Sjálfstæðisflokkurinn - þarf hvíld og endurnýjun?

Sigurður Kári Kristjánsson er greinilega að halda framboðsræður um skattamál á Alþingi; nú þarf ekki að ræða um stjórnarskrármálið eða stjórnlagaþing. Augljóst að opinberir starfsmenn þurfa að leggja sitt að mörkum, þeir í efstu þrepum launaflokka ættu að þola hóflegan launaskatt.

Stundum fer lítið fyrir að almannaheill sitji í fyrirrúmi hjá Sigurði Kára þingmanni. Skemmst er að minnast áfengisfrumvarpsins þar sem hann er fyrsti flutningsmaður; eitt allra fyrsta frumvarpið er sett var fram eftir áramótin.

Átti að hugga ''lýðinn'' eftir efnahagshrunið með auknu frelsi í áfengissölu  í matvörubúðum og víðar?; en Sigurður Kári varð að láta undan síga vegna mótstöðu bæði utan þings og innan. Er Sigurður Kári ekki dæmigerður þingmaður fyrri sérhagsmunahópa fremur en almannaheill?

Nú hafa orðið kynslóðaskipti hjá Sjálfstæðisflokknum en er það nægilegt þar sem stefna flokksins virðist ekki vera lengur að reka arðbær fyrirtæki til hagsbóta fyrir almenning með hóflegum arði fyrir eigendur.

Ef til vill þarf flokkurinn frí frá ríkistjórn til að ná áttum um hlutverk sitt - og móta betri stefnu fyrir yngri þingmenn eins og Sigurð Kára Kristjánsson.


mbl.is Enn óvissa um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband