Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.11.2010 | 12:54
Gunnar í Krossinum: Fagleg rannsókn.
Kynferðislegu áreiti og ofbeldi verður aldrei hægt að mæla bót. Undirrituð horfði á viðtölin í Kastljósi í síðustu viku þar var orð gegn orði, engar sannanir láu fyrir. Það sem veikir stöðu fyrrverandi mágkvenna Gunnars í Krossinum er tölvupósturinn er hann las upp. Var þess eðlis að allt væri með felldu milli þeirra og Gunnars; ótrúlegt að það sé skrifað af konu/konum er hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af Gunnars völdum.
Hér verður að fara fram hlutlaus rannsókn hvort um sannleika er að ræða.
Dr.Guðrún Jónsdóttir mótaði og kynnti sér aðferðir til rannsókna á kynferðislegu ofbeldi er hefur leitt sannleiksgildi þolenda ótvírætt í ljós.
Málið er komið í hámæli og getur veikt stöðu kvenna er þola kynferðislegt ofbeldi ef ekki verður tekið faglega á málinu sem allra fyrst.
![]() |
Gunnar stígur til hliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2010 | 07:22
Einræðisstjórn í Kópavogi?
Undarlegt ef bæjarfulltrúar mega ekki gera athugasemdir við nýja fjárhagsáætlun er einhverju að leyna? Í fjárhagáætlun fyrra árs var helsta lausnin að ráðast á eldri borgara með sundskatt eins og frægt er orðið; - nú sitja margir sömu fulltrúar í bæjarstjórn og vissulega er þörf á aðhaldi. Þá var Gunnar I. Birgisson einn á móti; allir aðrir sammála um nýtt gildismat í velferðarmálum.
Þeir sem nú sitja í bæjarstjórn eru ekki trúverðugir fulltrúar fyrir almannahag; ekki heldur þeir sem eru í minnihluta er fylgja meirihlutanum í von um á fá einhverja mola af borðum þeirra.
Vonandi tekst Gunnari I. Birgissyni vel í baráttunni fyrir velferð hér Kópavogi. Hann hefur sýnt með verkum sínum að hann hefur yfirsýn yfir bæjarmálin þar sem hagur aldraðra, fatlaðra og sjúkra hefur verið í verki; það sýnir uppbygging á húsnæði fyrir umrædda hópa var í alla staði til fyrirmyndar í tíð Gunnars sem bæjarstjóra.
Undarlegt að flokksbróðir Gunnars í bæjarstjórn Ármann Kr. Ólafsson skuli ekki vera í samstarfi. Væri vænlegra að vinna í velferðarmálum bæjarbúa í raun. Ármann Kr. Ólafsson hlýtur að standa tæpt á pólitískum vettvangi nú um stundir eftir að vera einn af þeim er fékk nafn sitt skráð í sögu fjármálahrunsins í Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
![]() |
Valdníðsla af verstu sort |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:24 | Slóð | Facebook
28.11.2010 | 10:56
Aðventan 1. sunnudagur
Aðventan
eða jólafastan er undirbúningstími jólahátíðarinnar. Með henni hefst kirkjuárið.
Aðventan stendur yfir í fjóra sunnudaga. Orðið aðventa er komið úr latínu "adventus" og það þýðir, "koman," "nálgast" eða "aðkoma."
Jesús er að koma. Það er hans fyrsta koma sem við minnumst um hver jól. En það sem við erum í raun að undirbúa, er hans endurkoma, sem mun verða á síðasta degi.
Á aðventu er sumum hlutum breytt í kirkjunni.
Til dæmis erum við með aðventukransinn. Hér er um að ræða hring með grænu laufi sem umlýkur fjögur kerti. Kertin, verða kveikt, eitt fyrir hvern sunnudag í aðventu og minna okkur á að Jesús er sanna ljósið í þessum heimi.
Annar hlutur sem breyttur er, er hökull prestsins. Fjólublár er liturinn sem kirkjan notar á aðventu og er hann tákn iðrunnar og sorgar.
Umræðuefni ritningarlestranna og bænir í messunni, eru einnig breyttar. Í aðventu er eftirvæntingar að gæta í þeim.
Á sérhverri aðventu er okkur boðið að dýpka og styrkja samband okkar við Guð og náungann.
(Tekið af neti Kaþólsku kirkjunnar)
Aðvetnusálmur nr. 66
Hefjum upp augu' og hjörtu með,
hjálpræðisstund vor er nærri.
Jesú vér fáum sjálfan séð,
sorg öll og kvíði' er þá fjarri.
Senn kemur eilíf sumartíð,
sólunni fegri', er ljómar blíð
Drottins í dýrðinni skærri.
(Valdimar Briem)
Sálmabók Íslensku Kirkjunnar,2001
27.11.2010 | 10:13
Makrílveiðar - hagsmunir skarast við ESB
Hagsmunaárekstur í makrílveiðum er vísbending um hvað koma skal ef Ísland gengur í ESB; engar óhagganlegar reglur/lög er hægt að setja til tryggingar sérstöðu Íslands í fisveiðum hér við land eða öðrum auðlindum. Ekki kemur fram í fréttinni hvað Færeyingum er ætlaður stór kvóti.
Danir eru að vísu í ESB en Færeyingar eru með eigin sjálfstjórn sama má segja um Grænland þeir hafa sjálfstæði í málum sínum þótt þeir séu enn í tengslum við Danmörku. Hvorki Færeyjar eða Grænland eru í ESB ef til vill sjá Danir sér hag í að halda Grænlandi utan ESB enda eru þar ríkulegar auðlindir. Má segja að Danir séu bakhjarlar Grænlands og Færeyja svo langt sem áhrif þeirra ná.
Verst er að Norðmenn skuli ekki standa með okkur í deilunni um makrílinn ekki ósanngjarnt miðar við núverandi veiðar íslendinga að þeir fái 10% af aflahlutdeild miða við heildarkvóta hverju sinni.
Engin lausn í sjónmáli líkleg meðan þær þjóðir er eiga makríl í sinni lögsögu standa ekki saman; Stuðningur ESB verður þeim seint eða aldrei hagstæður.
Risaríkið ESB verður erfitt viðureignar í samningum okkar um inngöngu í ESB. Ef við ætlum að standa á nýtingu einnar mikilvægustu auðlindar okkar fiskinum nú um stundir; er inngana í ESB útilokuð.
Sama má segja um aðrar auðlindir orku, olíu - og jafnvel vatn þegar til lengri tíma er litið.
![]() |
Ekki samkomulag um makríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook
26.11.2010 | 17:23
Leigugjald fyrir veiðiheimildir raunhæfur kostur.
Eðlilegt er að stórútgerðin greiði sanngjarna leigu af veiðiheimildum en um það verða að gilda ákveðnar reglur og í hvað peningarnir fara, ekki stjórnlaust inn í ríkishítina. Tekst vonandi betur til en þegar ríkisvaldið reyndi markvisst að útrýma smábátum; þá voru veiðiheimildir skertar svo mikið að ekki var hægt að reka bátinn, veiði dugði rúmlega fyrir fasta kostnaðinum, þeir sem skulduðu í sinni útgerð urðu gjaldþrota vítt og breitt um landið sérstaklega í smærri byggðum eða seldu til stærri útgerða.
Það er hluti af sögu trilluútgerðar sem er óskrifuð en verður vonandi gert.
Ekki skynsamlegt að gefa veiðar smábáta frjálsar það skapar sömu spillingu og var þegar frjálsar veiðar voru á þessum bátum, þá gátu bátar með kvóta sett fisk í gegnum smábát er aldrei fór á sjó.
Smábátaútgerðin á að þróast í stærri báta vel útbúna, 10-15 tonn, eins og verið hefur. Smátrillur með einn mann eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar veiðar (sportveiðar)og ættu að heyra sögunni til í trilluútgerð.
![]() |
Veiðiheimildir gegn gjaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook
26.11.2010 | 15:45
Heyr fyrir forsetanum!
Gott til þess að vita að forsetinn ætlar að vísa Icesavemálinu aftur til þjóðarinnar; getur orðið vegvísir í heilbrigðari fjármálastarfsemi innan ESB ef einkabankar verða að taka skellinn af braski sínu; að ekki verði hægt að vaða endalaust í vasa almennings. Ríkisbanki Norður-Dakota USA hefur staðið sig einna best, stendur vel þrátt fyrir hrun einkabankanna þar, athyglisvert. Vafalaust eru ríkisbankar þarfir í bankaflórunni en nú verður að setja einkabönkum strangari reglur en nú gilda.
Lán í óláni ef litla Ísland/almenningur verður fyrst til og neitar að greiða sukk íslensku einkabankanna, heyr fyrir forseta vorum!
![]() |
Lokaorðið hjá kjósendum segir forseti Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2010 | 11:41
Dragnótaveiði - rányrkja í lífríkinu
Í ljósi umræðu er sonur Davíðs Oddsonar var skipaður sem héraðsdómari er umræðan um skipan sonar Jóns Bjarnasonar rökrétt um að taka þátt í starfi í undirnefnd fyrir ráðuneyti föður síns. Er alveg gleymdur berserksgangur þáverandi stjórnarandstöðu gegn syni Davíðs í nafni spillingar?
Vaflaust er sonur sjávarútvegsráðherrans vænsti maður og fær á sínu sviði; en tengslin skapa óhjákvæmilega tortryggni í nefndinni og veikja málið. Ráðherrann hefði átti að vera klókur í þessu erfiða máli og skipa einhvern er ekki var í fjölskyldutengslum við hann.
Sorglegt að ráðherrann skyldi veikja málið með þessum hætti; dragnótaveiði í landgrunninu umhverfis landið má telja rányrkju er ætti að leggjast af; auk þess skemmdir á lífríkinu í hafinu .
![]() |
Ráðherrasonurinn var vanhæfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2010 | 12:13
''Velferðarstjórnin - eykur vanda heimila''
Varla getur verið um margar leiðir fyrir skuldug heimili að ræða er ekki geta staðið undir afborgun á lánum auk framfærslu. Frambærileg hugmynd að lengja tíma í lánum fyrir skuldug heimili fyrir þá sem telja sig geta staðið undir afborgun þann tíma er ákveðinn verður.
Aðrar leiðir hafa verið nefndar eins og leiga á húsnæðinu eða kaupleiga líkt og hjá Búseta.
Forsætisráðherra hefur svo oft sagt að lausnin sé á næsta leiti eða öðru hvoru megin við ''næstu helgi'' í svo langan tíma að fáir taka hana trúanlega.
Almenn niðurfærsla jöfn á alla er tæplega raunhæf lausn; fólk hefur mismunandi launatekjur en það ræður úrslitum um hvað hverjum hentar.
Skattapíning og aukin opinber gjaldheimta ''velferðastjórnarinnar'' er það sem á eftir að fella mörg heimili er rétt geta staðið í skilum í dag.
Vandinn eykst með hverjum degi sem þessu auma ''félagshyggjustjórn'' situr við völd:
![]() |
Skuldaaðgerðir að skýrast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook
25.11.2010 | 10:30
Vantar verkmenntað fólk á vinnumarkaðinn?
Góð breyting á stefnu í menntunarmálum að hækka menntunarstig þeirra er litla menntun hafa. Með allri virðingu fyrir háskólamenntun þá hefur verið ofuráhersla á svokallaðri æðri menntun; háskólar eru of margir fyrir fámenna þjóð er getur orðið til þess að gæði menntunar verði minni.
Það eru takmörk fyrir hvað mikið þarf af háskólamenntuðu fólki á vinnumarkaðinn. Ekki hefur vantað að fólk hefur sótt sífellt hærra menntunarstig á háskólastigi; er af því góða ef menn eru ekki beinlínis í harðri samkeppni um þau störf er bjóðast en markmiðið ekki í sjálfu sér að sækja sér betri menntun.
Þjóðina vantar meiri verkmenntun í hverskonar smíði t.d. á sviði málmtækni; - með hæfni í smíði úr áli er ætti að vera hægt að fá með góðum kjörum hér á landi.
![]() |
Menntunarstig þjóðarinnar verði hækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook
24.11.2010 | 16:35
Skipun verjanda - ekki ágreinignsmál!
Lítt skiljanlegt fyrir ólögærða ef saksóknari Alþingis og forseti Landsdóms þurfa að hafa upp ágreining um að Geir H Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fái formlega skipaðan verjanda . Fer ekki hjá að afstaða svo hárra embættismanna í málinu geti skaðað ímynd löggjafarvaldsins/dómsvaldsins út á við.
Undirritaðri finnst oft þegar mál koma upp þá sé ágreiningur lögfæðinga svo mikill að sjálft málið verður aukaatriði; eru það ekki dómarar sem eiga að kveða upp dóma eða vísa málum frá eftir atvikum?
![]() |
Ekki mótfallin skipun verjanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook