19.11.2009 | 10:59
Lögreglan heftir samdrykkju unglinga
Frétt dagsins í Mbl ( 18. nóv.) er án efa, aðgerðir lögreglunnar gegn skipulagðri unglingadrykkju á börum borgarinnar. Tekin voru upp 120 nöfn ungmenna, foreldrar og aðstandendur viðkomandi skóla látnir vita. Ekki er að efa að margir foreldrar og skólar munu bregðast hart við, er má telja eina bestu forvörnina. Skemmtistaðir er leyfa eða standa fyrir hópdrykkju unglinga munu eiga erfiðara fyrir, að halda áfram uppteknum hætti.
Lögreglan á miklar þakkir skyldar fyrir vasklega framgöngu í fyrrnefndri samdrykkju unglinga á börum borgarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook