Mikill þrýstingur er að hálfu talsmanna spilakassavítanna að ná fram leyfi til að reka spilavíti í Mjóddinni. Fostjóri Happdrættis HÍ kom fram á Stöd 2 í gærkveldi þar sem hann sagðist ekki bera ábyrgð á staðsetningu kassanna. Spyrillinn spurði hann þá hvort stjórn háskólans veitti ekki leyfi samkvæmt lögum. Framkæmdastjórinn viðurkenndi að háskólinn bæri ábyrgð samkvæmt orðanna hljóðan í lögum en ekki í reynd; þvoði hendur sínar fyrir framan alþjóð.
Erfitt fyrir ólögfróðann að skilja. Virðist í umræddu tilfelli vera sitthvað lög og réttlæti; að ekki sé nú minnst á siðferðileg sjónarmið. Í fréttaskýringu Mbl. í dag kemur m.a. fram að Reykjavíkurborg hafi orðið að greiða viðkomandi aðilum spilakassavítanna umtalsverðar upphæðir vegna úrskurðar kærunefndar skipulags- og byggingarmála Reykjavíkurborgar vegna synjunar um spilakassa.
Borgarstjórinn virðist standa illa að vígi samkvæmt framangreindu, sem að mati undirritaðrar er að reyna að verja rétt íbúa borgarinnar til að ákveða hvort þeir vilja spilakassa, sem teljast má til almannaheilla. Virðist þurfa skýrari lög til að fylgja eftir samþykkt borgarstjórnar til að borgin þurfi ekki að greiða umræddum aðilum stórfé í skaðabætur fyrir að hafa bannað spilakassana auk þessa að verða að gefa umrætt leyfi.
Þá kemur einning fram í Mbl að spilafíkn er vaxandi vandamál. Eru engin lög sem kveða á um að ekki megi hafa fé út úr fólki með vafasömum hætti? Ekki mega læknar gefa lyf sem valda fólki skaða eða dauða. Undirritaðri er ekki kunnugt um að það sér viðvörun í spilavítunum þar sem greint er frá að spilakassar geti valdið spilafíkn og jafnvel sjálfsvígum. Nú er rétti tíminn til að setja mörkin um fjölda spilakassa; ekki sé siðferðilega rétt að ganga framhjá vilja almennings í svo alvarlegum vanda sem spilavítin valda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook
Athugasemdir
Ég styð háttvirtan borgarstjóra Vilhjálm Þ. heilshugar í þessu máli. Þarna kemur hann fram fyrir hönd meirihluta Breiðhyltinga og er tilbúinn að fara upp á móti ekki ómerkari stofnun en Háskóla Ísands, sem virðist þó að mínu mati vera að missa virðingu sína. Ég skrifaði einnig örlítinn pistil á bloggið hjá mér um málið sem sjá má hér ef fólk kærir sig um.
Óttarr Makuch, 10.1.2007 kl. 05:34
Ég var að skrifa smáræði á bloggið mitt um þetta mál og sá síðan innfærslu þína. Taka mætti fram, að ekki aðeins stundaði ég nám við Háskóla Íslands og starfaði þar síðan að námi loknu, heldur hef ég einnig notið þjónustu SÁÁ. Kannski einmitt þess vegna er mér þátttaka þeirra í spilakassarekstri fremur sár.
Hlynur Þór Magnússon, 10.1.2007 kl. 06:45