Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.1.2012 | 08:08
Stjórnarkreppa í Kópavogi
Undirrituð minnist með söknuði þeirra tíma í Kópavogi, þegar Sigurður heitinn Geirdal og Gunnar Birgisson unnu saman í bæjarmálum um árabil á farsælan hátt ; eins og oftast verður þegar sterkir velviljaðir leiðtogar með ólíkar skoðanir ná saman Litið var með yfirsýn til þeirra er eiga við félagslegan vanda etja, fatlaðra og eldri borgara; féalgsleg gildi í heiðri höfð. Byggðar íbúðir fyrir fatlaða, eldri borgara,skólar og íþróttamannvirki risu af grunni.
Nú er öldin önnur engin samstaða ríkir um bæjarmálefnin hver höndin upp á móti annarri. Annar stærsti flokkurinn, Samfylkingin hefur fyrst og fremst eitt markmið, að koma Gunnari Birgissyni úr bæjarmálum. Ekki fjarri sannleikanum að leiðtoginn, Guðríður Arnardóttir vilji fyrir alla muni komast í bæjarstjórastólinn; en nýtur hvorki trausts eða vinsælda til að það sé í sjónmáli
Raunhæft er að ætla að enginn fulltrúi njóti vinsælda bæjarbúa - nema að öllum líkindum Gunnar Birgisson, fyrst og fremst vegna framgöngu í bæjarmálum alla tíð. Einn stóð hann gegn bæjarstjórninni (einnig sínum samherjum) fyrir síðustu kosningar þegar sundskatti var slengt framan í eldri borgar algjörlega að ástæðulausu; þar með hófst árás á félagsleg gildi er hlúð hafði verið að og í heiðri höfð í stefnumörkun bæjarmála í fjölda ára.
Vonandi endurskoða samherjar Gunnars afstöðu sína og fylgja fyrri stefnu þeirra Gunnars og Sigurðar heitins Geirdals Ekki síður ætti Samfylking og Vinstri grænir að skoða vandlega sína stefnu í velferðarmálum til farældar fyrir bæjarbúa. Guðríður Arnardóttir verður seint bæjarstjóri eingöngu með árásum á Gunnar Birgisson, ætti fremur að sýna málefnum og félagslegum gildum meiri framgang;- í samstarfi við Gunnar Birgisson
![]() |
VG og Samfylking ræða við D-listann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook
1.10.2011 | 12:45
Upplausnarástand - stjórnlaus ríkisstjórn?
Þá er þingsetningu lokið orð forsetans eru athygli verð, að næsta kosning forsetaembættisins sé í lausu lofti vegna væntanlegrar stjórnarskrár; ef til vill er gjá þings og þjóðar best brúuð ef það tekur fyrir tillögur stjórnlagaráðs, sérstaklega hver verði staða forsetans í framtíðinni.
Aðgerðir núverandi forseta eftir efnahagshrunið að setja þjóðina ekki í skuldaklafa braskara; kalla á meiri völd honum til handa; að áhrif almennings verði til staðar þegar stjórnkerfi þjóðarinnar fellur til grunna eins og öllum er í fersku minni.
Núverandi stjórnarmeirihluti er ótrúverðugur og valdalítill vegna þess að innan hans er sama fólkið er átti þátt í hruninu; núverandi forsætisráðherrann er fulltrúi þeirra. Kosning til alþingis fór fram á þeim forsendum að allt væri einum flokki að kenna; Samfylkingunni tókst að hvítþvo sig af hruninu í bili en ekki lengur.
En hver er svo eftirleikurinn? Ríkisstjórnin ræður ekki við aðstæður og jafnvel í sumum málum gengið gegn hag almennings. Má þar nefna Icesaveskuldina, ótímabæra umsókn í ESB og óréttláta lausn á skuldum heimilanna.
Aðallega virðist reynt að leysa óhófsskuldir þeirra er tekið hafa lán fyrir of stórar íbúðareignir og óþörf bílalán en fjölskyldur á litlum tekjum berjast í bökkum að ná endum saman.
Ekki verður annað séð en að utanþingsstjórn/þjóðstjórn verði að taka við meðan stjórnarskrá er breytt og komið er á friði í landinu.
Vonandi víkur núverandi forseti ekki af sviðinu miðað við umrætt ástand; meðan þjóðin vill kjósa hann - en það leiðir tíminn í ljós.
![]() |
Verður að skapa nýja sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook
27.9.2011 | 10:23
Tveir leiðtogar lifðu af efnahagshrunið -
Sagnfræðingar framtíðarinnar eiga vafalaust eftir að skrifa lærðar greinar um efnahagsbrunið, 2008. Líklega munu tveir þáverandi leiðtogar þjóðarinnar verða taldir hafa lifað hrunið af svo ólíkir sem þeir eru: Davíð Oddson, seðlabankastjóri og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti; þeir blinduðust af pappírsvafningum einkabankanna er reyndist í raun blekking og brask; en brugðust hart við, stóðu með þjóðinni á örlagastundu.
Davíð brást hart við setti einkabankana á hliðina og bjargað því sem bjargað varð; að þjóðin yrði skuldsett um aldir. Stóð af sér fárviðrið með sóma er fjölmiðlar og vinstri flokkarnir sóttu að honum.
Ólafur Ragnar vísaði lögum um Icesaveskuldina til þjóðarinnar þegar skuldsetja átti fjórar eða fimm kynslóðir til að greiða óreiðuskuldir einkabraskara með stuðningi núverandi velferðarstjórnar/hrunstjórnar.
Vonandi lifir stefna Davíðs Oddssonar af á komandi landsfundi í nóvember; að Sjálfstæðisflokkurinn verði þjóðhollur flokkur allra stétta eins og stofnað var til í upphafi.
Ólafur Ragnar þarf að bjóða sig fram enn einu sinni til að festa i sessi þá stefnu að almenningur sé ekki skattpíndur vegna brasks bankanna með sjóði og sparifé landsmanna. Hann mun eiga á brattann að sækja þar sem vinstri flokkarnir er studdu hann í upphafi munu snúast gegn honum með kjafti og klóm; vonandi hefur forsetinn kjark og úthald til að verða fulltrúi þjóarinnar þrátt fyrir mótbyrinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook
27.9.2011 | 02:27
Ríkisstjórnin skóþurrka spilltra stjórnvalda?
Er ekki þolinmæði almennings á þrotum gegn ráðalausri ríkisstjórn er virðast engin takmörk hafa? Gengið gróflega gegn kjörum lögreglumanna sem eiga að halda uppi lögum og reglu þegar í harðbakka slær. Það mun reynast þeim erfitt með óréttlátan dóm gerðardóms á bakinu.
Fleiri hafi orðið fyrir ranglátum gerðum "velferðarstjórnarinnar", er hefur "stolist löglega" ofan í vasa eldri borgara eftir eftirlaunum þeirra - og löglega fengnu sparifé, heimilin með meðaltekjur eiga sífellt erfiðara með að ná endum saman; - hvað þá að geta greitt af lánum sínum. Þar fara börnin verst út úr umræddum aðstæðum, geta foreldra til að veita þeim þátttöku í tónlist og íþróttum verður afgangs en fer hljótt ; ef til vill vill fólk ekki láta fátæktina spyrjast um sig.
Að mati undirritaðrar grefur reiðin sig sífellt dýpra í samfélaginu gegn stjórnvöldum; tímaspursmál hvenær upp úr sýður.
Er ríkisstjórnin í raun skóþurrka spillts stjórnkerfis sem viðrist kúga almenning óáreytt sem aldrei fyrr?
![]() |
Íhuga að fjölmenna suður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:39 | Slóð | Facebook
10.8.2011 | 10:14
„Útgerð: – Pólitískar atkvæðaveiðar?“
Skelegg grein Páls Steingrímssonar, sjómanns í Fréttablaðinu í dag: Útgerð til eins árs? er athygli verð. Þar sýnir hann fram á fáránleika Þorvaldar Gylfasonar í stefnu um veiðar og rekstur í fiskveiðum. Stefna umrædds prófessors getur tæplega verið önnur en þjóðnýting fiskveiða, þá væntanlega reksturinn einnig - í pólitískum tilgangi, sem yrði vatn á myllu Samfylkingarinnar í atkvæðaveiðum , deila og drottna árlega með fjöregg þjóðarinnar .
Stefnan er þegar hafin með aukningu sjávarútvegsráðherra á gjafakvóta til báta í strandveiðum er höfðu selt burt kvótann eða höfðu engan áður, þeir strandveiðibátar er höfðu keypt sínar veiðiheimildir fengu ekkert en hafa verið margoft skertir og átt að fá úthlutað auknum heimildum. Hefði bætt rekstur þeirra því fastur rekstrarkostnaður þeirra er hár - þolir illa skerðingu; stjórnvöld hafa sett marga þessara báta í þrot allt frá því að skerðing hófs; þótt þeir hafi verið og séu uppistaðan í arðbærum rekstri smábáta, sérstaklega í smærri sjávarplássum.
Þá hefur óhófleg fjölgun strandveiðibáta valdið lækkun á fiskverði til útflutnings og er það mjög vafasöm staða til lengri tíma í baráttu fyrir markaðssetningu við aðrar fiskveiðaþjóðir.
Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis sagði í viðtali á Bylgjunni fyrir nokkrum vikum að strandveiðin gæti orðið kaupauki fyrir kennara er hefðu langt sumarfrí frá starfi sínu; fáránleg launastefna enda er ætlast til að kennarar sæki námskeið yfir sumarið til að bæta þekkingu sína.
Þá hefur heyrst að söngvarar og sjoppueigendur hyggist bæta kjör sín með strandveiðum; fá áfram gjafakvóta frá núverandi ríkisstjórn, ekki annað séð en hér séu pólitískar atkvæðaveiðar ríkisstjórnarinnar markmiðið.
Grein Páls Steingrímssonar, sjómanns ættu flestir að lesa; sýnir með skýrum hætti stefnu ríkisstjórnarinnar í fiskveiðum hér við land.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook
5.8.2011 | 11:12
Lík í lestinni?
Umrætt fólk er vel menntað og hæfileikaríkt, en hefur lifað sjálft sig í stjórnmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn af umræddum ástæðum; getur átt góða framtíð fyrir land og þjóð á öðrum vettvangi.
Næsta kosningabarátta verður hörð og óvægin sem aldrei fyrr, Sjálfstæðisflokkurinn liggur vel við höggi, sat við völd í efnahagshruninu- og hafði setið lengi.Við bætist að ekki hefur farið fram uppgjör innan flokksins og að umrætt fólk dragi sig út úr stjórnmálum.
Forysta flokksins gekk í berhögg við samþykkt síðasta landsfundar, lýsti yfir stuðningi við greiðslu Icesaveskuldarinnar; en skuldinni samt sem áður hafnað af miklum meirihluta Sjálfstæðismanna - og þjóðarinnar.
Flokknum er nauðsyn á að ganga heill til leiks með nýtt fólk og forystu er getur leitt flokkinn með þeim gildum er hann stendur fyrir; flokkur allra stétta: Atvinnurekenda, bænda, launamanna, eldra fólksins, yngra fólksins og velferðarkerfi er þjónar þeim er veikt standa og þurfa hjálp.
Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti stjórnmálaflokkur landsins getur ekki í lagt upp í nýja vegferð - með lík lestinni.

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook
2.8.2011 | 13:02
''Fárviðri í fjölmiðlum''
Gunnólfsvíkurfjall: Blíðudagur á Bakkafirði í ''óveðursspá''
Þá er verslunarmannhelgin liðin hjá með tilheyrandi útihátíðum í sól og regni. Undirrituð leggur til að norska veðurstofan verði fengin til að spá veðri vikuna fyrir næstu ''verslunarmannavertíð'' en veðurspámenn hér á landi verði í sumarfríi á meðan. Undarlegt að heyra og sjá veðurspár hér á landi þegar líður að umræddri helgi; þar sem engin veit almennilega hvort verður regn eða sól.( -Eða þorir ekki að spá-)
Skemmtanaiðnaðurinn virðist keppast við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum því hvergi má rigna umrædda helgi. Stundum mátti sjá regndropa í öllum landshlutum þótt vitað sé að tæplega rigni í suðvestanblæ og sólskini austur á Fljótsdalshérað, svo dæmi sé tekið.
Þá var mikið gert úr kuldanum á Norðausturlandi í sumar þótt oft væri gott veður þrátt fyrir kulda um nætur. Ekki voru allsstaðar tún kalin, oftast góðar gæftir og fiskaðist ágætlega. Spretta verður með seinna móti en ekki heimsendir á ferðinni - ef til vill hafa fleiri byggðarlög svipaða sögu að segja þótt ekki rati hún í fréttir fjölmiðla um veðurfar.
(Myndin er tekin í sumar þar sem undirrituð dvaldist á Bakkafirði. (í júní til 15. júlí)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.8.2011 kl. 16:21 | Slóð | Facebook
1.4.2011 | 21:46
Til hamingju Norðurþing
![]() |
Norðurþing sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2011 | 12:12
Aprílgabb - eða gróðabrask.
Nýstárleg frétt hljómar líkt og aprílgabb ótrúlegt að hingað koma ríkisbubbar aðeins að bjarga efnahagslífinu; eða eru peningar að verða uppspretta náungakærleikans, ótrúlegt? Sjá umræddir aðilar ekki hag í að kaupa eignir og fyrirtæki á brunaútsölu sér til hagnaðar. Ef stjórnvöld fara út í beinlínis að selja íslenskan ríkisborgararétt; hvar á þá að setja mörkin? Undirrituð telur tæplega Róbert Marshall þann allra trúverðugast til að leiða málið til lykta. Eru þeir hjá Kastljósi enn með gullstjörnur í augunum svipað; - þegar bankastjórar einkabankanna voru reglulega mærðir sem bjargvættir Íslands á ''gullárunum fyrir hrun''?
![]() |
Umsóknirnar afgreiddar í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2011 | 10:27
Sannleikurinn á borðinu
Fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur er átti að vera leystur er aldrei meiri en nú; ef til vill ljósið í myrkrinu að forstjórinn lagði spilin á borðið að því er virðist. Svo langt hefur sukk Orkuveitunnar gengið að veitan hefur ekki traust erlendra viðskiptabanka sinna er hafa lánað til hennar fé. Forstjórinn upplýsti að fyrir lægi hjá lánardrottnum bág fjárhagsstaða þar með allt lánstraust horfið.
Svo kemur borgarfulltrúi Reykjavíkur Kjartan Magnússon og kennir um uppsögn lykilstarfsmanna Orkuveitunnnar og ógætileg ummæli er valdi slæmum áhrifum á viðhorf erlendra banka. Er meiningin að halda áfram laumuspili um illa rekið fyrirtæki, er ætti að miða reksturinn við almannahag?
Borgarfulltrúinn stingur höfðinu í sandinn, vill ekki horfast í augu við vandann, allt reynt til að halda ''pólitísku andliti'' er borgarbúar höfnuðu í síðustu kosningum. (Fréttablaðið í dag, 4)
![]() |
Stefndi í sjóðþurrð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |