MARÍUBÆN: (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)

 

I

Til þín særðar sálir flýja,

sancta María.

Þig elska og dýrka allar þjóðir,

eilífa móðir.

Ég sé þig koma í hvítum feldi

með kórónu úr eldi

og breiða faðminn milda mjúka

móti þeim sjúka.

Að fótum þér ég fell með lotning

friðarins drottning.

 

II

 

Ég hef öll þín boðorð brotið,-

bölsöngva notið,

öllum þínum gjöfum glatað,

guðsþjóna hatað,

samviskuna svæft og falið,

syndarann alið.

 

 

III

 

Til þín særðar sálir flýja,

sancta María.

Hreinsa þú mitt hjarta móðir,

við heilagar glóðir.

Hreinsa þú mitt hjarta, móðir,

við heilagar glóðir.

Hreinsa mig í helgum lindum

af hatri og syndum.

Gef mér styrk og von og vilja

og vit til að skilja.

Lát mig fagna alltaf yfir

öllu, sem lifir,

og alltaf nálgast eldinn bjarta

með auðmjúku hjarta,

kveljast með þeim köldu og þjáðu

kyssa þá smáðu.

Gef mér ást til alls hins góða,

til allra þjóða.

Gef mér sól og söngva nýja,

sancta María.

 Halo Góða helgi

 

(Davíð Stefánsson Svartar Fjaðrir, bls 195)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband