24.11.2009 | 11:42
´´Góður, betri, bestur, burtu voru reknir´´?
Eitt fyrsta opinbera mál sérstaks saksóknara er gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrv. ráðuneytisstjóra, hann hafi vitað í embætti um fall bankanna, fyrirfram; selt skuldabréf í eigu sinn, eitthvað 100 milj. Vonandi hefur sérstakur saksóknari stærri mál til meðferðar í bankahruninu; eða á Baldur Guðlaugsson að verða píslarvottur í bankahruninu? Yngvi Örn Kristinsson sækir nú ógreidd ofurlaun, fyrrverandi háttsettur maður hjá Landsbankanum þegar hrunið varð, ætlar af góðsemi sinni að gefa fátækum launin; ef hann vinnur málið munu þá bankastjórar og undirsátar þeirra krefjast hins sama, tæplega munu þeir verða á vegum mæðrastyrksnefndar?
Fyrrnefndur ofurlaunahrunbankamaður´´, Yngvi Örn fær síðan nýtt starf sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, Árna Páls Árnasonar með þann ´´góðar orðstír´´ að ætla að ´´gefa ofurlaunin sín´´ er voru siðferðileg röng. Skyldi ´´kúlulánfólkið´´ (í Samfylkingunni?) utan og innan Alþingis, stofna velferðarfélag til heiðurs Yngva fyrir væntanlegri unninni málsókn til innheimtu á ´´siðlausum ofurlaunum´´?Vonandi tekur sérstakur saksóknari fyrir stærri mál í bankahruninu annars mun embættið tæplega halda trúverðugleika sínum?
´´Illur verri verstur voru aftur teknir´´?
Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook