Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bæn: Franz frá Assisi um trú og traust

Halo Almáttugi Guð, eilífi, réttláti og miskunnsami, hjálpa oss, aumum syndurum, að gjöra vilja þinn vegna þín og samkvæmt bestu vitund vorri, og að vilja það ætíð, sem þóknast þér, svo að vér hreinsumst hið innra, upplýsumst og verðum brennandi af eldi heilags anda og fetum í fótspor þíns elskaða sonar, Drottins vors, Jesú Krists. Amen   Halo

Franz frá Assisi

 


Loftárásir á sjávarútveginn!

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar í Fréttablaðið (12.07bls.16) þar sem hún telur sjávarútvegsmál hafi verið til umræðu um langt árabil, almenningur hafi upplýsta skoðun í deilumálum um þau. Hvaða "upplýstu skoðun" á Sigríður Ingibjörg við - eru það pólitískar áherslur Samfylkingarinnar að þjóðnýta aflaheimildir í nafni þjóðarinnar - með slagorðinu "þjóðin á kvótann"? Undirrituð fylgist vel með fréttum og fréttaþáttum -  man ekki  eftir vitrænni"upplýstri umræðu" um sjávarútveg og takmarkaðar veiðiheimildir samkvæmt lögum.

Hvað sem líður eignarhaldi á veiðiheimildum þá eru sjávarútvegsfyrirtæki vítt og breitt um landið með  lögbundna takmarkaða veiðiheimild - um það snýst málið.  Að fyrirtækin séu ekki sett í rekstrarlega gildu með óhóflegri skattainnheimtu. Ekki sé nægilegt fjármagn til endurnýjunar eða  reksturs þjónustufyrirtækja tengd veiðunum. Mikilvægt fyrir atvinnulífið, að myndist sem flest afleidd störf - úti á landi - og í þéttbýlinu þ.m.t. Reykjavíkursvæðið.

Á  tímabili"velferðarstjórnarinnar sálugu" virtist  pólitísk stefna í  sjávarútvegi vera,  að þjóðnýta allan kvótann og fiskimiðin í ríkiskassann  síðan  deilt og drottnað - útdeilt með póltískum markmiðum "í nafni þjóðarinnar;" -með slagorðinu "þjóðin á kvótann". Það var sú "upplýsta skoðun" er kom fram í fjölmiðlum,  síðan fylgt eftir á Alþingi með yfirgangi og græðgi af umræddri ríkisstjórn  er engin samstaða náðist um -  ekki einu sinni í Samfylkingunni.

Sjávarútvegsmálin þarf að ræða er  sýna fram  á þjóðnýtingarstefnu Samfylkingarinnar - hins vegar sýna fram  á rekstur  sjávarútvegsins og taka tillit til kostnaðar í rekstri: Dýr skip og bátar, veiðafæri, mannahald  síðast ekki síst þjónustufyrirtæki tengd veiðum og vinnslu; það er mergurinn málsins.

 Meðan marktæk upplýst umræða fer ekki fram eru skoðanakannanir og undirskriftir til þjóðaratkvæðis  á röngum forsendum; má segja þær marklausar.

Vandi sjávarútvegsins er stefna Samfylkingarinnar,   áróður og illa upplýst umræðu með illskeyttum slagorðum ;  þyrlað upp moldviðri slegið ryki  augu almennings.

Vonandi getur núverandi ríkisstjórn gripið í taumana  kveðið niður órökstuddan áróður og komið upplýstri umræður á framfæri í RÚV sem er þjóðarútvarp en ekki málpípa Samfylkingarinnar - einnig í  fleiri fjölmiðlum. Annars næst ekki samkomulag á Alþingi eða  þjóðarsátt  um sjávarútveginn. HaloWoundering

 


Kvótalög - rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.

Lánið er fallvalt í fiskveiðum, aflabrögð geta brugðist – fyrirtæki gera ráð fyrir í rekstri að kvótinn sé veiddur   taka áhættu eins og önnur fyrirtæki  nema að fyrirtæki í sjávarútvegi  hafa takmarkaða lögbundna afkomu  -  frelsi þeirra  takmarkað í rekstrinum , sem  vonandi  verður ekki horft framhjá þegar lög um sjávarútvegsstefnu verður  endurskoðuð.

Óþarfi er að flækja  nefnda endurskoðun með mörgum exelskjölum  og  „pólitískum reiknimeisturum“ með gullæði í augum.  Gjaldið greiðist eftir á  af þeirri veiði er veidd var síðast ár –þá tekið tillit til þess  kostnaðar  í rekstri er viðkomandi  fyrirtæki  varð að reikna með í  upphafi  ef aflabrögð bregðast.

 Auðvelt að útbúa blað með gjaldaliðum er verður að greiða hvort sem veiðist allur kvótinn eða aðeins hluti hans- ekki er átt við fastan kostnað í þessu tilviki.


mbl.is Makrílvertíðin er rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn og þjóðin

 Forsetinn fer mjög fyrir brjóstið á Valgerði Bjarnadóttur, alþingismanni í Fréttablaðinu í dag. Stjórnmálamenn eiga að gera sér grein fyrir að forsetinn er þjóðkjörinn ; - hefur gripið til þessa valds er hann hefur samkvæmt stjórnarskrá á erfiðum tímum. Má nefna 26.gr. og 24. gr.hvernig sem lögspekingar túlka eða kokka saman annan skilning  er orðanna hljóðan skýr í framangreindum greinum stjórnarskrárinnar.

Engin ástæða að forsetann skrifaði ekki undir löginn um veiðigjaldið; aðeins valdið sundrung og deilum er þjóðin mátti  ekki við í erfiðu efnahagsástandi. Vel má vera  að fyrrverandi stjórnarandstaða í tíð „velferðarstjórnarinnar" sálugu“ hafi beitt málþófi en ekki af ástæðulausu. „Velferðarstjórnin“ gekk fram með óbilgirni og valdníðslu  í málefnum sjávarútvegs virti hagsmunaaðila ekki viðlits, úrræðaleysi í skuldamálum heimilinna, stjórnarskrármálið  þar sem gömlu stjórnarskránni skyldi hent fyrir borð og pólitísk stjórnarskrá undir forystu Samfylkingarinnar yrði  grundvöllur hinnar nýju stjórnskipunar, Icesave -samningana og innganga í ESB  er átti að troða niður í kok á þjóðinni.

 „Velferðarstjórnin“ skóp illdeilur og sundrung á þingi innan eigin raða og utan, einsdæmi að slíkt skuli gerast þegar mestu varðaði að ná samstöðu  vegna  mikilla  erfiðleika í stjórnun landsins.  Ekki annað hægt að segja en hún hafi tæplega  virt þing né þjóð viðlits í framangreindum málum.

 Forsetinn taldi sig knúinn  að grípa í taumana  þjóðinni til úrlausnar – var og er farsæl lausn þegar stjórnkerfið er í molum eftir eftir efnahagshrunið. Tæplega  útilokað að forsetinn muni gera það aftur – ef engin sátt er sjónmáli um mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar sjávarútveginn.

Gæti verið að Valgerður Bjarnadóttir tali niður til þjóðarinnar og forsetans – með framangreindri grein í Fréttablaðinu? HaloWoundering


Forsetinn gæti rofið Alþingi -24.gr

Nú eru blikur á lofti vegna væntanlegra breytingar  á lögum um sjávarútveg á næsta ári. Sjávarútvegurinn hefur verið undir stöðugum áróðri frá síðustu ríkisstjórn og fjölmiðlaflórunni –um  það sem betur mætti fara og þarf að bæta í umræddri lögum; er  ekki rætt ofan í kjölinn.

Oft sama tuggan: „þjóðin á kvótann“, útgerðamenn eru kvótagreifar", þjófar eða þaðan af verra; aðeins gert til að slá ryki í augu almennings.

Þegar kvótinn var lögleiddur  breyttist verðgildi fyrirtækja í sjávarútvegi, skip/bátur urðu verðlaus ef þau  höfðu ekki veiðiheimild; rökrétt afleiðing af settum lögum. Sérstaða fyrirtækja í veiðum er  að afkoma þeirra var  heft með umræddum kvótalögum -  olli miklu tjóni í rekstri og afkomu stórra og smárra sjávarútvegsfyrirtækja-  auk þess að vera háð aflabrögðum hverju sinni.

Kvótalöginn eru komin til að vera hafa  komið í veg fyrir ofveiði – en  þurfa að vera í sífelldri endurskoðum hvað varða rekstrarhlið sjávarútvegsfyrirtækja.

Margir smærri bátar voru skertir svo mikið í heimildum að ekki var raunhæft að reka þá með hagnaði – hvað þá að framfleyta fjölskyldu. Lögin höfðu þau áhrif að hagræðing átti sér stað, smærri  bátum fækkaði, þeir sem lifðu af urðu stærri og betur út búnir til veiða lengra frá landi . Framangreint  er eitt lítið brot af þeim vanda og usla á smærri útgerðarstöðum - er kvótalögin ollu.

Sjávarútvegurinn má ekki vera pólitískt bitbein, stjórnmálamenn verða að komast að samkomulagi. Mikið  í húfi fyrir þjóðina að sjávarútvegurinn sé rekinn með þeim hætti að gefa sem mestan arð  til þjóðarinnar – síðast ekki síst að fyrirtækin geti haldið í horfinu í veiðum og tækni – geti skapað atvinnu þjónustu-fyrirtækjum í sjávarútveginum.

Stefna Samfylkingarinnar virðist vera að ná valdi yfir auðlindinni - deila og dottna með hana í eigin pólitískum tilgangi - ekki annað séð en  vinstra liðið hafi sömu stefnu.

Versta staða í  sjávarútvegi yrði ef stefna fyrri ríkisstjórnar fengi byr í seglin – að þjóðnýta fiskveiðarnar beint í ríkiskassann – síðan deilt og drottnað í nafni þjóðarinnar – að „þjóðin eigi  kvótann“.

24.gr. stjórnarskrárinnar er á þessa leið: „Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga,  áður en 2 mánuðir séu liðnir, frá því er það er rofið, enda  komi Alþingi saman eigi síðar en  8 mánuðum eftir, að það var rofið.  

Forsetinn er þjóðkjörinn og hefur því meira vald en ráðherra í þeim skilningi að ráðherrann er pólitískt kosinn af einum flokki þótt hann hafi meirihlutastjórn að baka sér. Ekki  óhugsandi að sú staða gæti komið upp, að forseti yrði að  rjúfa þing ef allt fer í bál og brand  -  engin sátt næðist  um sjávarútveginn.

En fyrst verður að fara fram umræða á málefnalegum nótum - en ekki skítkast og illmælgi sem borið hefur hæst í málefnum sjávarútvegsins - frá upphafi lagasetningu kvótalaganna..HaloFrown

 


Af sjávarútvegi ertu kominn

 Einn helsti penni  Fréttablaðsins Guðmundur Andri Thorsson brá sér til til Siglufjarðar  gekk um  Síldarminjasafnið (8.07,bls13). Hann skrifar: „Eitt af því sem er svo fallegt við síldarminjasafnið á Siglufirði er að þar er þessi  gamla undirstöðu- atvinnugrein okkar, sjávarútvegurinn, umvafinn kærleika og virðingu,  eins og vera ber“.

Síðan skrifar hann um núverandi skæklatog í málefnum sjávarvegsins og telur talsmenn greinarinnar vaða uppi með frekju og fruntalegum kveinstöfum – Guðmundur Andri tekur undir skæklatogið með upphrópunum í garð atvinnugreinarinnar.

Íslenskur sjávarútvegur á skilið meiri virðingu en upphrópanir  og skæklatog , atvinnuvegi er hefur staðið undir framförum þjóðarinnar á öllum sviðum án hans  engir háskólar – ekkert velferðarkerfi engin þéttbýli – engar tæknilegar framfarir; er enn okkar mikilvægasta atvinnugrein.

 Guðmundur ætti að taka sér ferð um landið til sjávar og sveita þar sem fólk vinnur  svipmikið í fasi og svipmóti veit að  það gegnir mikilsverðu hlutverki  ekki síður en síldarvinnufólkið  forðum er Guðmundur upplifði  á Síldarminjasafninu Siglufirði,  nútímaverkafólk  er með dugnaði sínum og útsjónarsemi og vinnugleði  horfir vonglatt til framtíðar þrátt fyrir fjármálahrun Íslands;  fjöregg okkar í bráð og lengd.

Þá  munu birtast uppbyggilegar greinar í Fréttablaðinu skrifaðar af Guðmundi Andra Thorssyni   um Íslenskan sjávarútveg,  skrifaðar af af virðingu og væntumþykju; vandamálin krufin til mergjar með málefnalegum hætti.HaloWhistling

 


Forsetinn sýndi festu - góður rökstuðningur

Forsetinn samþykkti lögin um sérstakt veðiðgjald eins og búast mátti við - rökstuddi mál sitt vel í beinni útsendingu - svo erfitt verður að snúa út úr orðum hans - áreiðanlega hlustaði mikill meirihluti þjóðarinnar.

Þjóðaratkvæðagreiðsla þarf að þróast betur - má nefna fjölmiðlaflóruna að hún gangi fram með lýðræðislegum hætti - en ekki í æsingastíl eins oft hefur orðið  um undirstöðuatvinnu veg okkar allra.

.HaloSmile

 


mbl.is Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn skrifar undir lögin?

Spái því að forsetinn skrifi undir lögin með viðeigenda rökstuddum skýringum, hvers vegna. Engin almenn umræða hefur farið fram um lögin nema  skítkast og áróður  sem ekki er sæmandi á mikilvægasta atvinnuvegi þjóðarinnar.

Verði þjóðaratkvæðagreiðsla að raunveruleika vantar lagalegan ramma hvernig framkvæmdin verður- auk þess verða allir að geta kosið með góður móti sjúkir og aldraðir; allir að sitja við sama borð.

Vona að forsetinn standist það álag er hann er nú undir - þótt einhver pólitískur blástur verði ef hann skrifar undir lögin. HaloWoundering

 


mbl.is Forsetinn boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu landnemar vestan hafs námu land í Utah

Undirrituð fór til Utha USA nýlega með Bændaferðum  á Íslendingaslóðir - einnig  litast um í Colorado og Arizona. Til Utha fluttu 410 manns  frá Íslandi árin 1854-1914 fyrstir landnema vestan hafs- lítt hefur verið haldið á lofti afreki þeirra í skrifum um vesturfara -mun það vera vegna þess þeir voru mormónatrúar - lentu í andstöðu við kirkju og samfélag vegna trúar sinnar. Saga þeirra legið í þagnargildi þangað til bókin Eldur á ís(Fred E.Woods) kom út hér á landi árið 2007, saga mormóna hér heima og heiman.

Árið 2005, hundarð og fimmtíu  árum eftir landnám fyrstu Íslendinga var afhjúpaður minnisvarði í Spanis Fork í Utha með áletrun nafna þeirra  410 landnema er námu þar land viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. - í ræðu sinn hvatti hann viðstadda til  að minnast þeirra fátæku sjómanna og bænda, sem fluttu frá heimilum  sínum á Íslandi til nýja landsins og jafnframt þeirrar arfleifðar er þeir létu eftir sig í Spanis Fork.

Forsetinn þakkaði af alhug Íslendifélaginu í Utha, Mormónum/Kirkju síðari daga heilagra og Gordon B. Hinckley forseta, fyrir framlag þeirra til íslensku þjóðarinnar,  að minnast sameiginlegra arfleifðar okkar.

Stórbrotið og fagurt landslag er á hásléttum Bandaríkjanna á þessum slóðum með hrikaleg gljúfur og gil - vorum sjaldan  undir 2000 m –sjón er sögu ríkari – 

Dýpst í huga er samt sagan um íslenska landnámið og afrek Íslendinga í Utha – saga sem undirrituð vissi ekki um þrátt fyrir að hafa lesið flestar bækur um landnám Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum.Halo

 

 

 

Skógrækt/landvernd - "hernaður gegn landinu".

Fréttablaðið birtir lítt áberandi frétt s.l. laugardag (6.o7, bls. 2)  þar sem greint er frá óverjandi ræktunaraðferðum  Skógræktar ríkisins til ræktunar skógi á Suðurlandi. Gróður   mýrlendis hafði verið eitraður til ræktunar skógs eftir þeirra smekk. Náttúrfræðistofnunin kallar þessa  ósvinnu, " hernað gegn landinu", sannarlega réttnefni.

Undirrituð man eftir í sinni heimabyggð austur á Héraði fyrir u.þ.b. 15 árum eða meira ,að Skógrækt ríkisins hóf plægingu með vinnuvél  vestan í  hinum og þessum holtum- mann sérstaklega eftir holti þar sem undirrituð þekkir vel til, vel gróin staður alls enginn uppblástur - næstu ár  eftir virtist það gróa upp -aðgerðin var víða framkvæmd án þess nokkur opinber skýring fengist- vægast sagt var aðgerðin níðingsháttur á landinu.

Að skógur hér á landi hafi verið vaxinn milli fjalls og fjöru er tæplega rétt. Hús voru alfarið byggð úr torfi og grjóti - timbur flutt inn í kirkjur fyrr á öldum. Kjarr hefur verið talsvert víða - var notað í kol til  smíða á  áhöldum/vopnum og eldivið - enda hefðum við ekki lifað af sem þjóð án kjarrsins - og sauðkindarinnar.

Gróður hér á landi er vex   frá upphafi landnáms á fullan rétt á sér ekki síst mýrargróðurinn í áðurnefndri frétt. Gróðurin landsins  vex og dafnar þrátt fyrir  óblítt veðurfar. -

Skógartegundir  vaxa í beltum eftir því  hvar þeir eru staðsettur á hnettinum það veit hvert skólabarn -þess vegna verður skógræktin háð takmörkunum - þótt undanfarið hlýindaskeið geti gefið einhvern innfluttan skóg.

Engan vegin réttlætanlegt að eyða okkar "heimskautagróðri"i fyrir annan gróður - þörf er á frekari aðgerðum/ eftirlits með stefnu í skógræktarmálum/-og landgræðslu  hér á landi - ekki hægt að Skógrækt ríkisins vaði um -  geri hvað sem er við viðkvæman gróður er vex hér á landi.

Besta landverndin er að beita landið hóflega - þá vex og dafnar gróðurinn- sem fyrir er í landinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband