1.12.2009 | 12:20
Kaldar kveðjur á fullveldisdaginn!
Steingrímur fjármálaráðherra er með ''dulbúna hótun''í Mbl. í dag um milliríkjasamskipti sem ekki er hægt að greina Alþingi frá; þess vegna verði að flýta afgreiðslu Icesavemálsins. Hvað hagsmunir Íslands eru faldir í yfirlýsingu Steingríms: er það inngangan í ESB, eru það viðskiptaþvinganir á útflutningi til Hollands og Bretlands eða eitthvað annað er aldrei má líta dagsins ljós?
Hótun Steingríms er undarleg og vekur upp grunsemdir og torrtryggni; ekki á bætandi í samfélaginu það sem ''allt á að vera upp á borðinu'', þjóðin fái allar upplýsingar.
Hvað kemur næst ekki getur ''dulbúin hótun'' Steingríms verið frambærilegar upplýsingar til lengdar?
Kaldar kveðjur á fullveldisdaginn frá fjármálaráðherranum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook