20.11.2009 | 22:57
Prófessorar Háskólans: - ''óraunhæfar kröfur til sjávarútvegs?''
Sjávarútvegur gerði þjóðinni kleyft að komast upp úr fátækt og eymd til eins mesta velferðarríkis veraldar; eftir efnahagshrunið heldur hann áfram að vera styrkasta stoðin undir gjaldeyrisþörf þjóðarinnar. Samt eru háværar raddir er setja sig ekki úr færi að nagga og naga reksturinn eins og mögulegt er; þar fara oftar en ekki prófessorar upp í háskóla, hraðast; í krafti menntunar sinnar og stöðu, sjá þeir ofsjónum yfir tekjum sjómanna og sjómannaafslátt til þeirra; manna er leggja nótt við dag fjarri heimilum sínum við björgun verðmæta.
Með allri virðingu fyrir menntun þá þarf háskólinn að sníða sér stakk eftir vexti engin ástæða til að blóðmjólka sjómenn og útgerðarfyrirtæki af eintómri græðgi. Sjávarútvegurinn greiðir veiðigjald, tekur á sig auknar skattabyrðar; er og verður fjöregg þjóðarinnar um langa framtíð.
Mál er að linni ofsóknum og óhróðri um íslenskan sjávarútveg, að prófessorar upp í háskóla sjái sóma sinn í uppbyggilegri umræðu.
Áframhaldandi óraunhæfar kröfur og rógur á hendur sjávarútvegs er til þess fallin að rýra gildi hans; þá miklu þýðingu er hann hefur fyrir sjálfstæði lítillar þjóðar til að bjarga sér á eigin verðleikum.
Ekki verður annað séð en núverandi vinstri stjórn sé dragbítur á sjávarútveg og aðra atvinnuvegi landsmanna; hún þarf að fara frá sem allra fyrst.
Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2009 kl. 19:29 | Facebook