Geðsjúkir þarfnast fagmennsku - og mannúð í meðferð strax.

Kosningaloforð fyrir geðsjúka verður að verða veruleiki sem þarfnast lausnar ekki seinna en strax. Landlæknir og formaður Geðhjálpar vöktu athygli á aðstæðum geðsjúkra í blaðinu í gær. Fram kemur að lyf eru gefin sjúklingum í miklum mæli af heimilislæknum, sem ekki eru sérfræðingar í faginu. Þá vaknar sú spurning hvað geta heimilislæknar gert þegar ekki eru til frambærilegar stofnanir fyrir geðsjúka, biðlistar langir? Fáir eða engir geta skilið þvílíkt líðan þar er að sjá ekki til næsta dags án kvíða.

Aðstandendur geðsjúkra eiga oft erfitt en hversu vel sem þeir vilja; geta þeir aðeins veitt takmarkaða hjálp án þess að stuðningur frá geðlækni/fagaðilum sé fyrir hendi, einnig fyrir þá. Formaður Geðhjálpar bendir réttilega á samfélagslega þáttinn sem veldur oft meir fötlun og veikindum en sjúkdómurinn sjálfur. Félagslega hliðin og heilbrigðishliðin þurfa að vera samverkandi þættir  í meðferð  geðsjúkra. Landlæknir segir að ástæðuna fyrir aukningu geðlyfja sé fyrst og fremst meira framboð og betri geðlyf.Lyfin eru mikilvæg, stundum lífsnauðsynleg  en eru aðeins hjálpartæki ekki lausn. 

Aðstæður geðsjúkra eru ekki mannsæmandi hvað varðar aðbúnað þar sem félags-og heilbrigðishliðin fara saman;  fyrir sjúklinginn en einnig fyrir aðstandendur. Þá hefur geðhjálp á landsbyggðinni verið mjög ábótavant og sjúklingar komast of seint eða aldrei í rétta meðferð. Fordómar í samfélaginu eru enn til staðar, sem þarf að vinna gegn með  meiri og betri upplýsingum. Ekki síst í grunnskólum þar þarf frekari fræðslu en nú er.

Geðjálp er svo stórt vandamál í samfélaginu að ekki er viðunandi;  þarfnast átaks og skilning samfélagsins í aðstæðum og meðferð geðsjúkra.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband