Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íþróttir: Konur í sviðsljósinu -

Gott framtak hjá ríkisstjórninni að veita Anitu afrekshlaupara styrk til æfinga fyrir heimsmeistaramótið 2016. Slíkur styrkur er mikil hvatning sem Anita á skilið eftir frábæran árangur. Að veita styrk eftir að íþróttamaður hefur sýnt hæfni sína er rétt aðferð en ekki að styrkja fyrirfram.

Konur hafa undanfarið verið í sviðsljósinu  á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í Svíþjóð.  Í kvöld keppa Danir og Norðmenn um hvort liðið fer í úrslitaleikinn við Þjóðverja. Miðað við leik Þjóðverja og Svía þá eru þeir tæplega sigurvissir; líklega eru Danir líklegri  til að vinna þá en Norðmenn en það kemur í ljós í kvöld.

 


mbl.is Ríkisstjórnin veitir Anítu styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: "Ómenning og illyrði"

En heldur „lista-fúkyrðaflaumur“ Hallgríms Helgasonar áfram á RÚV (22.07) þar sem hann fær útrás fyrir „framsóknarfóbíuna“ í nafni  menningar og málfrelsis.  Höfundurinn veður á súðum aðallega um utanríkisráðherrann með rakalausu bulli og illyrðum – sorglegt að landsmenn þurfi að greiða fyrir slíka smíði – enn sorglegra að ríkisfjölmiðillinn bjóði upp á ómenninguna.

Umræddan pistil má sjá í "menningarþættinum" Víðsjá á RÚV.


Skemmtilegur fótbolti - óvænt úrslit

Skemmtilegur kvennabolti í dag Spánverjar kepptust við að sýna snilli sína í samspili en ekkert framtak fylgdi – nema síðustu mínútu leiksins þá herti ein sig upp tók af skarið og skoraði. Norðmenn unnu  samt verðskuldaðan sigur sýndu ágætt samspil  þar sem framtak er réði úrslitum.

Sama er að segja um Frakka höfðu boltann nær allan tímann með yfir þrjátíu tilraunir á danska markið en skoruðu aðeins úr vítaspyrnu –Danir áttu örfáar marktilraunir en skoruðu samt eitt mark, góð vörn, framtak  og góður markvörður réði úrslitum, skot Frakka voru flest léleg  að danska markinu – Úrslitin  í vítaspyrnakeppninni  unnu Danir enda með betri markvörð – mörgum finnst sjálfsagt Frakkar betra liðið – er ekki á sama máli þegar lítið sem ekkert framtak er fyrir hendi þá gengur illa – einstaklingsframtakið brotið of mikið niður.HaloHappy


mbl.is Noregur af öryggi í undanúrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlaus pistill í skjóli málfrelsis hjá RÚV -

Rithöfundar geta sagt hvað sem þeir vilja í sínum ritsmíðum án þess að vera í skjóli  RÚV sem er skylt að virða hlutleysi samkvæmt lögum; þess vegna var pólitískur pistill  Hallgríms Helgasonar um ákeðinn stjórnmálaflokk  brot á lögum; á ekki erindi inn í menningarþætti  RÚV. „Listræni“ pistill Hallgríms Helgasonar var til umræðu í Vikulokin á RÚV s.l. laugardag með þáttöku „listamannsins/skáldsins/stjórnmálamannsins“  - lítið "listrænt" kom frá honum. Steinunn Stefánsdóttir studdi dyggilega höfundinn lýsti fjálglega skoðun sinni um að rithöfundar/listamenn ættu að hafa fullkomið málfrelsi  pistillinn hefði verið listasmíði skrifað af listamanni.

Hafa rithöfundar og blaðamenn hreiðrað um sig í skjóli RÚV -og listarinnar til að koma á framfæri pólitískum skoðunum sínum; til stuðnings svokölluðum vinstri flokkum?

Undirrituð fylgir ekki Framsóknarflokknum en umræddur pistill  Hallgríms Helgasonar  getur tæplega talist pólitísk umfjöllun á breiðum grundvelli   eða  list að raða saman fúkyrðum og  fullyrðingum um ákveðinn flokk í ríkisfjölmiðinum í skjóli málfrelsis? HaloSideways


Stórt tap

Kvennalandsliðið sýndi enga  liðsheild eða  framtak, virðist vera að Hólmfríði Magnúsdóttur hafi vantað -  sú eina er getur sýnt framtak á úrslitastundu Svíar voru sterkara liðið á heimavelli þær íslensku reynsluminni.

Ef ekkert framtak er til staðar verður liðsheildin ömurleg - leikurinn  ómarkviss og vörnin í molum það gerðist í dag - en til hamingju Svíar.

Þrátt fyrir að kvennalandsliðið hafi lokið keppni þá geta þær verið ánægðar að komast í átta liða úrslit; þá hafa þær markmið að keppa til að halda þeim áfanga. HaloSideways


mbl.is Ísland er úr leik á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð minn góður

" Guð minn góður ef ef ég ætti örlítið brot af  lífi... Ég myndi ekki láta dag líða án þess að segja þeim sem ég elska frá tilfinningum mínum. Enginn á sér tryggan morgundag hvorki ungur né gamall. Í dag kannt þú að sjá í síðasta skiptið þá sem þú elskarÞví skaltu ekki bíða lengur. Breyttu í dag eins og morgundagurinn renni aldrei upp, þú munt örugglega harma daginn þann  þegar þú gafst þér ekki tíma fyrir bros, faðmlag, koss og þú varst of önnum kafinn til að verða við óskum annarra.

Hafðu þá sem þú elskar nærri þér, segðu þeim í heyranda hljóði hversu mjög þú þarfnast þeirra, elskaður þá og komdu vel fram við þá, taktu þér tíma til að segja "mér þykir það leitt", "fyrirgefðu mér", "viltu vinsamlegast", "þakka þér fyrir"- og öll þau kærleikans orð sem þú þekkir.

 

Enginn mun minnst þín sökum leynilegra hugrenninga þinna. Biddu Drottin um styrk og getu til að tjá hugsanir þínar. Sýndu vinum þínum hversu mikils virði þeir eru þér"". góða helgi.

 Halo

(Úr bréfi sem Kólumbíska NÓBELSKÁLDIÐ Gabríel Garcia  Márques reit mikið veikur til vina sinna.)


Hlaupadrottning Íslands

Frábær hlaupadrottning,  á sex dögum varð  Anita Hinriksdóttir heimsmeistari og Evrópumeistari - auk þess hefur hún án efa hlaupið sig inn í hug og hjarta þjóðarinnar; einstök afrekskona.

Varla erfitt að velja íþróttamann ársins þegar þar að kemur - verður það með heiðri og sóma.

Innilega til hamingju hlaupadrottning.HaloHappy


mbl.is Aníta Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennlandsliðið í sviðsljósinu

Má segja að Guðbjörg verði styrkasta stoðin í leiknum ásamt góðri vörn, þá koma góð tækifæri til að skora. Ef liðið fer ekki á taugum  hefur gott úthald og góða samvinnu þá getur allt gerst. Svíar eru hrokafullir í pressunni og telja sigurinn vísan - gegn litla Íslandi - gaman verður að horfa á þennan leik.

Slæmt að missta Hólfríði Magnúsdóttur úr leiknum - en vonandi er til staða sterkur leikmaður í hennar hlutverk.HaloWoundering


mbl.is „Sé ekki eftir neinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland - vestræn samvinna farsælust

Einar Benediktsson, fyrrverandi  sendiherra skrifar athyglisverða grein ( Mbl. 17.07.13, bls. 25) þar sem hann telur vestræna samvinnu í stærra samhengi en verið hefur sé hagstætt fyrir Ísland –viðskipti við Kína vill hann taka með varúð ekki láta þeim í té aðstöðu hér á landi með því að selja þeim stór landsvæði enda hafa þeir stórt sendiráð sem telst nægilegt. Það liggur í augum uppi að Kína er fyrst og fremst að tryggja aðstöðu sína á Norðurheimskautinu  þegar og ef siglingaleið opnast –  tryggja nýtingu  auðlinda  á landi og hafsbotni  - en ekki  að byggja upp risavaxna gámahöfn í Finnafirði.

Síðan skrifar Einar: „Fríverslun við Kína stuðlar að hagkvæmum viðskiptum, sem þó hafa lítið að segja um alla afkomu okkar. Það sama yrði ekki sagt um fríverslun og fjárfestingar milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, sem viðræður hófust um  í Whashington í síðastliðinni viku . Nýtt efnahagssvæði efnahagssamskipta frjálsra lýðræðisríkja beggja vegna Atlantshafsins, mun leið til aukinnar atvinnu og samkeppnishæfni og þar með getu til að styðja þróun opinna og frjálsra þjóða“. Sendiherrann hefur rétt fyrir sér vestræn samvinna er okkur farsælast eins og verið hefur.

En Einar Benediktsson telur að til þess Ísland geti tekið þátt framangreindri  vest- evrópskri samvinnu þurfi Ísland að vera aðildarumsækjandi að Evrópusambandinu - en rökstyður ekki þá skoðun.

Enginn vafi er að fyrrgreindir samningar milli Evrópu og Bandaríkjanna  er  til að reyna að halda veldi sínu gagnvart vaxandi veldi austrænna ríkja.

Ísland er landfræðilega vel staðsett ef siglingaleið opnast á norðurheimskautinu  engu verður  um það breytt frekar en á dögum kalda stríðsins – en þá var Ísland mikilvægt fyrir vestrænar þjóðir.

Hvers vegna ætti Ísland að vera aðili að ESB til að vera mikilvægt  - kemur það ekki að sjálfu sér vegna landfræðilegra stöðu landsins?

Grænland er ekki aðili að ESB – Danir leggja nú mikið upp úr sjálfstæði þeirra þótt þeir séu í sambandsríki þeirra.

Miðað við upplýsingar er komið hafa fram er biðstaða um aðildarumsókn í ESB skynsamlegasta niðurstaðan fyrir Ísland nú um stundir.HaloWoundering

 


Siðlaus yfirlýsing -

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gerir endanlega úr um sína pólitísku framtíð með yfirlýsingu sinnu um Ólaf F. Magnússon vegna veikinda hans; enginn með snefil af siðgæðistilfinningu mun taka þessa yfirlýsingu til greina.

Vonandi kemur frambærilegur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins er getur náð viðundandi fylgi í Reykjavík.

HaloPinch


mbl.is Misnotuðu veikindi Ólafs F.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband