Borgarstjórn í vanda

Það er ástæða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa áhyggjur af borgarmálum án efa eru þau farin nú þegar að hafa áhrif á landsvísu. Fulltrúar flokksins í borgarstjórn geta tæpast haft sterka ímynd sem leiðtogar og fer versnandi eftir því sem lengra líður. Nú hefur Kjartan Magnússon fengið boltann í REImálinu en biðin að verða og löng eftir að eitthvað gerist. 

Ólafur borgarstjóri á erfitt um vik þar sem  stuðningsmenn hans flestir eru frekar með minnihlutanum og taka enga ábyrgð með honum. Hægt er að segja um Ólaf að hann hafi varist vel jafnframt því sem hann gegnir stöðu borgarstjóra. Nú hefur hann ráðir  verkefnisstjóra  sér við hlið til að taka á brýnum málum í borginni.

Minnihlutinn hefur brugðist ókvæða við og skipulagt herferð á borgarstjórann sem verður að teljast skipulögð árás undir stjórn Dags B. Eggertssonar eins og Jakob Magnússon benti réttilega á í mannamáli Stöðvar2 í gærkveldi. Árásin á Ólaf er “leiksýning” að hálfu minnihlutans án frambærilegra málefnalegra raka til að koma borgastjóranum frá sem fyrst. Inn í þessar aðstæður verður borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins að koma allir sem einn - og styðja Ólaf F. Magnússon í starfi ef þeir á annað borð ætla að verða samstíga í samstarfinu við hann.  

 

Sjálfsagt er að halda fundi með grasrótinni og kanna hvort borgarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi yfirleitt traust lengur. Ekki er líklegt að nokkur þeirra hafi traust (og getu?) til að verða borgarstjóri eftir ár. Ef til vill Kjartan Magnússon ef hann nær viðundandi lausn í REImálinu? Ráðlegast verður fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leita út fyrir kjörna fulltrúa sína eftir borgarstjóra það sem eftir er af kjörtímabilinu. Þá stöðu hafa borgarfulltrúarnir sjálfir skapað að því er virðist með sundurlyndi innbyrðis, sem hlýtur að kalla á ákvarðanir flokksforystunnar fyrr eða síðar, ef flokkurinn ætlar að halda fylgi sínu og ímynd út á við. Ef  ekki finnst borgarstjóri liggur beinast við að Ólafur F. Magnússon sitji áfram og hafi til þess einskoraðan stuðning Sjálfstæðismanna. 
mbl.is Ástandið veldur sjálfstæðismönnum áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband