Framsókn - von í grasrótinni?

 Hvernig mun Framsókn ganga í komandi kosningum? Þegar stórt er spurt er erfitt um svör þótt um misvísandi skoðanakannanir sé að ræða, sem ekki verða lagðar til grundvallar einar og sér. Undirrituð getur  aðeins hugsað út frá eigin brjósti Þekkir  nokkuð vel til úti á landsbyggðinni sem hefur lengst af verið vígi Framsóknar.Írakstríði fór illa með Halldór Ásgrímsson svipað og forsætisráðherra Breta, sem nú er að hrökklast frá. Halldór naut vinsælda lengi vel fyrir góðmennsku sína og velvild. Hefur verið frekar lélegur þegar hann hefur orðið að verjast gagnrýni. Það kom vel í ljós þegar hann varð forsætisráðherra. 

Mikil átök virtust vera þegar Halldór hætti og Jón Sigurðsson tók við. Að mati undirritaðrar átti Guðni Ágústsson að taka við þangað til kosinn var formaður. Jón Kristjánsson hætti fyrir austan sem hafði gott fylgi þar. Ekki bætti úr skák þegar Framsóknarlistinn í Norðausturkjördæmi varð allur að norðan hvað efstu sætin varðar. Það mun kosta flokkinn fylgistap sem gæti leitt til taps á einum eða tveimur 

þingmönnum.  Átök urðu hér í Kópavogi í Framsókn í síðustu bæjarstjórnarkosningum um framboð þar. Gæti hugsanlega valdið að einhverju leiti hvað flokkurinn mælist illa í skoðanakönnunum. Mikil umræða hefur verið um bætt kjör eldri borgara. Listinn eins og hann kemur undirritaðri fyrir sjónir er ekki með fulltrúa eldri borgara ofarlega á listanum. Hefði verið betra að hafa ekki svona áberandi kynslóðabil ofarlega á listanum. Páll Magnússon ritari bæjarstjóra hefði sómt sér vel á umræddum lista og verið líklegur til vinsælda þar. 

Líklega mun Framsókn ná tveimur til þremur í Suðurkjördæmi. Þar náðist samkomulag að lokum í kjördæminu. Skynsamleg sátt sem Framsókn í Norðausturkjördæmi virtist ekki þurfa  á að halda.

Að framansögðu er þungt fyrir stafni hjá Framsókn þótt Jón Sigurðsson hafi lagt sig fram og verið mjög málefnalegur. Nú eru síðasta tækifærið fyrir Jón að skipta um gír og  slá líka á létta strengi í sjónvarpinu á föstudagskveldið. Líklega mun Framsókn samt ná níu til tólf þingmönnum í komandi kosningum.

 

Það verður farsælla fyrir þjóðina ef núverandi stjórnasamstarf heldur áfram.  

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Laufey,finnst þér rétt,að Sjálfstæðisfl.sem hefur setið samfleytt í ríkisstjórn í 16 ár haldi áfram,auk þess mestan hluta síðustu aldar hefur flokkurinn leitt ríkisstjórnir.Mér finnst það mikil skerðing á lýðræðinu,ef einn og sami flokkurinn hefur svona afgerandi völd.Þetta mun vera óþekkt í öðrum lýðræðisríkjum.Stærð Sjálfstæðisfl.hér í þessu fámenna ríki hefur ráðist af aðstöðu hans til sterkra fjármálastofnana og fyrirtækja,en ekki málefnalegrar stöðu.Þeim hefur í valdi peningastöðu sinnar tekist að skipuleggja mjög sterkt persónulegt  tengslanet við kjósendur.

Ég tel fáranlegt ef Framsóknarfl.ætlar enn og aftur að stíga um borð hjá íhaldinu.Þá eru nú ráðherrastólarnir í fyrirrúmi,en ekki hagsmunir flokksins.

Kristján Pétursson, 10.5.2007 kl. 23:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband