðmætis aflans...‘‘ .

Framtíðarsýn ESB um betri fiskveiðistjórnun  er áætluð að komi til framkvæmda árið 2020 samkvæmt grein Halldórs.

Þá er skipting deilistofna (sama fisktegund í lögsögu fleira en eins ríkis) óviss, Norðmenn og ESB hafa ekki ljáð máls á, aðild Íslands um samninga veiða á makríl, er nú finnst í stórum stíl í íslenskri lögsögu.

Ekki er vænlegur kostur fyrir Íslendinga að ganga í ESB meðan óstjórn ríkir í fiskveiðistefnu ESB. Fisveiðar hér eru grundvöllur okkar efnahags nú og í nánustu framtíð, er að bjarga þjóðinni frá algjöru  gjaldþroti, eftir efnahagshrunið.

Sterkasta vopn okkar sem smáþjóðar með verðmæt fiskimið og góða fiskveiðistjórnun, er að standa utan við ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband