Davíð ágætur ritstjóri Mbl.

Hvers vegna tjá norrænir blaðamenn sig sérstaklega um Davíð Oddsson sem óhæfan ritstjóra eða jafnvel sakamann? Upplýsingar héðan hljóta að vera forsendan, eiginlega ekki hægt að tjá sig um svo lágkúrulega frétt: ef til vill veit formaður Blaðamannafélagsins hér á landi frekar um málið?

Tel að Morgunblaðið sé betra blað síðan Davíð Oddsson tók við ritstjórn, er beittara og skemmtilegra þess vegna.  Fleiri sjónarmið komast að líkt og hjá Styrmi Gunnarssyni, minna um frjálsræði í tíð Ólafs Stephensen, sérstaklega hvað varðaði afstöðu á móti inngöngu í ESB; eftir að hann tók við voru mjög fáar greinar/bloggfærslur birtar í Morgunblaðinu á þeim nótum.

Vonandi verður Davíð lengi ritstjóri, hans er þörf í því moldviðri rógs og lyga er hefur grafið um sig um hans gerðir í þágu samfélagsins?

Skyldi Samfylkingin eiga einhvern þátt í óhróðrinum um Davíð, þar virðast skoðanaskipti ekki  tíðkast í stefnu flokksins nú um stundir; ''allir sammála í hjartans einlægni''?

Hins vegar er afturför hjá Mbl,  pistlaskrif Kolbrúnar Bergþórsdóttur, er skrifaðir eru í fyrirlitningartón.  Almenningur og bloggarar virðast viðurstyggð, að ekki sé minnst á femínista enginn hefur marktæka skoðum nema Kolbrún, ''þjóðarsálin án skysemi'', ekki má ræða ''mistök forsetans'' eða ''sóðabúllur'' KSÍ leiðtogasamtök æskulýðsins, það er '' refsigleði kvennasamtakanna'' (pistlar Kolbrúnar: 29.okt, 12. nóv. og 26 nóv, allt ritstjórnarsíður)

Ekki þar fyrir að Kolbrún hafi ekki ritfrelsi að skrifa sínar skoðanir: en á ritsjónarsíðum Mbl má ætla að hún  boði tón ritstjórnar blaðsins  í siðferði;  þá má segja að siðferðisboðskapur Mbl til lesenda sé orðinn ''Akkilesarhæll ritstjórnar Morgunblaðsins''?WhistlingHalo


mbl.is Segir norræn blaðamannafélög fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband