Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.11.2013 | 12:02
ESB - styrkir eða mútur?
Lofgrein mikil að vöxtum birtist í fréttablaðinu í dag: ,...hvort sem er mælt í fjármagni eða fjölda fólks sem hefur tekið þátt í verkefnum. Íslendingar hafa fengið yfir 200 milljónir evra í styrki og meira en 25 þúsund manns verið á faraldsfæti á vegum styrkta verkefna. Saga EES- samningsins rakin frá 1993 og ýmsum starfsáætlunum lýst á framfaramálum: Tækniþróun,æskulýðs- og menningarmál og menntamál.
Með allri virðingu fyrir framförum er það umhugsunarvert; hvort himinháar styrkveitingar eingöngu frá ESB til lítillar þjóðar séu boðlegar til framfara?
Miklar hreytingar hafa orðið síðan 1993 og má draga í efa hvort umræddar starfsáætlanir ESB séu ennþá í fullu gildi. Miklar breytingar hafa orðið - nú eru stórveldin í austri, Kína, Japan og Indland áhrifavaldar í viðskiptum þangað hafa Evrópsk fyrir tæki flutt fyrirtæki í iðnaði þar sem launin eru mikið lægri en í heimalandinu. Síðan er varan seld á uppsprengdu verði á efnahagssvæði ESB og Bandaríkjunum.
Nú virðast þessi austrænu viðskiptaveldi ógna hagsmunum vesturveldanna alvöru viðræður eru í gangi um sameiningu ESB og Bandaríkjanna í viðskiptum þá eru auðlindir norðurslóða eftirsóttar og gætu orðið inni í myndinni.
Umhugsunarvert hver okkur staða verður þá? Að ganga á mála hjá ESB með styrkjum er hættuleg staða fyrir litla þjóð með eftirsóttar auðlindir nú og í framtíðinni; eru það ekki óbeinar mútur?
20.11.2013 | 14:00
Afburða íþróttamaður - fyrirmynd ungu kynslóðarinnar
Tilfinningaþrungin stund fyrir Eið Smára en oft áður hefur hann átt í erfiðleikum slasast illa á ferlinum, alltaf sigrað eins og góðum íþróttamanni sæmir; bestu íþróttamenn allra tíma hafa eflst við mótlætið. Eiður er afar góð fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk; þótt ferli hans ljúki í keppni á hann framtíð fyrir sér sem góður þjálfari getur skilað reynslunni áfram til ungu kynslóðarinnar ef til vill verður hann landsliðsþjálfari framtíðarinnar.
![]() |
Glæsilegum landsliðsferli Eiðs lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2013 | 11:08
Smjörklípa stjórnarandstöðunnar
Nú ber vel í veiði hjá stjórnarandstöðunni ný smjörklípa; fyrst lög um sjávarútveginn/makríllinn og lögin um náttúrvernd hvorutveggja mál er velferðarstjórnin sáluga þröngvaði í gegnum þingið án samkomulags. Ef lög um sjávarútveg hefðu náð fram að ganga hefðu enn fleiri dreifðar byggðir lagst af, lög um náttúrvernd eru þess eðlis að hagmunir skarast; virkjanir og verndun landsins.
Flestum er annt um náttúruna, samkomulag verður að fást um notkun hennar til efnahagslegra framfara og skynsamlega náttúrvernd.
Þessi mikilvægu mál fyrir alla landsmenn virðast nú ætla að verða flokkspólitísk hagsmunamál fyrir Vinstri græna/ stjórnarandstöðuna ekki að ná fram lausn er þjónar báðum sjónarmiðum; hóflega nýtingu náttúrunnar og sanngjarnar greiðslur af auðlindunum til lands og sjávar.
![]() |
Langar umræður um brottfall laga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2013 | 10:24
Auka aflaverðmæti makríls - með kvóta
Nú hamast stjórnarandstaðan þyrlar upp moldviðri makrílinn á frjálsan markað enginn tilgangur til þess aðeins til að setja fjármagn í hendur stórra fjármagnsaðila er munu braska ómælt með verðmætið. Besta leiðin er að fella makrílkvótann inn í kvótakerfið eins og annan fisk til þeirra sem hafa veitt hann og komið upp dýrum búnaði til veiðanna.
Fyrst smábátakerfið er inni í kvótakerfinu leiðir það að sjálfu sér að þeir fái sinn hlut sérstaklega vegna þess að makríllinn virðist vera víða við strendur landsins enginn veit hvaða afleiðingar það hefur fyrir lífríkið ekki síst fuglalíf, nauðsynlegt að grisja makrílinn með strandveiðum en ekki með óheftum hætti.
Engir flokkar eins og Samfylking og Vinstri grænir hafa unnið þjóðinni eins mikið ógagn með stefnu í sjávarútvegi ef þeir hefðu ráðið för væru byggðir landsins í rúst braskað með aflaverðmætið með svokölluðum frjálsum markaði; í raun rammpólitísk stefna til að þjóna eigin flokkspólitísku hagsmunum til þjóðnýtingar verðmætasköpun þjóðarinn stefna sem aldrei getur þjónað hagsmunum þjóðarinnar sem heild.
![]() |
Aflaverðmætið rúmir 100 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook
19.11.2013 | 09:04
Endurmeta stefnu Félagsþjónustu í Reykjavíkur.
Heimaþjónusta Reykjavíkurborgar endurspeglar tíðarandann í þjóðfélaginu eldri borgar mega ekki hafa sæmileg lífskjör eins og aðrir samfélagsþegnar. Lítil yfirsýn yfir gildi félagsþjónustu að eldri borgarar geti verið sem lengst á eigni vegum þurfi ekki dýra umönnun á hjúkrunarheimili. Þessi eldri borgari eltur á röndum og um hann njósnað heima og heiman síðan tekin ákvörðun um að skerða hann réttmætri þjónustu.
Kærleikur og samkennd sem gleðst yfir heilsu og góðu lífi þessa áttatíu og fimm ára manns er enginn stefna virðist vera fremur að brjóta niður getu hans til að hjálpa sér sjálfur þörf er á endurmeta hæfni félagsþjónustunnar til að gegna hlutverki sínu.
![]() |
Ætti ekki að gjalda þess að líða vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2013 | 17:51
Eldri borgarar rændir eigum sínum -
Eru málefni hjúkrunarheimilisins Eirar ef til vill toppurinn á ísjakanum hvernig farið er með fjármuni eldri borgara. Lífeyrir þeirra skertur með lögum/ ólögum, skemmst að minnast afnám grunnlífeyfis 2009, lífeyrir er allir sextán ára og eldri hafa greitt og eiga samkvæmt stjórnarskrá- en var samt afnumin af "velferðarstjórninni" sálugu.
Hvers vegna mega eldri borgara ekki eiga sparifé sitt í friði eins og aðrir þegnar í samfélaginu hvers vegna skerða vextir lífeyrir þeirra er þeir hafa áunnið sér alla æfi hvers vegna eiga þeir að greiða sjálfir sjúkrahúsvist af sparifé sínu frekar en aðrir þjóðfélagsþegnar?
Hvers vegna gera samtök eldri borgara lítið sem ekkert til að rétta hlut eldri borgara.
![]() |
Það versta sem ég hef lent í |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2013 | 14:10
Tapsárar konur í framboði
Aðalefni Sunnudagsmorguns á RÚV var álit Sunnu Valgerðardóttur og Heiðu Kristínar Helgadóttur um slakt gengi kvenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna um helgina héldu varla vatni fyrir vandlætingu hvorug óskaði Halldóri til hamingju með verðskuldaðan sigur.
Fylgdist vel með kosningabaráttunni enginn fjölmiðill var opanaður í margar vikur nema þar sem konur auglýstu framboð sitt inn á öllum spjallrásum blöstu þær við sjónum almennings. Karlmennirnir auglýstu líka en ekki eins mikið, Halldór langminnst auðvitað er gleðilegt ef konum gengur vel en að verðleikum ekki bara af glans-auglýsingum um ágæti sitt.
Minnir dálítið á framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta með RÚV í forystu ásamt öðrum fjölmiðlum kepptust við að búa til idealforseta. Þóra sjálf fékk aldrei frið eða tækifæri til að sýna hvað í henni bjó; því fór sem fór með allri virðingu fyrir Þóru.
Meira segja formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna gat ekki orða bundist án frambærilegra raka ; formaðurinn hefði vel getað sýnt þann drengsskap að óska Halldóri til hamingju með sigurinn.
Enginn verður óbarinn biskup það ættum við konur að hafa í huga allra síst að kveina og kvarta yfir ósigri.
![]() |
Telur ólíklegt að listanum verði breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook
17.11.2013 | 09:59
MARÍUBÆN: (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
I
Til þín særðar sálir flýja,
sancta María.
Þig elska og dýrka allar þjóðir,
eilífa móðir.
Ég sé þig koma í hvítum feldi
með kórónu úr eldi
og breiða faðminn milda mjúka
móti þeim sjúka.
Að fótum þér ég fell með lotning
friðarins drottning.
II
Ég hef öll þín boðorð brotið,-
bölsöngva notið,
öllum þínum gjöfum glatað,
guðsþjóna hatað,
samviskuna svæft og falið,
syndarann alið.
III
Til þín særðar sálir flýja,
sancta María.
Hreinsa þú mitt hjarta móðir,
við heilagar glóðir.
Hreinsa þú mitt hjarta, móðir,
við heilagar glóðir.
Hreinsa mig í helgum lindum
af hatri og syndum.
Gef mér styrk og von og vilja
og vit til að skilja.
Lát mig fagna alltaf yfir
öllu, sem lifir,
og alltaf nálgast eldinn bjarta
með auðmjúku hjarta,
kveljast með þeim köldu og þjáðu
kyssa þá smáðu.
Gef mér ást til alls hins góða,
til allra þjóða.
Gef mér sól og söngva nýja,
sancta María.
Góða helgi
(Davíð Stefánsson Svartar Fjaðrir, bls 195)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook
17.11.2013 | 07:27
Grasrótin - kaus borgarstjóraefnið.
Þvert á skoðanakannanir kaus grasrótin /fólkið í Sjálfstæðisflokknum Halldór Halldórsson sem borgarstjóraefni Reykjavíkur í komandi kosningum. Ekki þar fyrir að núverandi borgarfulltrúar séu ekki frambærilegir en hafa þeir ekki stundum verið linir í minnihluta: slegið undan, hræddir við ákvarðanatöku sbr. Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni.
Minnihluti í borgarmálum/landsmálum þarf að koma fram af festu og einurð með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi en ekki að kóa með meirihlutanum í tíma og ótíma.
![]() |
Halldór oddviti sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2013 | 10:16
Ódrengilegt uppgjör Ómars Stefánssona í Kópavogi-
Kostulegt að lesa ódrengilegt Uppgjör Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa í Kópavogsblaðinu (nóv. 13), honum tekst illa upp, reynir að koma höggi á Gunnar Birgisson er framsókn var í samstarfi við til margra ára í bæjarmálum. Sannleikurinn er sá að Framsókn í Kópavogi varð höfuðlaus her eftir að Sigurður heitinn Geirdal féll frá en hann hélt uppi að miklu leyti stefnu bæjarins í velferðarmálum í farsælu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Ómar virðist ekki hafa haft hugrekki eða samstarfshæfileika til að halda á lofti merki Sigurðar, ekki einu sinni með Gunnari Birgissyni gegn árás á eldri borgara þegar sundskatturinn var settur á eftir hrun til að rétta fjárhag bæjarins. Þá var mörkuð sampólitísk stefna allra flokka Kópavogs í velferðarmálum bæjarins. sem enginn veit hvar endar.
Framsókn mun hafa pólitískt sóknarfæri í kosningunum í vor -ef þeir bera gæfu til að setja fram fulltrúa er mun halda áfram stefnu Sigurðar heitins Geirdal í velferðarmálum - er hafa verið lámarki á þessu kjörtímabili.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook