Innköllun fiskveiðiheimilda - gjaldþrot þjóðarbúsins?

Ágætu lesendur og bloggarar hef verið fjarverandi undanfarið, set hér inn færslu frá 2009 um sjávarútveg sem oft  er í umræðunni- enda mikilvægasti útflutningur okkar.

Hjá hatursfólki á fyrirkomulagi  reksturs  einkafyrirtækja í sjávarútvegi er fyrst og síðast alltaf tekið fram, "þjóðin á kvótann, yfirgnæfandi þjóðarvilji krefst þess" Umræða með sanngirni og rökum um hvað betur mætti fara í rekstrinum hefur ekki farið fram; heldur  síbyljuáróður þeirra er vilja þjóðnýta sjávarútveginn ; en verður arðurinn meiri þegar ríkið og pólitísk áhrif fara að deila og drottna með fjöregg þjóðarinnar?

Nei, sá flokkur er gengur lengst í þjóðnýtingarstefnu sjávarútvegs með  áróðri er Samfylkingin enda er það stefna þeirra í bráð og lengd, að koma þjóðinni og auðlindinni undir ESB sem allra fyrst?Þá er "jafnaðarstefnan" komin til framkvæmda; þegar Ísland hefur ekkert með stjórnun fiskveiða að gera?

Fyrrnefnd gagnrýnin umræða fer ekki farið fram í fjölmiðlum, þeir eru  hallir undir áróðurkenninguna, "þjóðin á kvótann", fremur en  að standa fyrir  réttlátri gagnrýninni umræðu.

Það vekur vonir með núverandi eigendum  Morgunblaðsins,  að rökleg skoðanaskipti um sjávarútveg  fari fram en verði ekki í formi æsingaumræðu  til múgsefjunar, . 

Umhugsunarverð stefna  að vilja setja rekstur  sjávarútvegsfyrirtækja í gjaldþrot með innköllun kvótans, eyðileggja rekstrarskilyrðin fyrir arðbærum veiðum nú um stundir þegar útflutningur fiskafurða  er að bjarga þjóðinni frá endanlegu efnahagshruni. 

Er raunverulegur  vilji þjóðarinnar að innkalla fiskveiðiheimlildir?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband