Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hlýhugur og vinsemd eru besta jólagjöfin.

Nú er jólasöfnun handa þeim sem minna mega sín að ná hámarki, við keppumst við að greiða gíróseðla og pakka niður fötum handa fátækum erlendis. Oftar en ekki er um fólk að ræða sem hefur varla vatn að drekka eða fæði og klæði til næsta dags, fársjúkt og húsnæðislaust.

Það að hjálpa þeim sem minna mega sín, hálpa náunga sínum vegna þess að okkur langar til að gefa er hið rétta hugarfar aðventunnar. Þannig undirbúum við komu Frelsarans og verðum betri  samfélagsþegnar.

Mörg okkar eiga vini og vandamenn sem eru sorgmæddir vegna ástvinamissis, þurfa uppörvun og samúð. Við getum gefið þeim styrk með því að láta þau finna, að við berum umhyggju fyrir þeim, hugsum hlýtt til þeirra, það er besta gjöfin.

Að sýna öðrum hlýhug og vinsemd færir frið  og kærleika inn í hug okkar,  á heimili okkar og vinnustað. Börnin eru næm fyrir hugarástandi okkar. Ef þau finna kærleiksþel okkar líður þeim  vel og hin sanna helgi jólnna  umvefur þau, verður þeim minnistæðri jólaminning en gjafirnar  síðar á lífsleiðinni.

Jólagjafir eru góðra gjalda verðar en að vera saman, eiga samfélg hvert við annað í kærleika og vinsemd, færir okkur sönnustu gleðina. Vísar okku réttu leiðina áfram til lífsins í samfélaginu þótt jólin sér liðin.


Umfjöllun fjölmiðla - og fjölskyldur þeirra sem verða fyrir gagnrýni.

Fram kom í sjónvarpinu í kvöld þar sem haft var eftir Óskari Bergssyni varðandi setu hans báðu megin við borðið hjá borginni, að fjölskylda hans hefði hlotið skaða af umfjöllun fjölmiðla. Það sama kom fram í  sambandi við Guðmund Jónsson í Byrginu í gær. Hvað varðar Kompás þá var rækilega auglýst að þátturinn væri ekki fyrir viðkvæma eða börn. Nánasta fjölskylda okkar er auðvitað persónlega mjög viðkvæm fyrir ef við verðum fyrir gagnrýni. Engu að síður er það óhjákvæmilegt, að þeir sem gegna opinberum störfum, verði fyrir gagnrýni í fjölmiðlum.  

Með fjömiðlatækninni bæði í myndum og máli er gagnrýnin enn sterkari en áður var  og vandasamara að koma henni til skila með siðgæði og réttlæti að leiðarljósi.

  Það liggur við að réttlætið skarist stundum. Fjölskyldum þeirra sem hugsanlega  verða fyrir gagnrýni þarf að upplýsa vel, þegar þeirra nánasti er í þeirri stöðu að verða fyrir gagrýni, sem  getur verið særandi  eða jafnvel  ósönn. Þar gætu skólar komið að miklu liði þegar slikt mál kemur upp.   Umræddur vandi fjölmiðla þegar svona vandasöm mál koma upp er mikill. Samt eiga þeir að fjalla á gagnrýnin hátt um menn og málefni. Augljóslega þarf að setja reglur um svona aðstæður á  Alþingi í sambandi við væntanleg fjölmiðlalög.  Siðferilega hliðin verður ekki sett með lögum. Dómur götunnar hefur fellt sinn dóm í máli mannsins fyrir vestan, sem sakaður var um kynferðisbrot og  tók líf sitt. Um það mál var fjallað í æsifréttastíl. Viðkomandi blað varð að leggja  upp laupana eins og kunnugt er. Vandi fjölmiðla er að  rata gullna meðalveginn; aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Byrgið í vondum málum- vantar allt innra og ytra eftirlit-

 

Það eru hörmulegar fréttir frá  Byrginu, sem margir hafa haldið að væri  fyrirmynd í meðferð og umhyggju fyrir vímuefnaneytendum. Virðist vera einna  líkast sértrúarsöfnuðum í Bandaríkjunum, sem birtast þar í ýmsum myndum. Stundum eru þessir söfnuðir með Guðsorð á vörum, sem þeir misnota á hryllilegan hátt og á ekki skylt við orð  Krists að neinu leyti.

Með því að beita sálfræðilegri aðferð er t.d hægt að innprenta fólki ekki síst ungu fólki  og eiturlyfjaneytendum (öllum mönnum) ýmsar ranghugmyndir. Undirmeðvitund okkar er afar viðkvæm og hefur oft verið misnotuð á ýmsan hátt með innrætingu í gegnum tíðina.

Byrgið viðist ekki hafa þurft að gera grein fyrir rekstri sínum. Hvað er eiginlega í gangi er eftirlit með rekstri þeirra stofnana sem þiggja af ríkinu ábótavant yfirleitt?

Það sem verra er, að lítið eða ekkert innra eftirlit viðist vera með meðferðinni, fyrrverandi landlæknir hefur þó haft umsjón með stofnuninn.

 Hér er risastór pottur brotinn í starfseminni. Það vantar alla faglega ráðgjöf, einn maður hefur greinilega haft  starfsemina í hendi ef rétt reynist. Ef til vill vantar svona starfsemi betri lagaramma til að fara eftir.

Undirritið kynnti sér starfsemi í Hlaðgerðarkoti (meðferðastofnun Samhjálpar) fyrir nokkrum árum. Þar var trúarleg leiðsögn byggð á kristinni trú þar sem bæn til Jesú Krists var grunnatriði. Þangað kom fólk af spítala sem hafði  fengið meðferðarúrræði og vildi styrkja sig með trúarlegri leiðsögn, að eigin vali. Samstarf  er á milli allra fagaðila og þeirra sem eru trúarleiðtogar.

Undirrituð telur þessa stofnun til fyrirmyndar,vera á trúarlegum grunni, sem útilokar ekki faglega ráðfjöf lækna og  sálfræðinga. Það sem undirritaðri fannst vera erfitt í Hlaðgerðarkoti var bágur fjárhagur sem var stofnuninni fjötur um fót.

Tæplega er hægt að ásaka Kompás fyrir sína umfjöllun. Hvernig á eiginlega að upplýsa svona mál, þegar allt eftirlit með Byrginu virðist vera ábótavant? Vonandi kemur stjórn byrgisins í leitirnar?

Auðvitað eiga fjölskyldur þeirra manna, sem verða fyrir alvarlegum ákærum  um sárt að binda. Án efa erfitt sorgarferli framundan hjá þeim fjölskyldum sem nú eiga hlut að máli, sem vonandi verður hugað að í framhaldinu. Undirritaðri finnst að Kompás eiga að hafa forgöngu um að svo verði gert.

 


Framsókanarflokkurinn níutíu ára - stjórnmálaskýring úr grasrótinni.

 

Vegna níutíu ára afmælis Framsóknar ætlar undirrituð að leitast við að senda flokknum stjórnmálaskýringu úr grasrótinni. Ef það mætti verða til honum hjálpar í baráttunni fyrir lífi sínu í stjórnmálum. Svo undarlega vill til að undirrituð hefur þann feril að hafa tekið ötullega þátt í stuðningi tveggja merkra framsóknarmanna, Halldórs E. Sigurðsonar í Borgarnesi og Halldórs Ásgrímssonar á Austurlandi. Var í forystusveit framsóknar á sínu svæði á Hvanneyri um árabil. Halldór E. Sigurðsson vann mjög vel að málefnum þáverandi bændaskóla til eflingar íslennskri bændastétt og átti mikinn stuðning okkar sem þá vorum á Hvanneyri. 

Síðan lá leiðin í heimabyggð á Fljótsdalshéraði. Þar var þá að hefja feril sinn ungur og duglegur maður sem þingmannsefni Framsókanrflokksins. Þar vann undirrituð ötullega að framboði Halldórs. Fjölskylda undirritaðrar er ekki af “framsóknarætt” en okkur fannst að þarna kæmi maður sem væri öðruvísi og betri. Með frjálslega og nýja sýn á menn og málefni.

 Síðnan skyldu leiðir og undirrituð hefur ekki starfað í flokknum í mörg ár. Nú gerðust  þau stórtíðindi að Halldór hættir afskiptum af stjórnmálum.Í tilefni þessara breytinga hélt hann kveðjufundi víða um land m.a. í fyrrverandi kjördæmi sínu og bauð til fundar útvöldum framsóknarmönnum. Hefur undirrituð sannfrétt að margir sem studdu hann þar voru ekki boðnir og sátu sárir eftir. Ekki voru nærri allir stuðningsmenn Halldórs skráðir flokksmenn, hann hafði mikið persónufylgi, sem honum hlaut að vera kunnugt um. Hefði Halldór ekki  bara átt að hafi opinn kveðjufund? 

Enginn flokkur hefur orðið fyrir eins miklu tapi og Framsóknarflokkurinn vegna fólksflutninga hingað á höfuðborgarsvæðið. Framsóknarflokkurinn hafði sínar rætur fyrst og fremst í bændasamfélaginu, sem nú er orðið fámennt miðað við það sem áður var. Framsóknarflokkurinn hefur treyst of mikið á, að ná til kjósenda sinna í gegnum fjölmiðla og gleymt gömlu aðferðinni, að hitta menn að máli, sem hefði verið nauðsynlegt þegar fylgi hans hefur horfið  í stórum hópum aðallega hingað á höfuðborgasvæðið síðustu áratugi  

Sterkasti fulltrúi bænda/dreifbýlisins nú er Guðni Ágústsson. Það verður víst  sótt hart að honum samkvæmt nýjustu fréttum. Guðni er afar vinsæll sem þingmaður og langt út fyrir flokkinn. Nái hann ekki kosningu styttist í andlátið hjá Framsókn.

 Kynni undirritaðarar af framsókn næst  urðu síðan hér í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi í vor. Forystumenn flokksins komu á vinnustaðinn og gáfu undirritaðri blöðru, með XB og báðu um stuðning. Undirritaðri varð á að spyrja hvaða stefnumál  þeir hefðu á oddinum en þeir höfðu þau ekki meðferðis, varð fátt um  kveðjur.

 Undirrituð hafði aftur móti fengið senda stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins þar sem velferðarmálin voru á oddinum og bréf frá Gunnari bæjarstjóra að auki.Var síðan boðin í grillveislu og gefin grænn fórbolti í kveðjuskyni. Það gefur að skilja að bæjarstjórinn fékk atkvæði undirritaðrar, enda var  græni fótboltinn svo undur fallegur.

Þótt framsókn hafi misst foringja sinn í Kópvogi á kjörtímabilinu er það er ekki nægileg skýring á tapi flokksins í bæjarstjórnakosningunum.  

Að framsögðu óskar undirrituð sínum gamla kennara í Samvinnuskólanum, Jóni Sigurðssyni velfarnaðar, til hamingju með formanninnn og níutíu ára afmælið. Ráðleggur honum eindregið að halda opnar afmælisveislur þegar hann fer um landið svo allir velunnarar flokksins geti komið óháð flokksskírteini. Þegar allt kemur til alls er það grasrótin sem ræður því hvaða fylgi kemur upp úr kjörkössunum í vor. 

 


Framboð eldri borgara eða sanngjarnar úrlausnir?

Trúverðug skrif Torbens Friðrikssonar eru athyglisverð um tilfærslur  í gegnum skattakerfið frá lífeyrissjóði gegnum TR, lífeyrisþegum til hagsbóta, fyrir eldri borgara er athyglisverð. Það viðrist vera reiknistokkur þarna í TR sem vill nota sjóðinn eitthvað annað? Þótt þurfi að ávaxta sjóðina svo þeir rýrni ekki þá eiga eldri borgar rétt á sínu.Kröfru eldri borgara um rétt sinn til mannsæmandi lífeyris verða sífellt hærri og  ekki þaggaðar niður. Eðlileg getur þó talist að greiddir séu skattar af mótfframlagi í lífeyrisjóðina þar sem það á við en ekki krónu meira. Ef núverandi stjórnarflokkar geta bætt betur þar úr, er ekki eftir neinu að bíða. Eldri borgarar í Reykjavík íhuga að vinna (styrkja)  framboð, svo hart finnst þeim vegið að rétti sínum. Eldri borgarar utan Reykjavíkur munu án efa fylgjast vel með framvindunni.Spái því að ef ekki verðar gerðar frekari leiðréttingar fyrir eldri borgara þá muni afstaða þeirra eiga enn eftir að harðna í framtíðinni.Eldri borgarar láta ekki auveldlega slá ryki í augu sín og þess vegna  ætti að láta reyna á hugmyndir Torbens.

Forsetafrú á heimili sínu í London.

 

Að sjálfsögðu óskar undirrituð forsetafrúnni til haminju með titilinn, konu ársins.  Hef bara séð myndir af henni á heimili sínu í London. Sá myndirnar á stöð2. Engar aðrar myndir voru sýndar. Hvað með myndirnar af henni með börnum sem eiga um sárt að binda og hún lagði mikla áhersu á, eru þær ekki nógu merkilegar fyrir konu ársins? Eða myndir þar sem hún hefur sannarlega lagt sig fram um að vera íslendingur.

Efast um að forsetafrúnni sé greiði gerður með svona lélegri umfjöllum. Hún er þó að  mati undirritarar betri helmingurinn forsetans.


- Að velta sér upp úr fátækt.- tilgangurinn helgar ekki meðalið -

Mikil umræða hefur verið um fátækt í þjóðfélaginu undanfarna daga þar sem fátæk börn hafa verið í sviðsljósinu og er það vel.  Umræðan hefur samt of oft einkennst af því að verið  sé að velta sér upp úr fátækt frekar en að fram komi raunverulegar lausnir á vandanum. Rannsóknir hafa komið fram sem sýna fram á vandann félagsega.

 Með allri virðingu fyrir fræðilegri umfjöllun og ágætri niðurstöðu er nánast aldrei minnst á hvað er til ráða.Séhæfingin er svo mikil og ekki samstarf virðist vera með þeim sem hafa reiknikunnáttuna. 

Undantekning er Stefán Ólafsson, prófessor sem hefur sýnt fram á vandann bæði frá félagslegri hlið og haft góðan reiknistokk hvað varðar peningalegu hliðina.

Reiknistokkar stjórnvalda reyna yfirleitt að leysa vandann með því að reikna burt tekjur frá eldri borgurum og öryrkjum til að stoppa í görtn í kerfinu, hækka þar og lækka hér. 

Hvers vegna ekki að reikna út úrbætur og taka þær þar sem peningarnir eru?

Erfitt er að skilja, að ef eldri borgurum og öryrkjum tekst að ná í aukatekjur, þá sé þeim næstum öllum "lölega" stolið af þeim aftur. Greinilega góðir reiknistokkar í gangi. Umræddir aðilar sitja ekki einu sinni við sama borð og almennir skattgreiðendur. Gæti það ekki aukið hagvöxtinn ef umræddir aðilar ættu eitthvað meira heldur en fyrir saltinu í grautinn?Umræðan virðist oft blossa upp á kosningaárum og helst til að fella þá ríkistjórn sem er við völd. Tilgangurinn helgar ekki meðalið.

Fjölmiðlamaður  sagði um daginn: " Er ekki hluti af vanda fátækra barna vegna áfengissýki, spilafíknar og eiturlyfjafíknar, en ég þori nú varla að nefna það." Ekki var farið djúpt ofan í málið í það skiptið.

Undirrituð vill bæta við neyslufíkn sem á rót sína að rekja til banka og fyrirtækja. Bílasölur auglýsa bíla með "engri útborgun". Símafyritækin með símtölum sem kosta 0 kr. Bankarnir auglýsa lán sem nánast kosta ekki neitt, sem erfitt er að skilja við hvað er átt.

Svo lendir fólk í greiðsluerfiðleikum, á ekki fyrir lífsnauðsynjum.

Er það ekki lögbrot að villa um fyrir viðskiptavinum sínum?Núverandi stjórn hefur bætt kjör öryrkja og eldri borgara en ekki nægilega.Til þess að svo megi verða þá þarf mjög sterka pólitíska stjórn og að fjömiðlar taki undir alla viðleitni til að auka kjör fátækra barna, öryrkja og eldri borgara óháð hver er við völd.Stekustu einkenni samfélagsins í dag er græðgi, sem verður að reyna að hefta með lögum ef ekki vill betur til.     

 Ekki má setja neinar hömlur á efni í fjölmiðlum eða hvor réttar forsendur séu að baki því sem verið er að auglýsa.

Eins og menn muna stöðvaði forseti Ísland fjölmiðlalögin og sér ekki fyrir endann á afleiðingunum enn þann dag í dag.

Vonandi stöðvar hann ekki væntanleg fjölmiðlalög.


Geir er stefnufastur og málefnalegur forsætisráðherra og verður áfram brúnni.

 

Geir stóð sig vel í viðtalinu við Ingubjörgu Sólrúnu á þriðjudagskvöldið.

Má segja að aldei þessu vant var Ingibjörg ekki eins hátt uppi og vanalega, hélt sig við málefnið og var ekki með dylgjur eins og hún er oft þekkt fyrir.

Skattleysismörkin eru ekki ein og sér lausn  önnur hliði á málinu eru atvinnufyrirtækin sem verða að búa við hvetjandi umhverfi annars hverfa þau úr landi.

Lægstu launin þarf vissulega að bæta en ekki hefur nú náðst samstaða um aðgerðir.

Samfylgingin hefur ekki staðið sig betur þar en aðrir flokkar. Þó lét Steinunn Valdís borgarstjóri hækka lægstu launin en er nú ekkert hátt skrifuð hjá flokknum sínum fyrir það, rétt slefaðist inn í prófkjörinu.

Það er fjarri því að Geir hafi komið illa fram í víðtalinu. Hann kom fram af festu og kurteisi og er  í alla staði stefnufastur og málefnalegur forsætisráðherra.

Sé ekki annan mann í brúnni í nánustu framtíð og mun það verða okkur til farsældar.

 


Eru "valin blogg" Mbl. hlutdræg þar sem horft er framhjá gagnstæðum skoðunum?

 

Eftir hvað reglum fer bloggritstjóri Mbl. þegar hann velur "valin blogg?"

Rétt áðan var valið blogg sem studdi að áfengisauglýsingar yrðu leyfðar.

Að leyfa áfengisaulýsingar er mál sem þarf að skoða í víðu samhengi og hvaða afleyðingar það hefði.

Auglýsingar í fjölmiðlum hafa óumdeilanlega skoðanamyndandi áhrif á alla, móta lífstíl og neyslu bæði unglinga og fullorðna.

Áfengi er  skaðlegt heilsu manna og veldur dauðsföllum bæði í neyslu og bílslysum.

Einhliða auglýsingar áfengis eru varasamar og geta valdið meiri þjóðfélgaslegum skaða en nú er.

Ná slíkt frumvarð fram á alþingi er eðlilegt að leggja 10 til 20% skatt á áfengi til að standa undir auglýsingum til að  upplýsa um hvað áfengi veldur t.d miklu böli í mörgum fjöskyldum svo eitthvað sé nefnt.

Af nógu er að taka hvað varðar rannsóknir á neyslu áfengis.

Undirrituð hefur alltaf fengið góðar móttökur hjá Mbl. með greinar um  neyslu áfengis 

Telur hún  blaðið femst á blaðamarkaðnum hvað varðar birtingu gagnstæðra  skoðana á ótal málum.

Það er nauðsynlegt hvað varðar bloggið að ekki sé óbeint tekið undir eina  hlið málefnis t.d um leyfi á áfengisaulýsingum með því að velja "valið blogg" þar sem aðeins álit þeirra sem vilja áfengisauglýsinar kemur fram en horfa fram hjá gagnstæðum skoðunum.

 

 

 


Ritvilla í blogginu

Ágætu bloggarar/lesendur.

Biðst velvirðingar vegna bloggsins þann 6.12. s.l. þar sem undirrituð skrifar um "stórnarandstöðuna" þar á að standa stjórnarliðana að sálfsögðu.

Undirrituð hefur ásett sér  að skrifa bloggið af fingrum og birta það strax en þá er hætta á villum.

Vonandi skapar æfingin meistarann.

Annars hafði undirrituð gott af því að lesa eigið blogg aftur.

Komst þá að þeirri niðurstöðu með því að nota útiloknaraðferðina, að ekki muni undirrituð kjósa Samfylginguna í vor.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband