Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Með lögum skal land byggja, með ólögum eyða."

Nú fengum við jólakveðjuna frá markaðasöflum vínsins á stöð 2 í kvöld.

 Það á sem sagt að leyfa auglýsingar á víni sagði Þórunn Guðmundsdóttir,lögfræðingur. "Það má ekki skerða frelsið," sagði hún.

Stundum er frelsið afstætt. Vínauglýsingar hafa birst í ýmsum myndum. Gott dæmi: t.d. hjá Jóa Fel. í annars ágætum matreiðsluþáttum hans, en gerir þáttinn siðlausann.

Í lok þáttanna kemur "helgasta" athöfnin í þættinum. Jói Fel. gefur sér langan tíma til að opna vínflöslu til að gæða vinum sínum með matnum.

Er það ekki einkamál hvort drukkið er vatn eða vín með matnum? "Lögleg" en siðlaus athöfn í sjónvarpi, í landi þar sem auglýsingar eru bannaðar. Skyldi Jói Fel. fá greitt fyrir ómakið???

Framangeind athöfn er gott dæmi um hvernig markaðsetning víns, lætur mjúklega en svífst einskis frekara en úlfurinn í Rauðhettu, sem át bæði ömmuna og Rauðhettu litlu. Er á góðri leið með að éta upp ungu kynslóðina og löngu búinn að éta upp mína kynslóð  að mestu leyti upp til agna.

Almenningur vill vínauglýsingar," sagði þessi umræddi lögfræðingur. Hefur farið fram skoðanakönnun og hvers vegna almenningur vill vínauglýsingar?

"Með lögum skal land byggjam og með ólögum eyða," segir gott spakmæli.

Sú lögfræði sem vill afnema  lög með þeim skýringum sem fram komu á stöð 2 í kvöld getur talist ólög. Hvað kemur næst, eitthvað sem hentar frjálsum markaðaöflum til að græða á peninga hvað sem það kostar?

Það er á engan hátt verjandi að auglýsa vín fekar en tóbak hvað sem þeir gera í útlöndum.

Sinn er siðurinn í hverju landi. Ferðamannaiðnaðurinn mun blómstra þótt vínið sé dýrt. Hingað kemur fólk til að njóta óspilltarar náttúru en ekki til að neyta víns.

 

 


Ingibjörg Sólrún "ofurölvi?"

 

 

"Framsókn undir pilsnermörkum," segir Ingibjörg Sólrún. Undirrituð þurfti orðabókina til að skilja pilsnermörkin. Ekki fannst orðið, en pilsner þýðir amkvæmt orðabók, drykkur líkur öli gerjaður við 5 til 12%C.

Samkvæmt framgreindum upplýsingum hefur framsókn 5 til 12% fylgi, eru þeir þá líklega nánast "timbraðir" og þurfa endurhæfingu.

Samfylgingin hefur ca. 30% fylgi og má segja að Ingibjög sé "ofurölvi" yfir þessu mikla fylgi og þurfi líka enduhæfingu.

Undirrituð dáðist mjög af Ingibjörgu á sínum tíma þegar hún náði meirihluta í Reykjavík. Svo veldur hver á heldur. Með glæsilegan feril að baki stökk hún frá borði úr borgarstjórnarstólnum. Fór í framborð þvert ofan í yfirlýsingar sínar með forsætisráðherrann í maganum.

Til að herða enn betur á framboði sín hélt hún sína frægu Borganesræðu. Að mínu mati með dylgjum um stjórnarandstöðuna frekar en málefnalega gagnrýni. Árangurinn varð líka eftir því. Sem betur fer virðist grasótin ekki alveg samþykk svona pólitík.

Núna kemur Keflavíkurræðan eins og þruma úr heiðskíru lofti. "Ofurölvi" af fylgi sínu hendir Ingibjörg hásetum sínum (þingmönnum) fyrir borð og telur þá ekki traustsins verða. Ekki fylgdi nein skýring eða skoðanakönnun þessari undarlegu fullyrðingu, að þingmenn hennar væri ekki traustsins verðir.

Svo boðar Ingibjörg Sólrún þjóðarsátt ein í brúnni. Erfitt hlýtur að verða að ná henni með háseta sem ekki er hægt að treysta.

 

 


Ingibjörg Sólrún "ofurölvi?"

 

 

"Framsókn undir pilsnermörkum," segir Ingibjörg Sólrún. Undirrituð þurfti orðabókina til að skilja pilsnermörkin. Ekki fannst orðið, en pilsner þýðir amkvæmt orðabók, drykkur líkur öli gerjaður við 5 til 12%C.

Samkvæmt framgreindum upplýsingum hefur framsókn 5 til 12% fylgi, eru þeir þá líklega nánast "timbraðir" og þurfa endurhæfingu.

Samfylgingin hefur ca. 30% fylgi og má segja að Ingibjög sé "ofurölvi" yfir þessu mikla fylgi og þurfi líka enduhæfingu.

Undirrituð dáðist mjög af Ingibjörgu á sínum tíma þegar hún náði meirihluta í Reykjavík. Svo veldur hver á heldur. Með glæsilegan feril að baki stökk hún frá borði úr borgarstjórnarstólnum. Fór í framborð þvert ofan í yfirlýsingar sínar með forsætisráðherrann í maganum.

Til að herða enn betur á framboði sín hélt hún sína frægu Borganesræðu. Að mínu mati með dylgjum um stjórnarandstöðuna frekar en málefnalega gagnrýni. Árangurinn varð líka eftir því. Sem betur fer virðist grasótin ekki alveg samþykk svona pólitík.

Núna kemur Keflavíkurræðan eins og þruma úr heiðskíru lofti. "Ofurölvi" af fylgi sínu hendir Ingibjörg hásetum sínum (þingmönnum) fyrir borð og telur þá ekki traustsins verða. Ekki fylgdi nein skýring eða skoðanakönnun þessari undarlegu fullyrðingu, að þingmenn hennar væri ekki traustsins verðir.

Svo boðar Ingibjörg Sólrún þjóðarsátt ein í brúnni. Erfitt hlýtur að verða að ná henni með háseta sem ekki er hægt að treysta.

 

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband