Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.11.2010 | 12:22
Ný Stjórnarskrá - heildarhagsmunir?
Það sem hæst hefur borði í umræðum um kosningar til stjórnlagaþings er að jafna kosningaréttinn, einn maður á bak við eitt atkvæði; en mismunandi vægi atkvæða hefur verið til að gæta jafnvægis úti á landsbyggðinni, að fólk geti haft áhrif á hagsmunamál sín. Nú hefur fólksfjöldi raskast mjög, stærsti hluti þjóðarinnar býr á Reykjavíkursvæðinu mun þar af leiðandi ráða hagsmunum fólks í fámennum kjördæmum.
Það hljóta að vakna spurningar um hvernig hagsmunum fólks víðs vegar um landið verður tryggður með öðrum hætti í nýrri stjórnarskrá. Ekki verður réttlætinu fullnægt fyrir heildarhagsmuni með jöfnun atkvæða hvað varðar landsbyggina.
23.11.2010 | 08:51
Með M.s. Goðafossi - Ferðalok.
Kom heim með Goðafossi kl. 22:21 í gærkveldi úr siglingu er átti að taka 14 daga en urðu 27 vegna eldsvoða um borð í aftaka veðri og stórsjó á Atlandshafi. Efst í huga og seint líður úr minni er hugdjörf björgun áhafnarinnar; er hætti lífi sínu við erfiðar aðstæður, að slökkva eldinn þegar ólög gengu yfir skipið.
Skipshöfnin var sjómannastéttinni til sóma vegna framgöngu sinnar; sýndu að þeir voru starfi sínu vaxnir - gæti styrkt ímynd og viðskiptavild fyrirtækisins út á við. Varla traustvekjandi fyrir Eimskip sem flutningafyrirtæki ef skipið hefði farist með áhöfn og farmi.
Hæst ber gleði aðstandenda að fá ástvini sína heimta úr heljargreipum eftir giftusamlega björgun.
Skin og skúrir skiptust á. Eftir ''eldnóttina löngu''í óveðrinu var renniblíða alla ferðina, skemmtileg ferð þrátt fyrir allt.
Þakka skipverjum ógleymanlega samveru og vinsemd; forréttindi að fá að kynnast þessum hógværu hraustu drengjum.
21.11.2010 | 17:12
Virðingarleysi gagnvart sakborningi.
Lítt skiljanleg framkoma að ætla að breyta lögum eftir að fyrrverandi forsætisráðherra var dregin fyrir landsdóm. Virðist vera að íslensk lög séu oft illa marktæk að mati lögfæðinga; lögin um landsdóm fyrst talin nothæf en nú þurfa þau breytinga við.
Þvílíkur skrípaleikur og virðingarleysi gagnvart sakborningi.
Nú er ný stjórnaskrá í smíðum með þátttöku þjóðarinnar. Verður einhver bót að nýrri stjórnarskrá þegar sjaldan eða aldrei hefur verið tekið mark á núverandi stjórnarskrá? Lögfræðingar virðast oftar en ekki vera fremstir í flokki með lagakróka og útúrsnúninga, þegar dæma á eftir íslenskum lögum? Hér hlýtur að vera stjórnaskrárbrot gagnvart Geir H. Haarde sem sakborningi?
Sigurður Líndal, lagaprófessor benti réttilega á, að fyrst skyldi virða núverandi stjórnarkrá áður en ný tæki gildi; - hvenær verður það veruleiki?
![]() |
Átelur vinnubrögð landsdóms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2010 | 02:49
Þolgæði, trú og bæn
og ykkur sé í engu ábótavant.
5Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. 6En hann biðji í trú án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu er rís og hrekst fyrir vindi.
7Sá maður má eigi ætla að hann fái nokkuð hjá Drottni. 8Hann er tvílyndur og reikull í öllu atferli sínu.
Biblían: Jakopsbréf 1: 2-8
20.11.2010 | 10:34
Hatursfull árást á kjör sjómanna.
Eitt fyrsta verk "velferðarstjórnarinnar" undir forystu Steingríms var afnám sjómanaafsláttar ;réttmætar greiðslur til sjómanna fjarri heimilum sínum við hættulegar aðstæður úti á sjó. Hljómar undarlega þar sem ríkisstarfsmenn hafa lífeyri sinn verðtryggðan; fari þeir út úr skrifstofu sinni eru þeir á dagpeningum og greitt fyrir akstur þeirra vel og ríkulega.
Má telja að Steingrímur hafi notið ráðgjafar sérfræðinga skattsins er virðast hafa litla yfirsýn yfir störf sjómanna og valda fjandsamlegum aðgerðum þeirra. Sitja í "glerhúsi", sjá ekki skóginn fyrir trjánum, þegar horft er til hagsmuna sjómanna; sjálfir með hlunnindi langt umfram hlunnindi sjómanna.
Steingrímur J. Sigfússon má skammast sín fyrir að hafa gengið svo grimmt að sjómannastéttinni ; úr byggðarlagi (Langanesbyggð) þar sem veður eru válynd og oftar en ekki erfitt til sjósókna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook
19.11.2010 | 15:04
Syndaaflausn - Vinstri grænna
Fádæma heimskuleg tillaga hjá samgönguráðherra ef að þeir sem brjóta umferðalög/drepa mann hafi minni sök vegna lítilla tekna. Hvað er eiginlega í gangi er verið að vekja upp syndaaflaus í nýjum búningi? Engin rök til að mismuna fólki á þennan hátt gagnvart lagabrotum. Hverjar verða afleiðingar slíkra laga? Getur látekjufólk hætt lífi almennings með of hröðum akstri, er það ekki mannréttindabrot?
Öfgafull stefna Vinstri grænna í hnotskurn.
![]() |
Lægri sektir hjá tekjulitlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2010 | 12:10
Þjóðin blóðmjólkuð - Forsvarsmenn banka axli ábyrgð!
Hvað verður langur tíma þangað til að þeir sem gegndu lykilstöðum í bönkum og fjármálafyrirtækjum verði kallaðir til ábyrgðar? Í Enro-fjársvikamálinu í USA var forsprakkinn dreginn í járnum fyrir dómsvald og hann dæmdur; hvað er hægt að bjóða þjóðinni lengi hér á landi , að þeir er stóðu að fjársvikum verði dregnir fram dagsljósið?
Þjóðin er blóðmjólkuð undir forystu "velferðarstjórnarinnar": Nýir skattar, meiri skattar,opinber gjöld hækka; - og laun lækkuð aftur og aftur.
Ekki hægt að búa lengur við slíkt stjórnleysi og óréttlæti við þurfum nauðsynlega utanþingsstjórn. Alþingi er máttlaust; rúið trausti almennings - og stjónkefið allt; eina rétta sem stjórnmálaflokkar gerðu í stöðunni er að styðja slíka stjórn!
![]() |
Stjórnstöð samsærisins flutt til New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.11.2010 kl. 06:13 | Slóð | Facebook
17.11.2010 | 14:55
Stórþjóð hindrar afhendingu Nóbelsverðlauna.
Sorglegt þegar milljarða þjóð býr við svo mikla harðstjórn, ekkert tjáningarfrelsi einstaklinga, þá verður stjórnkerfi og menning lituð af kúgun; mannleg samskipti ómanneskjuleg; rétturinn til að gagnrýni er fjarri veruleikanum.
Ef til vill er algjört tjáningarfrelsi í raun tæplega til; margir þurfa að gjalda þess með lífi sínu og setja framtíð sína og fjölskyldna í hættu; einræðisríkin eru verri þar sem þau innbyggja í stjórnkerfi sitt að tjáningarfrelsi sé ekki til staðar.
Við getum velt fyrir okkur hér á litla Íslandi hvort tjáningarfrelsi njóti sín fullkomlega; hvað skyldu margir vera reknir úr vinnu eða verið hótað fyrir að standa á skoðunum sínum; um það sem betur mætti fara?
![]() |
Friðarverðlaun ekki afhent? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook
14.11.2010 | 01:39
Í STORMI
Nú fór hann í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gjörði svo mikið veður á vatninu, að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: "Herra bjarga þú, vér förumst."
Hann sagði við þá : "Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir?" Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið, og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: "Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.
(Biblían: Matteus 8. kafli 23.til 27. ritningargreinar.)
Kristur er alltaf nálægur í erfiðleikum okkar hvort sem er í lífinu -eða í aftaka veðri á sjó; þótt við sjáum enga von fram framundan, þá er trúin á hann er öllu bjargar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook
12.11.2010 | 09:11
Landssamband eldri borgara sefur - "Þyrnirósarsvefni"
Landsbyggðafólk lét myndarlega í sér heyra og mótmælti niðurskurði velferðarkerfisins á landsbyggðinni fyrir framan Alþingishúsið í gær. En Landssamband eldri borgara hefur að mestu þagað þunnu hljóði; lítið látið til sín taka þrátt fyrir beinan niðurskurð á kjörum umbjóðenda sinna aftur og aftur; svo auðvelt þeir bera ekki hönd fyrir höfuð sér. Landasambandið eru öflug samtök hvað varðar tómstundir og skemmtanir en ekki virkt í lífskjörum félaga sinna.
Ef svo heldur áfram sem horfir munu lífskjör margra eldri borgara verða óbærileg ef ekkert verður að gert. Landsambandið þarf að vinna markvisst í baráttu fyrir kjörum félaga sinna til að halda reisn sinni og viðhalda gildismati innan samfélagsins;að eldri borgarar eigi skilið mannsæmandi lífskjör eftir langan vinnudag.
Ef að þarf að breyta lögum sambandsins til að hægt verði að fylgja eftir kjörum eldri borgara við stjórnvöld verður að vinna það fljótt og vel.
Landsamband eldri borgara hefur skyldum að gegna að halda uppi mannsæmandi lífskjörum félaga sinna; ekki síst siðferðileg og boraraleg skylda þess að viðhalda og bæta það gildismat er náðist í réttindum eldri borgar á síðustu öld.
Innan vébanda eldri borgara er vel menntað hæft fólk til að fylgja eftir kjörum eldri borgara með lögsókn ef þörf krefur. Árið 2009 voru lögbundin réttindi eldri borgara á grunnlífeyri afnumin með lögum sem þeir höfðu þó greitt fyrir allan sinn starfsdag; auk þess var það brot á Stjórnarskrá Íslands.
Hvers vegna gerði Landssambandið lítið sem ekki neitt?; ein fréttatilkynning frá formanni þess er líkt og að stökkva vatni á gæs; mótmæli Landssambandsins höfðu ekkert að segja.
Ef Landsambandið tekur ekki virkan þátt sem hagsmunaaðili um kjör eldri borgara verður fyrirkvíðanlegt fyrir næstu kynslóðir að komast á eftirlauna aldur; - og enn verra þegar komið er á þann aldur að þurfa aðhlynningu og sjúkrahúsdvöl.
Lítið virk /óvirk barátta Landsambands eldri borgara fyrir kjörum þeirra og stöðu í samfélaginu; getur orðið samfélagsböl framtíðarinnar ef "Þyrnirósarsvefninum" linnir ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2012 kl. 03:46 | Slóð | Facebook