Mómæli gegn Donald Trump - "Arabíska vorið"

Mikil munur er á „arabíska vorinu“ sem svo er kallað og mótmælum fólks gegn Donald Trump verðandi forset  Bandaríkjanna. Arabíska vorið breyttist í alvöru hryllingsmynd það sem öfgahópar óðu um gráir fyrir járnum sprengdu og skutu  allt er  á vegi þeirra varð; heilu borgirnar í rústum óviðráðanlegur straumur flóttafólks norður til Evrópu og þaðan eins langt og komist verður.

Mótmælin gegn Donald Trump eru ekkert í líkingu við lýsinguna á „arabíska vorinu“ – er það ekki munurinn á lýðræðisríki og ríkjum í Austurlöndum þar sem einræði og kúgun ríkir; og er fylgt eftir af stjórnvöldum?

Undirrituð hefur þá  á skoðun að Bandaríkin standist mótmælin gegn Trump, sem teljast eðlileg þar sem mjótt var á munum þeirra Donald  Trump og frú Hillary  Clinton. Heilbrigt lýræðinu að Donald Trump fái mótbyr sem forseti – hann mun gefa eftir og leggja sig fram  verða  maður sátta og samlyndis; er það ekki hið virka lýðræði að ná niðurstöðu án vopanátaka? Lýðræðinu er hollt að fólk takist á með rökum en ekki vopnavaldi líkt og gerðist í „arabíska vorinu“.   

„Lýðræðið er skást“, sagði hinn margreyndi og margfrægi stjórnmálamaður  Winston Churchill, fyrrv. forsætisráðherra Breta.


mbl.is Heitir því að flytja milljónir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæn Frans frá Asisi

Herra, notaðu mig til þess að útbreiða friðinn þinn!

Þar sem er hatur, láttu mig sá kærleika,

— þar sem er misgerð, fyrirgefning,

— þar sem er efi, trú,

— þar sem er örvænting, von,

— þar sem er myrkur, ljósi,

— þar sem er hrygð, gleði.

Ó, himneski herra, hjálpaðu mjer ekki að leita huggunar, en öllu heldur að hugga.

Ekki að vera skilinn, en öllu heldur að skilja.

Ekki að vera elskaður, en að elska.

Því að þegar vjer gefum, öðlumst vjer sjálfir.

Þegar vjer fyrirgefum, er oss sjálfum fyrirgefið.

Þegar vjer deyjum sjálfum oss, fæðumst vjer til eilífs lífs.

 

Frans frá Assisi.

Íslensk þýðing birtist í tímaritinu Norðurljósið árið 1945[1] : Góðan sunnudag kæru vinir.

 

 

 


Bloggfærslur 13. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband