Sjávarútvegsráðherra sviptir þjóðarbúið gjaldeyristekjum?

Hvers vegna er ekki gefið út veiðileyfi til loðnuveiða er það vegna þröngra sjónarmiða náttúrverndarsinna Vinstri grænna; er skilja ekki að nýting  náttúrunnar sér til framfæris er oft vernd í sjálfu sér? Hér er engin áhætta þar sem ákvörðun um veiðar er eitt ár í einu.

Hafrannsóknarstofnun býr  ekki yfir svo víðtækri þekkingu á lífkeðju sjávarins, að það sé verjandi að gefa ekki út veiðileyfi þar sem loðnan drepst eftir hrygningu; loðnan er þegar komin nógu langt upp á landgrunnið þar sem veiðar ná ekki til; sem er vörn náttúrunnar til viðhalds loðnunni.

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra á tvímælalaust að leyfa loðnuveiðar nú þegar; annars er hann að svipta þjóðarbúið mikilvægum gjaldeyristekjum.

 


mbl.is Vilja hefja loðnuveiðar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband