Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.12.2013 | 14:09
"Eignalausir" í "eigin íbúðum"?
Stórir stofnendur eru að stofnun hjúkrunarheimilisins Eirar: Reykjavíkurborg, Mosfellsbær og Efling stéttarfélag. Ekki annað séð að með þegjandi stuðningi ætla umræddir aðilar að valta yfir eignir og rétt aldraðra er hafa trúað þeim fyrir ævisparnaði sínum. Íbúar Eirar greiða svokallaðan íbúðarétt, greiddu gjald fyrir til æviloka; auk þess hefur komið fram í fréttum að fólkið greiði fasteignagjöld að auki lítt skiljanlegt fyrir almennan borgara að greiða þau en eiga ekki íbúðina sem Eir hefur veðsett upp i topp.
Vonandi tekst Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni að ná tökum á þessu vægast sagt ljóta svikamáli gangnavart eldri borgurum er nú eiga um sárt að binda; vonandi tekst honum að draga til saka þá aðila er bera ábyrgð á rekstri Eirar.
![]() |
Vill taka yfir rekstur Eirar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2013 | 15:38
Boðar hófsemd og frið
Frans páfi er vel að tilnefningunni kominn er fyrirmynd um hófsamt líferni utan og innan páfagarðs; vekur heimsathygli fyrir boðskap sinn. Vonandi á hann langa lífdaga í starfi sem páfi Kaþólsku kirkjunnar.
![]() |
Páfinn maður ársins hjá Time |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook
11.12.2013 | 11:13
RÚV - betra eftir niðurskurðinn?
Lítið er ennþá vart við verri dagsskrá RÚV (Rás 1) vegna niðurskurðar jafnvel batnað undanfarið; nú les einn besti upplesari er komið hefur í ríkisútvarpið Hjörtur Pálsson útvarpssögu eftir Karen Blixen (kl. 15) með miklum ágætum. Áreiðanlega eru til sögur lesnar af honum á RÚV er mætti endurlesa til menningarauka og skemmtunar.
Seint í gærkvöldi hlustaði undirrituð á frábæra tónleika frá Skálholti dásamlegt rétt fyrir nóttina. Þættirnir er voru lagðir niður gengu ár eftir ár án nokkurrar endurnýjunar lítil menning í þeim mörgum hverjum.
Vonandi lagast þátturinn Víðsjá, þurfti lát Mandela til að heyra góðan þátt ekki linnulausar auglýsingar um hvað listamenn séu að skapa minnir dálítið á Nýju fötin keisarans.
10.12.2013 | 12:42
Pólitískur óskapakki" - auka fylgi Vinstri grænna
Engin reisn yfir tillögum Vinstri grænna til tekjuöflunar ríkissjóðs áfram á að ræna eldri borgara eignum sínum með auðlegðarskatti mega alls ekki njóta elliáranna á eigin forsendum, draga úr kauptekjum fólks og fyrirtækja með áframhaldandi sköttum, ráðast á sjávarútvegsfyrirtækja án þess að gera ráð fyrir eðlilegu viðhaldi er dregur úr atvinnu og atvinnusköpun.
Ráðast enn frekar á fyrirtæki í landinu með tryggingargjaldi og skattpíningu.
Framtíðarsýnin er þjóðnýting - lifa á framlagi frá ríkinu - uppskriftin samkvæmt stefnu vinstri velferðarstjórnarinnar sálugu - en engar horfur á framhaldslífi hennar.
Pólitískur óskapakki til aukningar fylgi Vinstri grænna.
![]() |
Vilja auka tekjur um 10 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook
9.12.2013 | 08:39
"Iðnaðarkærleikur" eða - þróunaraðstoð.
Bakföll Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna um þróunaraðstoð voru ekki traustvekjandi í sunnudagsþætti Gísla Marteins á RÚV í gær. Vinstri velferðarstjórnin sáluga sá ekki fátækt í eigin landi hvað þá erlendis? Enginn efast um að fátækt fólk þurfi aðstoð í þróunarlöndunum en málið getur ekki snúist um að við getum bjargað heiminum ekki er verið að leggja þróunaraðstoð niður.
Samkvæmt fréttum skilar hjálp/þróunaraðstoð sér illa; líklega ekki nema einn þriðji eða minna sem kemst á endastöð - hitt fer í milliliði eða í hendur illa innrætts fólks því miður. Erfitt er þó að vita hið rétta alveg fyrir víst en ekki hefur heyrst um neitt eftirlit með framlögum til hjálpastofnana.
Er þróunaraðstoð orðin "lifibrauð hjálparfólks" samfara áróðri er líkja mætti við nokkurs konar iðnaðarkærleik . Myndir eru sýndar um mikinn árangur en eru þær alveg marktækar?
Við eigum í efnahagslegum vanda þurfum fyrst og fremst að hlúa að fátækum fjölskyldum og velferðakerfinu um allt land. Þá verðum við betur í stakk búin að takast á við stærri verkefni í þróunaraðstoð.
![]() |
Hagræða til heilbrigðis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2013 | 13:49
Aldrei aftur - "vinstri velferðarstjórn"
Bjarni Benediktssyni, fjármálaráðherra mæltist vel og skynsamlega í Sunnudagsmorgni RÚV. Katrín Jakobsdóttir sá ekki stóra samhengið í þjóðarhagsmunum lagði aðaláherslu á þá hópa í samfélaginu er vænta má að kjósi Vinstri græna.
Stefnan sem vinstri velferðarstjórnin sáluga lagði áherslu á en varð sem betur fer henni að falli.
Velferðarmál er grunnþjónusta við alla og varðar þjóðarhag aldraðir og öryrkjar voru aukaatriði hjá umræddri fyrrverandi stjórn.
8.12.2013 | 13:36
Edda Sif á framtíðina fyrir sér
Gömul og ný saga að vera rekin/reknir vegna föður sína eða annarra ættingja Edda Sif er vel sett, á góða að með góða menntun þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar.
Gæti sagt sömu sögu oft og mörgum sinnum meira segja nýleg dæmi.
Minnist löngu liðinna daga þegar ekki fékkst vinna í kaupfélaginu á Egilsstöðum fyrir austan við áttum föður sem studdi ekki framsóknarvaldið studdi Kaupfélag Austfjarða á Seyðisfirði síðar á ævinni vegna þess að undirrituð skrifar í mbl. - sem hentaði ekki ákveðnum fyrirtækjum þjónaði ekki hagsmunum þeirra.
"Ritfrelsi" hér á landi er innan gæsalappa nema menn treysti sér til að standast allar hótanir gagnvart nánustu fjölskyldu það er mikil fórn.
![]() |
Rekin fyrir að vera dóttir föður síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2013 | 16:51
Eru bloggfærslur mbl. marktækar.
Unarlegt að bloggfærsla mbl. um Mandela hafa ekki meiri lesningu; hvernig er talningu háttað? Í mínun huga er lát Mandela ein stærsta frétt á heimsmælikvarða - en ef til vill er það ekki meðal lesenda mbl.is - vonandi kemur það í ljós?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook
6.12.2013 | 15:27
Mandela - stærsta nafn í Mannkynssögu nú um stundir
Það koma upp sterkar tilfinningar við fráfall Mandela er fórnaði ævi sinni fyrir frelsi meðborgara sinna; ekki með vopnum heldur með staðfestu og frið í huga hélt hann ótrauður baráttunni áfram; engir ungir drengir sem áttu framtíð fyrir sér féllu; eins og átti sér stað í tveimur heimsstyrjöldum á síðustu öld.
En þeir góðu drengir féllu vonandi ekki til einskis; heldur vegna Mandela getum við getum við fyrir friði og réttlæti almennings barist án vopna.
Blessuð sé minning Mandela; hann hefur með framgöngu sinni sýnt fram á að barátta fyrir frelsi án vopna skilar árangri.
Hann hefur skrifað eitt stærsta blað í sögu mannkyns um langa framtíð.
![]() |
Útför Mandela verður 15. desember |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2013 | 15:59
Makríldeilan - samstaða til vesturs
Mikilvægt að Grænland, Ísland og Færeyjar standi saman gegn ESB þótt þessi ríki séu smá hafa þau ríkulegar auðlindir sem ESB horfir til með gráðugum augum. Frekari samstaða með Kandada, USA og Skotlandi mun styrkja samstöðuna - engin ástæða að skríða fyrir "búrókratinu" í Brussel.
![]() |
Fordæma refsiaðgerðir ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |