Virðing fyrir lífinu - og Guðs góðu sköpun.

Virðingin fyrir lífinu og sköpun þess er ofar öllu. Það kallar á ábyrga afstöðu, sem ætti að vera inngróin í vitund hvers einasta manns. Fátækt og allsleysi hefur orðið til þess að fóstureyðingar eru staðreynd. Ennþá verri staða er þó í ríkum vestrænum löndum þar sem fóstureyðingar eiga sér stað vegna þess að barn er ekki tímabært eða fellur ekki inn í starfsframa viðkomandi.

Ekki er gerlegt að kalla aðeins konur til ábyrgðar þegar um fóstureyðingar er að ræða. Karlmenn verða að axla ábyrgð líka og samfélagið í heild. Til þess þarf hugarfarsbreytingu, að lífið og tilurð þess sé ofar veraldlegum verðmætum.

 Kirkjan sem kirkja Krists hlýtur að taka ábyrga afstöðu  og leggja sitt af mörkum til að verðmætamat okkar sé virðing fyrir lífinu og Guðs góðu sköpun.

Þökk sé Benedikt XVI páfa.


mbl.is Páfi mælir gegn fóstureyðingum í Suður-Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þökk sé þér, Sigríður Laufey, fyrir þína málsvörn fyrir lífshelgi hinna ófæddu.

Jón Valur Jensson, 11.5.2007 kl. 10:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband