Oddviti Kópavogs milljónir í kosningastyrk

Fyrir utan lánið (248millj) fékk Ármann Kr. Ólafsson 1.050.000 í kosningastyrk árin 2006-2008 frá Kaupþingi og Landsbanka. (mbl.is13.04) Sorglegt að núverandi oddviti Sjálfstæðismanna í komandi bæjarstjórnarkosningum skuli hafa þegið svo mikla fjármuni, nánast keypt sér fylgi; verða ekki hagsmunir almennings léttvægir þegar svona spilling þrífst, eru það ekki þeir sem styrkina veita er hafa mestu áhrifin?

Í "afsökunarbréfi" til Sjálfstæðismanna skrifar Ármann: .."Þegar ég hef boðið mig fram til opinberra starfa í prófkjörum hef ég lagt mikið upp úr tengingu minni við atvinnulífið. Ég tel mikilvægt fyrir þátttakendur í stjórnmálum að hafa innsýn í atvinnulífið"... 

Yfirsýn yfir atvinnulífið er góð og gild en hver hefur yfirsýn yfir heildarhagsmuni verið í tíð núverandi bæjarstjórnar eftir að Gunnar Birgisisson fór frá?

Sem forseti bæjarstjórnar samþykkti Ármann/ öll bæjastjórnin  aðför að eldri borgurum með gjaldtöku í sund án nokkurs samráðs við þá, félagsleg gildi er allir njóta þegar upp er staðið.

Undafarið kjörtímabil höfðu Kópavogsbúar góða yfirsýn og forystu yfir velferð og hag Kópavogsbúa undir leiðsögn Sigurðar Geirdal; farsælan leiðtoga er lést fyrir aldur fram.

Gunnar Birgisson tók þá við bæjarstjórnarkyndlinum, hélt áfram á sömu braut og Sigurður þrátt fyrir hatursfullar og málefnasnauðar árásir af fólki; er þó lagði sjaldan eða aldrei  lagði nokkuð til er betur mætti fari um hag bæjarbúa.

Framagreind aðförin að eldri borgurum ásamt  stórum fjárfúlgum í styrkjum og lánum lofa ekki góðu um; að oddviti Sjálfstæðismanna í komandi bæjarstjórnarkosningum hafi nægilega yfirsýn  til allra átta um velferð Kópavogsbúa.

Erfitt er um vik fyrir Sjálfstæðisfólk þegar prófkjör er afstaðið  að gera breytingar;  allavega ætlar undirrituð að að strika Ármann Kr Ólafsson út sem oddvita Sjáfstæðisflokksins.

 


mbl.is Engin lán verið afskrifuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband