Páfinn talar til unga fólksins

Gleðileg að Benidikt páfi XVI skuli tala til unga fólksins og hvetja til siðferðilegrar ábyrgðar hvað varðar fóstureyðingar. Þrátt fyrir örbyrgð og allsleysi ætti unga fólkið að krefjast samfélagslegrar ábyrgðar,  koma mótmælum á framfæri við borgarstjóra sinn um umburðarlynt þjóðfélag.

Að bera ekki virðingu fyrir lífinu getur ekki framkallað réttlátt þjóðfélag eða samfélagslega ábyrgð. Þvert á móti verður illskan og ofbeldið sífellt meira. Illar hvatir fólks verða ráðandi afl í samfélaginu og lífið verður helvíti á jörð; þar sem þeir sem minna mega sín verða fótumtroðnir og lítilsvirtir.

Nei, fóstureyðing getur ekki leitt til hamingju og farsældar þegar til lengri tíma er litið. Það er blettur á vestrænum menningarsamfélögum, að fóstureyðingar eru staðreynd hjá þeim sem búa við allsnægtir ekki síður en fátækum.  Ekki er skömmin minni í Indlandi og Kína þar sem vel   menntaðar stéttir  fólks með góða lífsafkomu eyða fóstrum ef  þau eru stúlkubörn. Nú deila Bretar um sama tiltæki ef foreldrar sjá við ómskoðun það kynferði barnsins sem ekki er óskað  eftir; þá  er fóstrinu eytt.

Hörmulegt hugarfar sem ekki má skjóta rótum, verða siðferðileg viðmiðun sem leiðir til mannvonsku og illsku. Minnir óhugnanlega á ómannúðlegt þjóðfélag nasista; þar sem virðing fyrir lífi og sköpun þess var fót um troðin með tilheyrandi ofsóknum og dauða milljóna manna.


mbl.is Páfi sendir ungu fólki skilaboð í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafðu kæra þökk fyrir þessa grein þína, Sigríður Laufey.

Jón Valur Jensson, 11.5.2007 kl. 10:29

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ekkert að þakka.

Að vera kristin er að lifa samkvæmt boðskap  Jesús Krists. Reyni það en er samt ófullkomin manneskja sem reyni mitt besta

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 11.5.2007 kl. 11:12

3 Smámynd: Zóphonías

Þessi grein hryggir mig mjög. Fóstureyðing er einkamál hverrar og einnar konu sem kýs að framkvæma hana. Að eignast barn er stórt og mikið mál og oft koma upp aðstæður þar sem barn kemst alls ekki fyrir.  Að vera með einhverja sleggjudóma yfir þeim konum sem kjósa að fara í fóstureyðingu sökum aðstæðna þar sem börn passa ekki inn í er ekkert nema illska. Ég veit að það er hart orðalag en það er algjör hræsni að halda því fram að konurnar muni hafa það betra ef þær eignast börnin.  Það er voðalega auðvelt fyrir okkur að segja að barn sé alltaf velkomið eða að barn sé alltaf einhver blessun.

Hvað með konur sem hefur verið nauðgað?
Hvað með konur sem hafa orðið fyrir sifjaspjölllum?
Hvað með stúlkur undir lögaldri oft í kring um 14 ára?
Hvað með konur sem hafa slæmar efnahagslegar aðstæður?
Hvað konur í neyslu og eiga við áfengisvandamál?

Kona ræður því hvað er gert við líkama hennar (ekki kirkjan), það eru sjálfsögð mannréttindi að fara í fóstureyðingu.  Börn leysa engan félagslega vanda þau auka frekar á þau því miður. 

Með bestu kveðjum og von um betri skilningi á mannlífinu.
Þinn góði Bloggvinur Zóphónías Þrastarson

Zóphonías, 11.5.2007 kl. 13:28

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Vona að þú hafir lesið greinina ef þú skilur hana ekki þá get ég ekki hjálpað þér nema þegar skrifað er um samfélög þá eru karlmenn þar með, bera jafnmikla ábyrgð. Ef til vill meiri ábyrgð vegna þess þeir ráða meiru í samfélagsgerðinni.

Með kveðju.

Mín saga (ekki dæmisaga): 

Eignaðist þrjú börn. Stóð frammi fyrir því sökum veikinda minna þá væri betra að eyða fóstrinu samkvæmt læknisráði. Tók þá ákvörðun (ásamt eiginmanni)að eignast barnið, allt fór vel og er það myndarlegur maður í dag.

Með kveðju

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 11.5.2007 kl. 16:52

5 Smámynd: Zóphonías

Tengingin við Nasista fór bara fyrir brjóstið á mér :)

Zóphonías, 11.5.2007 kl. 16:56

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér raunveruleikasögu þína, Sigríður Laufey. Sá sannleikur er fallegur og snertir við manni.

Æ, Zóphíónías, að þú skulir skrifa svona. Jafnvel þannig: "Börn leysa engan félagslega vanda þau auka frekar á þau því miður"!! En ég fer ekki hér út í rökræðu við þig. Það vill svo til, að ein slík stendur einmitt yfir núna á mínum Moggavef, í umræðunni á eftir þessari grein.

Með góðum óskum -- og sérstöku þakklæti til þín, Sigríður Laufey.

Jón Valur Jensson, 11.5.2007 kl. 21:57

7 Smámynd: Þorleifur Leó Ananíasson

Ég hélt nú að átt væri við Jón Sigurðsson þegar minnst var á páfann.

Þorleifur Leó Ananíasson, 11.5.2007 kl. 23:35

8 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Ef þú ætlar þér að vera fyndinn Þórður þá missir það marks.

Jón Sigurðsson er umbótasinni í félagslegum nótum. Það er það sem öll samfélög vantar.

Mörgum finnst erfitt þegar minnst er á nasista og þúsund ára ríki þeirra.

Þegar eitt mesta menningarríki heimsins Þýskaland ætlaðir að mynda samfélag þar sem viss tegund manna var aðeins æskileg, geðsjúkir, fjölfatlaðir og óæskilegir voru teknir af lífi. Engin gagnrýnin rödd mátti heyrast.  Veit að hjá mörgum góðum  hugsandi mönnum er það skelfing enn í dag.

Stríðsátökum með öllum þeim hörmungum sem fylgir í dag hefur ekki linnt. Vestræn ríki verða að horfa í eigin barm ef þau ætla að bæta heiminn.

Þar má kirkjan ekki slaka á boðskap sínum.

Með kveðju.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 12.5.2007 kl. 04:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband