4.12.2009 | 11:21
Nikulás (Sankti Kláus)
Nikulás, biskup frá Myra í Litlu-Asíu, d. 345. Hann er verndari sjómanna og ungra barna. Hann er einnig verndardýrlingur Rússlands. Tákn Nikulásar minna á góðverk hans. Þau eru: akkeri, tvö eða þrjú brauð, þrjár gullstangir eða peningapyngjur, kaleikur með þrem börnum. Dagur hans var 6. desember. Þá voru börnum gefnar gjafir. Sankti Kláus er amerísk afbökun á heilögum Nikulási.
Táknmál trúarinnar eftir Karl Sigubjörnsson, 1993, 66.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook