Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.3.2011 | 20:34
Orkuveitan - toppurinn á ísjakanum?
Er fjármálasukk/tap Orkuveitu Reykjavíkur aðeins toppurinn á ísjakanum af efnahagshruni þjóðarinnar. Enn ein húsleitin í Lúxemborg í dag, kom í ljós á síðustu metrunum fyrir hrunið 2008 lánaði Kaupþing fleiri milljarða lán frá Seðlabanka Íslands; einhverju fjármálafyrirtæki er sendi milljarðana til Tortúla? Eftir meira en tvö ár kemur framangreint ljós; síðan gæti ríkisstjórnin fengið í fangið fleiri hundruð milljarða hækkun á Icesave ef lögin þar um verða ekki felld.
Pólitísk ríkisstjórn situr við völd þar sem annar hrunflokkurinn, Samfylkingin hefur tögl og haldir; vinstri grænir valdalausir. Er það þess vegna sem svo hægt gengur að fá fram þó ekki væri nema málssókn á einn bankaræningja úr hruninu?
Afar brýnt að fá utanþingsstjórn; vonandi verður það veruleiki ef við berum gæfu til að segja nei við Icesave.
Fellum lögin um Isesave III, krossum við nei!
![]() |
Starfsmönnum fækkað um 90 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2011 | 16:11
Næsti formaður flokksins?
Verður Tyggvi Þór Herbertsson næsti formaður Sjálfstæðisflokksins kemur fram fyrir flokkinn í flestum fréttum? Hagfræðingurinn er taldi allt í besta lagi rétt fyrir hrunið, staddur í Bandaríkjunum með Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra. Er hagfræðingurinn yfirleitt marktækur í fjármálum?
Upprifjun úr bloggi 26. mars 2011
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður, hagfræðiprófessor, fræðimaður við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðar maður Geirs H. Haarde, forsætisráðherra ætti ekki að koma fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, flokknum til framdráttar. Var það ekki Tryggvi Þór Herbertsson er samdi margfræga skýrslu ásamt Mishkins, prófessor við Columbíaháskóla?
![]() |
53% af Icesave greiðist í ár og á næsta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2011 | 12:43
Mútustarfsemin heldur áfram?!
Markviss stefna Samfylkingar heldur áfram; að ryðja öllum hindrunum úr vegi fyrir inngöngu í ESB nú á að ryðja áhrifum landbúnaðar úr vegi með því að leggja niður Landbúnaðraráðuneytið. Samþykkt flokksráðs Vinstri grænni þverbraut samþykkt sína um aðlögunarstyrki frá ESB: ...Ef ég held áfram með ESB þá var samþykkt á flokksráðsfundi að sækja ekki um IPA- styrki sem eru klárir aðlögunarstyrkir. Það er hins vegar gegnið þvert á það. Með þeim er verið að kaupa velvild innan fræðasamfélagsins, þar sem massívur áróður í gangi...
Atli Gíslason í Fréttablaðinu 26 mars, 18.
![]() |
Á móti stjórnarráðsfrumvarpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2011 | 11:45
Alþingi - Ríkisstjórn - Háskólinn - Fjölmiðlar - Brugðust!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook
27.3.2011 | 21:11
Stormur í vatnsglasi?
Með allri virðingu fyrir umhverfisvernd hafa fréttir af verksmiðju Bercromal við Eyjafjörð af mengun verið í æsifréttastíl; ekki lausar við ''pólitíska vinstri mengun'' er minnir fremur á umhverfisiðnað en vernd. Umhverfisráðherra kom í Kastljós RÚV og lýsti áhyggjum sínum; ætlað að skoða málið og sjá um að ekki yrði frekari eyðilegging af völdum verksmiðjunnar; ekki var minnst einu orði á hvað verksmiðjan væri mikilvæg sem vinnustaður.
Stormur í vatnsglasi eða - ''allt er hey í harðindum'' hjá stjórnlausri vinstri stjórn''.
![]() |
Ekki hærra sýrustig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2011 | 17:33
Skortir traust og trúverðugleika?
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður er ánægður með samþykkt Icesaveskuldarinnar að þjóðin eigi að borga og bera ábyrgð á fjárglæframönnum framtíðarinnar. Er í samræmi við sannfæringu hans er hann fór sem aðstoðarmaður með Geir H. Haarde til Bandaríkjanna rétt fyrir hrun og dró fram ''jákvæðu þættina'' á efnahag einkabankanna að mati Geirs Zoega, hagfræðiprófessors; þá tapaðist dýrmætur tími til að taka á fyrirsjáanlegu hruni einkabakanna. Hefur sannfæring Tryggva Þórs um að þjóðin greiði umrædda skuld meira gildi nú; en álit hans rétt fyrir hrun? Eftirfarandi blogg er skrifað (6.02.11), rétt að rifja upp öllum til umhugsunar um trúverðugleika Tryggva Þórs Herbertssonar áður en gengið verður í kjörklefann 9. apríl:
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður, hagfræðiprófessor, fræðimaður við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðar maður Geirs H. Haarde, forsætisráðherra ætti ekki að koma fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, flokknum til framdráttar. Var það ekki Tryggvi Þór Herbertsson er samdi margfræga skýrslu ásamt Mishkins, prófessor við Columbíaháskóla?
Báðir höfundarnir tóku tóku þátt í fundum með íslenskum stjórnmálamönnum og forsvarsmönnum bankanna á erlendri grundu til að fylgja boðskap skýrslunnar eftir... Aðeins jákvæðu þættirnir voru dregnir fram að mati Geirs Zoega, forseta hagfræðideildar HÍ og hafi skýrslan sennilega þau áhrif að íslensku bankarnir áttu greiðari aðgang að fjármagni erlendis, stækkuðu enn frekar og glataðist mikilvægur tími til að taka á vandanum(fyrir hrun). (Rannsóknarskýrslan8.h. bls.214.)
Tryggvi Þór Herbertsson viðist enn vera einn helsti álitsgjafi Sjálfstæðisflokksins, sat á fremsta bekk á fundi formanns Sjálfstæðisflokksins í gær og hefur haldið fyrirlestra fyrir flokkinn.Tryggvi Þór Herbertsson er siðferðilega skyldugur að draga sig út úr sviðsljósi stjórnmálanna; ekki boðlegt af RÚV að bjóða upp á hann sem helsta álitsgjafa Sjálfstæðisflokksins.Tryggvi Þór Herbertsson er velmenntaður maður og allir vegir færir í öðrum störfum; en hann hefur skaðað trúverðugleika sinn sem þingmaður og álitsgjafi fyrir stjórnmálamenn.
![]() |
Vissi ekki af auglýsingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2011 | 20:19
Ómerkileg framkoma!
Ekki gat Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra stillt sig um þá hótun að gjaldeyrishöftin yrðu lengri ef Icesave yrði fellt, á Stöð 2 i kvöld; engin rök fylgdu enda eru þau engin. Ómerkileg framkoma af ráðherranum að nota gjaldeyrishöftin sem hótun; hræddur um að það hafi áhrif á inngöngu í ESB.
Allt er notað til að hóta þjóðinni að vilja ekki borgaskuldir óreiðumanna í framtíðinni ef eitthvað fellir þjóðina í áliti er það ef við samþykkjum að ganga undir kröfur Breta og Hollendinga; algjörlega ólöglegar innheimtur.
Kæmi heldur ekki að sök þótt þjóðinni hefði gjaldeyrishöftin tveimur árum lengur eða svo; skiptir meira máli að láta ekki undan óábyrgu fjármálakerfi og greiða skuldir þeirra í framtíðinni; það getur fellt fjárhag okkar um alla framtíð.
Segjum nei, nei nei við Icesave 9. apríl.
![]() |
56% segja ætla að styðja lögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2011 | 17:55
Höftin - illskásti kosturinn
Gjaldeyrishöftin eru illskásti kosturinn vegna þess að þjóðin hefur lifað um efni fram hefur ekki áttað sig ennþá. Loksins þorði Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra að taka þátt í erfiðri ákvörðun er örugglega verður umdeild. Gæti skapað jafnvægi þegar fram í sækir, fólk verður að hætta að veita sér óþarfa innflutning; - og reka fyrirtæki með ráðdeild og hagnaði. Hins vega gæti Árni Páll lækkað bensínið er nemur a.m.k. umhverfisgjaldinu í það minnsta hefði góð áhrif á almannahag. Ef Svanhvít Svavarsdóttir, umhverfisráðherra getur ekki samþykkt það þá er að reka Vinstri græna úr ríkisstjórn og mynda nýja stjórn - eða utanþingsstjórn.
Nú er boltinn hjá Árna Páli; hvað ætli hugrekkið nái langt í hans ranni?
![]() |
Höft til 2015 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook
24.3.2011 | 17:24
Jóhanna forsætisráðherra: Ræna eldri borgara?
Smáglufa fyrir Jóhönnu, forsætisráðherra að geta rænt eldri borgar frekar með lagasetningu er helst eiga skuldlausar eignir. Ekki nægilegt fyrir hana að hafa skert kjör þeirra u 20%, fjrámagnstekjur 20%, skattlagt verðbætur á verðtryggðu sparifé, 20%. Hefur góðan stuðning innan raða Vinstri grænna, Árni Þór Sigurðsson þingmaður þeirra lét út sér á fundi hjá eldri borgurum, '' þeir lægju svo vel við höggi gætu illa varið sig'', auðvelt að taka af þeim fjármuni sína.
Velferðarstjórnin kann ekki að skammast sín.
![]() |
Tryggingagjald lækki en auðlindagjald hækki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2011 | 15:09
''Stökkva vatni á gæs''
Þýðingarlaust að eyða púðri á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra um það sem betur mætti fara ; líkt og að stökkva vatni á gæs. Eitt markmið heldur hún sig við, inngöngu í ESB, löngu lagt til hliðar vinsældir sínar sem talsmaður minnihlutahópa í samfélaginu, hefði farið betur að hún hefði víkkað þær vinsældir sín út i að standa með þjóð sinnu á erfiðum tímum; nei allt aukaatriði nema ESB.
Nú hefur hlaupið á snærið hjá velferðarstjórninni, fækkað um tvo í stjórnarliðinu að Sögn Össurar Skarphéðinssonar; allt mun auðveldara með stefnu stjórnarinnar. En verður það mjög lengi; ögrandi ummæli fyrir þá þingmenn er eftir standa og fylgja aldrei inngöngu í ESB?
![]() |
Grafalvarleg staða ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |