Borgarstjórinn í Reykjavík - með góðan stjórnunarstíl.

Fróðlegt var að hlusta á minnihluta borgarstjórnar í Silfri Egils finna að stjórnunarstíl núverandi borgarstjóra. Valdið væri svo ólýðræðislegt, borgarstjórinn væri með alla þræði í höndum sér og lýðræðið takmarkað.

Ekki vantaði nú umræðurnar hjá R-listanum sáluga. Dagur B. Eggertsson var alltaf í umræðum og málin í skoðun. Fékk mikið rúm í fjömiðlum með sískoðun á borgarmálunum. Það má nefna flugvallarmálið, ýmis skipulagsmál o.s.frv. Alltaf voru málin í "lýðræðislegum farvegi," aldrei kom neitt út úr skoðuninni, skógurinn sást ekki fyrir trjánum.

Auðvitað þurfa borgarmál að fá umfjöllun frá sem flestum sjónarhornum þannig fæst oft besta úrlausnin. Það er samt óhjákvæmilegt að taka ákvörðun og hún verður sjaldan þannig að allir séu alveg sammála.

Undirritaðri finnnst það góður stjórnunarstíll hjá núverandi borgarstjóra að vilja hafa yfirsýn yfir borgamálin. Þá getur hann frekar tekið betri ákvörðun sem flestir geta sætt sig við.

Versta niðurstaðan er engin niðurstaða eins og alloft átti sér stað hjá R-listanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér með það að Borgarstjórinn þarf að taka á málum og stjórna með beinum aðgerðum en ekkert gagngert í gegnum embættismenn eins of of oft vill verða. Ég er þó ekki að segja að stjórnunin sé úr höndum embættismanna en stundum þarf góða blöndu til þess að kerfið virki rétt. Ég er hins vegar á öndverðum meiði við Borgarstjóra þegar hann ákveður hvar spilasalir skuli opnaðir. Það er ekki í höndum Borgarstjóra að taka ákvarðanir um slíkt ef skipulag leyfir slíkt. Það er í höndum markaðarins að ákveða hvort ákveðin vara eða þjónusta þrífst. Þarf Borgarstjórinn í Reykjavík að hafa vit fyrir mér? Svarið er nei. Ég spila aldrei í þessum kössum en ef málið er að hann gerir út á þá sálfræði að þetta afvegaleiði unglinga og hvetji til fíknar þá er best að spyrja Borgarstjóra: Er ekki líka óæskilegt að hafa alla þessa skemmtistaði í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk er limlest og nauðgað. Er ekki nær að Vilhjálmur taki sundið eins og selurinn og festist ekki í einni vík. Það er hættuleg þróun ef persónulegar skoðanir ákveða hvort að einhver tegund af atvinnurekstri þrífst eður ei. Hvað með súludansinn? Halda menn að þetta hafi horfið af yfirborðinu? Skynsöm stjórnsýsla snýst um að þræða hinn gullna meðalveg en ennki ákveða hvað er gott og hvað er hollt!

Mummi 7.1.2007 kl. 18:40

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Það hefur komið fram mjög mikil andstaða við spilakassa frá íbúum í nágrenni við Mjóddina og hana ber að virða.

Allir vita að unglingar með ómótaða sjálfsmynd eru auðveld bráð fyrir t.d. spilafíkn. Það eru miklir. fjöslylduharmleikir vegna sjálfsvíga spilafíkla auk þess að fjölskyldan missir allt sitt. Það er síðan samfélagið sem verður að koma til hjálpar og kostar sitt.

Hef kynnt mér nokkuð vel spilafíkn og spilakassa í Noregi og telja þeir sig vera komna í ógöngur vegna og mikils frelsis. Skrifaði pistil fyrir skömmu hér í blogginu um spilakassa í Noregi og vil benda þér á hann.

Það eru spilakassar víða en þessi starfsemi verður að vera undir kontról og ekki hefur heyrst að þeir skuli bannaðir alfarið.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 7.1.2007 kl. 19:09

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Skoðanir þínar á Degi B.Eggertssyni ,að hann hafi alltaf verið með málin í skoðun s.s.flugvallarmálið og skipulagsmál.Það er rétt að hann grandskoðar mál áður en hann tekur ákvarðanir.Hann settist ekki út á Löngusker með skörfunum  bara til að hafa einhverja skoðun.Dæmið ekki aðra til að bera sök sjálf,  þá gæti svo farið að þú sæir ekki trén fyrir skóginum.

Kveðja 7.1.2007.kl.20.40

Kristján Pétursson, 7.1.2007 kl. 20:38

4 identicon

Skoðun mín er byggist á því , sem kom fram í fjölmiðlum viðtölum við Dag sjálfan þar sem hann, að mínu mati fékk ótæpilegt pláss miðað við marga aðra frambjóðendur fyrir borgarstjórnarkosningarnar.

Ef að ætti að skoða R-listann nánarar má sega að hann hafi misst tökin eftir að Ingibjörg Sólrún varð að yfirgefa skútuna. Það er svo seinni tíma mál sagnfræðinga að fara ofan í tímabil R-listans.

Er ekki að segja að R-listinn hafi ekkert gert gott. Tel t.d. að göngustígar í borginni hafi tekið miklum framfjörum í tíð hans. R-listinn hélt bara ekki út eins og oft vill verða um samsteypustjórnir. Vona að þú sjáir skóginn fyrir trjánum ef þú hefur áhuga  á að skoða R-listann ofan í kjölinn frekar.

Ég hef ekki áhuga nema ef það tengist málefnum hverju sinni.

Sigríður Laufey Einarsdóttir 7.1.2007 kl. 21:16

5 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

"R-listinn hélt bara ekki út eins og oft vill verða um samsteypustjórnir."

Hérna... flestir myndu nú telja að 12 ára samsteypustjórn væri nú bara ansi vel heppnuð. Að halda því fram að R-listinn hafi "ekki haldið út" er furðuleg notkun á hugtakinu halda út. 12 ár er heil eilífð í stjórnmálum.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 8.1.2007 kl. 07:00

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Auðvitað gerði R-listinn marga góða hluti, enda hélt hann í 12 ár.

Fá mannanna verk eru fullkomin. R-listin klúðraði ýmsum verkum,

en stærsta klúður hans var að setja Háskólann Í Reykjavík niður í

Vatnsmýrina.KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.1.2007 kl. 08:48

7 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Halldór Jónsson,verkfræðingur, reit góða grein um þetta mál í Mbl: nýlega,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.1.2007 kl. 08:52

8 identicon

Já það var aldeilis klúðurslegt að Háskólinn í Reykjavík flutti ekki til Garðabæjar eins og Sjálfstæðisflokkurinn vildi.

Sverrir Bollason 8.1.2007 kl. 11:00

9 identicon

Ég get nú ekki sagt að það að hækka leikskólagjöld á barnafjölskyldum með þeim rökum að lækkun fasteignaskatta komi á móti sé réttur stjórnunarstíll.  Hér er verið að auka álögur á þeim sem minna mega sín en þeir tekjuhærri með stærri fasteignir njóta góðs af.

Eyjólfur Guðmundsson 9.1.2007 kl. 13:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband