6.11.2015 | 10:08
Spítalinn yfirkeyrir starfsmenn sína á vakt?
Hörmulegt mál fyrir hjúkrunarfræðinginn sem var á vakt eftir að hafa lesið um málið þá virðist hún hafa verið á hlaupum milli deilda til að redda brýnustu málum á hjúkrunardeildinni, vaktin undirmönnuð.
Alvarlegt mál þegar hjúkrunarfræðingar eru undir svo miklu álagi og viðist hafa vera í umræddu tilviki; hvernig eiga þeir að sinna lögboðnum skyldum sínum undir svo hörðu álagi?
Þá myndast óhjákvæmilega óviðeigandi andrúmsloft þegar vaktahafandi hjúkrunarfræðingar eru á hlaupum að redda öllum málum jafnvel milli dauðvona sjúklinga er þurfa sérstaka aðgát og umönnun.
Sjúkrahúsið ber vonandi hluta af sökinni að láta viðgangast og jafnvel skapa slíka spennitreyju fyrir starfsmenn sem allir eru að vilja geriðir til að gera sitt besta en það eru takmörk hvað fólk getur lagt af mörkum,brennur út eins og það er kallað, þegar starfsmaður hefur ofgert sér andlega í starfi.
Ekki má slaka á ábyrgð starfsmanna í vinnu sinni en spítalinn getur tæplega krafist ábyrgðar að rétt sé staðið að verki, þegar hann yfirkeyrir starfsmenn sína á vaktinni vegna undirmönnunar.
![]() |
Vitni sýnt ákærðu samstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2015 | 09:33
Egill Helgason: "þjóðsöngurinn skrýtinn"?
Egill Helgason fjallaði um sr. Mattías Jochumsson,skáld í þætti sínum Kiljunni á RÚV í gærkveldi hefði getað látið vera að dæma sumt af skáldskap hans hreinan og beinan leirburð. Þá nefndi hann að þjóðsöngur Mattíasar væri skrítinn; merking orðabókar skrýtinn merkir spaugilegur/undarlegur ekki orðtak við hæfi um þjóðasönginn allra síst í ríkisfjölmiðli.
Ekki umdeilt að sr. Mattías naut þjóðhylli fyrir skáldskap sinn við getum verið stolt af þjóðsöngnum með trúarlegu ívafi og vísun í sálm nr. 90 í Sálmum Biblíunnar.
Ekki stórmannleg gagnrýni um skáldskað Mattíasar með ofangreindum hætti; að honum látnum og getur ekki varið sig.
(Kiljan hæddist að skáldskap Mattíasar en varð honum ekki til vegsauka tæplega vænlegt að hefja sig upp sem skáld með hnjóði í annað skáld)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.11.2015 kl. 10:18 | Slóð | Facebook
4.11.2015 | 11:19
Oftraust á sérfæðingum?
Las á netinu að Trausti Valsson skipulagsfræðingur/verkfræðingur Reykjavíkurborgar er að gefa út bók um skipulagsmál. Bókin er fyrir almenning til að vekja hann til umhugsunar um umhverfi sitt nota sköpunargáfu og skynsemi til að láta sig varða hvernig skipulag og byggingar líta út í umhverfinu hvort þær eru hannaðar í samræmi við umhverfið síðast ekki síst hvort þær eru rétt hannaðar eftir hvaða starfsemi fer þar fram.
Með allri virðingu fyrir sérfræðingum gengur ekki að þeir einir hugsi alla hluti án nokkurrar gagnrýni. Þingmenn og ráðherrar hafa her manns sérfræðinga til að hugsa fyrir sig; gengur það ekki of langt ef viðkomandi hafa engar hugmyndir eða tilfinningu fyrir hvað er til heilla fyrir þjóðina.
Án efa verður umrædd bók fróðleg til lesningar þar munu höfundur benda galla og hvað betur mætti fara um hönnun og byggingar.
Hlakka til að geta náð í umrædda bók til lesningar.
3.11.2015 | 11:28
Innköllun fiskveiðiheimilda - gjaldþrot þjóðarbúsins?
Ágætu lesendur og bloggarar hef verið fjarverandi undanfarið, set hér inn færslu frá 2009 um sjávarútveg sem oft er í umræðunni- enda mikilvægasti útflutningur okkar.
Hjá hatursfólki á fyrirkomulagi reksturs einkafyrirtækja í sjávarútvegi er fyrst og síðast alltaf tekið fram, "þjóðin á kvótann, yfirgnæfandi þjóðarvilji krefst þess" Umræða með sanngirni og rökum um hvað betur mætti fara í rekstrinum hefur ekki farið fram; heldur síbyljuáróður þeirra er vilja þjóðnýta sjávarútveginn ; en verður arðurinn meiri þegar ríkið og pólitísk áhrif fara að deila og drottna með fjöregg þjóðarinnar?
Nei, sá flokkur er gengur lengst í þjóðnýtingarstefnu sjávarútvegs með áróðri er Samfylkingin enda er það stefna þeirra í bráð og lengd, að koma þjóðinni og auðlindinni undir ESB sem allra fyrst?Þá er "jafnaðarstefnan" komin til framkvæmda; þegar Ísland hefur ekkert með stjórnun fiskveiða að gera?
Fyrrnefnd gagnrýnin umræða fer ekki farið fram í fjölmiðlum, þeir eru hallir undir áróðurkenninguna, "þjóðin á kvótann", fremur en að standa fyrir réttlátri gagnrýninni umræðu.
Það vekur vonir með núverandi eigendum Morgunblaðsins, að rökleg skoðanaskipti um sjávarútveg fari fram en verði ekki í formi æsingaumræðu til múgsefjunar, .
Umhugsunarverð stefna að vilja setja rekstur sjávarútvegsfyrirtækja í gjaldþrot með innköllun kvótans, eyðileggja rekstrarskilyrðin fyrir arðbærum veiðum nú um stundir þegar útflutningur fiskafurða er að bjarga þjóðinni frá endanlegu efnahagshruni.
Er raunverulegur vilji þjóðarinnar að innkalla fiskveiðiheimlildir?