Hvítsunnudagur - sálmur 174...

Sálmur 174...

Send mér eld í anda eilífðar úr heimi,
Drottinn. Lífs af lindum
ljós þitt til mín streymi.
Grafist gamlar sorgir.
Gleymist dagsins mæða.
Sé mín þrá og sigur
sókn til þinna hæða.
Kraft af krafti þínum,
Kristur, lát mig finna.
Sólarsýn mér veittu,
svölun orða þinna.
Hlekkir sundur hrökkvi,
húmi létti' af jörðu,
þegar naprast næðir,
nótt að degi gjörðu.
Helga þú mitt hjarta
helgum anda þínum.
Öndvegi þú eigir
innst í huga mínum.
Minnstu ei á mínar
mörgu, stóru syndir.
Þvoi þær í burtu
þínar kærleikslindir.
Kom þú, Kristur hæða,
kom í dýrð og veldi.
Hjarta heimsins skírðu
himnakrafti' og eldi.
Boðskapur þinn breiðir
blessun löndin yfir.
Þúsundfaldar þakkir
þér, sem í oss lifir.

HaloGleðilega hvítasunnu.

E. M. Jónsson  (Afritað af kirkjuneti Þjóðkirkjunnar)
Sb. 1945
   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband