Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.4.2010 | 13:24
Hvar er flokkurinn "stétt með stétt"
Rétt ákvörðun hjá Þorgerði Katrínu en hver kemur í staðin? Óli Björn Kárason er hann ekki tengdur sukkinu? Sigurður Kári Kristjánsson fyrir Illuga Gunnarsson, þingmaður er hafði eitt fram að færa, fyrsta mál á dagsskrá eftir hrunið, að reyna að koma sprúttfrumvarpi sínu gegnum þingið, er Sigurður Kári ekki einnig aðstoðarmaður formannsins Bjarna Benediktssonar; ekki efnilegur kandídat í endurreisn Sjálfstæðisflokksins.
Hvar er flokkurinn er hafði orðin "stétt með stétt" að kjörorði sínu?; undanfarin ár hafa gráðugir vargar haft og hafa tögl og haldir í flokknum?
Bjarni Benediktsson nefndi í ræðu sinni að flýta þyrfti landsfundi, rétt álit; formaðurinn sjálfur verður að horfast í augu við raunverulega endurreisn og fá mótframboð.
Flokkurinn þarf menn með hreinan skjöld er grasrótin treystir og ber virðingu fyrir.
Nefna má Sigrúnu Jakobsdóttur frá Akureyri og Halldór Halldórsson frá Ísafirði bæði fyrrverandi bæjarstjórar.
![]() |
Þorgerður stígur til hliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2010 | 14:30
Enginn má undan líta
Sorglegt, einn geðþekkasti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins telur sig knúinn að stíga til hliðar vegna rannsóknar á peningamarkaðssjóðum þar sem hann var í stjórn. Enginn af forystuliði Sjálfstæðisflokksins má undan líta; nú hefur Illugi gefið tóninn ætlar að axla ábyrgð, síðar mun koma í ljós hvort hann er sekur eða saklaus.
Forysta Sjálfstæðisflokksins er tilneydd að horfast í augu við nýtt gildismat með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi; annað er ekki í boði eftir birtingu rannsóknarskýrslu Alþingis ef flokkurinn ætlar að vera áfram stærsti flokkur þjóðarinnar.
![]() |
Illugi fer í leyfi frá þingstörfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2010 | 07:52
Kattarþvottur - forysta stjórnmálaflokkanna axli ábyrgð!
Dæmigerður kattarþvottur tæplega frambærilegur eftir birtingu rannsóknarskýrslu Alþingis; Björgvin tekur smáfrí sem þingmaður verður svo allt klappað og klárt? Ráðherrar Samfylkingar er voru ráðherrar í hruninu eiga að segja af sér. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlýtur að hugsa sinn gang innvinkuð í fjármálaspillinguna með lánum og styrkjum til framboðs.
Ekki horft framhjá því að markmið bankanna var að ná tangahaldi á stjórnmálamönnum.
Einn af þeim er hlaut ótæpilega styrki og lán er Ármann Kr. Ólafsson oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi; ekki hægt að bjóða kjósendum slíka ósvífni, hann á að segja af sér ekkert minna!
Eftirfarandi listi yfir styrkþega til prófkjörsbaráttu er tekin af mbl.is:
Á árunum 2006-2008 styrktu viðskiptabankarnir Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn um samtals 85 milljónir króna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest eða um 43 milljónir. Margir stjórnmálamenn fengu styrki til að fjármagna prófkjör.
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Framsóknarflokkurinn fékk 16 milljónir í styrki frá bönkunum, mest frá Kaupþingi eða 11 milljónir. Samfylkingin fékk 24 milljónir frá bönkunum, mest 11,5 milljónir frá Kaupþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 43 milljónir, þar af um 30 milljónir frá Landsbankanum. VG fékk ekki styrki frá bönkunum.
Í skýrslunni er haft eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, að ekki sé víst að þessar upplýsingar endurspegli heildartöluna. Hann segir að Samfylkingin hafi fengið hærri styrki en flokkurinn hafi skýrt frá. Styrkirnir hafi dreifst á nokkrar kennitölur.
Í skýrslunni er birtur listi yfir stjórnmálamenn sem fengu styrki frá bönkunum til aðkosta prófkjörsbaráttu sína.
Hæsta styrkinn frá Kaupþingi fékk Björn Ingi Hrafnsson (2 milljónir) og Guðfinna S. Bjarnadóttir (2 milljónir). Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fékk 1,5 milljón, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk 1150 þúsund, Kristján Möller fékk 1 milljón og Guðlaugur Þ. Þórðarson fékk 1 milljón. Ármann Kr. Ólafsson fékk 300 þúsund, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fékk 250 þúsund, Björgvin G. Sigurðsson fékk 100 þúsund, Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk 100 þúsund, Stefán Jón Hafstein fékk 100 þúsund, Guðni Ágústsson fékk 300 þúsund, Helgi Hjörvar fékk 400 þúsund, Ragnheiður Elín Árnadóttir fékk 250 þúsund og Kjartan Magnússon fékk 100 þúsund.
Landsbankinn styrkti fleiri stjórnmálamenn en Kaupþing. Ármann Kr. Ólafsson fékk 750 þúsund frá Landsbankanum, Árni Páll Árnason fékk 300 þúsund, Ásta Möller fékk 750 þúsund, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fékk 300 þúsund, Bjarni Harðarson fékk 200 þúsund, Björgvin G. Sigurðsson fékk 1 milljón, Björk Guðjónsdóttir fékk 50 þúsund, Björn Ingi Hrafnsson fékk 750 þúsund, Dagur B. Eggertsson fékk 500 þúsund, Kristján Möller fékk 1,5 milljón, Guðbjartur Hannesson fékk 1 milljón, Guðfinna S. Bjarnadóttir fékk 1 milljón, Guðlaugur Þ. Þórðarson fékk 1,5 milljón, Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk 500 þúsund, Jóhanna Sigurðardóttir fékk 200 þúsund, Júlíus Vífill Ingvarsson fékk 450 þúsund, Katrín Júlíusdóttir fékk 200 þúsund, Kristrún Heimisdóttir fékk 1 milljón, Marta Guðjónsdóttir fékk 150 þúsund, Sigurður Kári Kristjánsson fékk 750 þúsund, Sigurrós Þorgrímsdóttir fékk 250 þúsund, Stefán Jón Hafstein fékk 500 þúsund, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk 3,5 milljónir, Helgi Hjörvar fékk 400 þúsund, Björn Bjarnason fékk 1,5 milljón, Guðni Ágústsson fékk 500 þúsund, Ragnheiður Elín Árnadóttir fékk 300 þúsund, Kjartan Magnússon fékk 500 þúsund, Valgerður Bjarnadóttir fékk 200 þúsund, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fékk 1,5 milljón og Össur Skarphéðinsson fékk 1,5 milljón.
Rannsóknarnefndin spurðist fyrir um ferðir stjórnmálamanna með einkaþotum og boð í laxveiðiferðir. Athygli vekur að á farþegalistum er talsvert um merkinguna Unknown Passenger. Einungis nafn eins stjórnmálamanns er á listanum, en í september 2007 ferðaðist Bjarni Benediktsson með einkaþotu Glitnismanna til Skotlands. Bjarni var þá stjórnarformaður N-1.
Fram kemur að Björn Ingi Hrafnsson þáði boðsferð hjá Kaupþingi árið 2007 til London og að hann þáði boð Glitnis í veiðiferð sama ár. Gísli Marteinn Baldursson flaug í boði Glitnis til Rússlands og renndi þar fyrir lax.
![]() |
Björgvin víkur af þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook
15.4.2010 | 15:47
Oddviti Kópavogs milljónir í kosningastyrk
Fyrir utan lánið (248millj) fékk Ármann Kr. Ólafsson 1.050.000 í kosningastyrk árin 2006-2008 frá Kaupþingi og Landsbanka. (mbl.is13.04) Sorglegt að núverandi oddviti Sjálfstæðismanna í komandi bæjarstjórnarkosningum skuli hafa þegið svo mikla fjármuni, nánast keypt sér fylgi; verða ekki hagsmunir almennings léttvægir þegar svona spilling þrífst, eru það ekki þeir sem styrkina veita er hafa mestu áhrifin?
Í "afsökunarbréfi" til Sjálfstæðismanna skrifar Ármann: .."Þegar ég hef boðið mig fram til opinberra starfa í prófkjörum hef ég lagt mikið upp úr tengingu minni við atvinnulífið. Ég tel mikilvægt fyrir þátttakendur í stjórnmálum að hafa innsýn í atvinnulífið"...
Yfirsýn yfir atvinnulífið er góð og gild en hver hefur yfirsýn yfir heildarhagsmuni verið í tíð núverandi bæjarstjórnar eftir að Gunnar Birgisisson fór frá?
Sem forseti bæjarstjórnar samþykkti Ármann/ öll bæjastjórnin aðför að eldri borgurum með gjaldtöku í sund án nokkurs samráðs við þá, félagsleg gildi er allir njóta þegar upp er staðið.
Undafarið kjörtímabil höfðu Kópavogsbúar góða yfirsýn og forystu yfir velferð og hag Kópavogsbúa undir leiðsögn Sigurðar Geirdal; farsælan leiðtoga er lést fyrir aldur fram.
Gunnar Birgisson tók þá við bæjarstjórnarkyndlinum, hélt áfram á sömu braut og Sigurður þrátt fyrir hatursfullar og málefnasnauðar árásir af fólki; er þó lagði sjaldan eða aldrei lagði nokkuð til er betur mætti fari um hag bæjarbúa.
Framagreind aðförin að eldri borgurum ásamt stórum fjárfúlgum í styrkjum og lánum lofa ekki góðu um; að oddviti Sjálfstæðismanna í komandi bæjarstjórnarkosningum hafi nægilega yfirsýn til allra átta um velferð Kópavogsbúa.
Erfitt er um vik fyrir Sjálfstæðisfólk þegar prófkjör er afstaðið að gera breytingar; allavega ætlar undirrituð að að strika Ármann Kr Ólafsson út sem oddvita Sjáfstæðisflokksins.
![]() |
Engin lán verið afskrifuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.5.2010 kl. 11:47 | Slóð | Facebook
14.4.2010 | 03:24
Vítavert ábyrgðarleysi þingmanns gagnvart þjóð og forseta.
Meðan situr við völd ríkisstjórn er hefur tæplega meirihluta en tekist að neyða þingmenn sína að koma fram málum sínum, þá er visst öryggi að núverandi forseti sitji áfram. Forsetinn hefur harmað óbeina aðild sína að hruninu, stigið fram af ábyrgð og festu; hafnað klúðurslögum ríkisstjórnarinnar um Ícesaveskuldina er ríkistjórnin hafði ekki meirihluta í raun að koma fram í þinginu.
Stjórnskráin kveður skýrt um samkvæmt 26. gr. að forsetinn getur vísað samþykktum lögum Alþingis til þjóðarinnar.
Ekki skynsamlegt að forsetinn segi af sér við þær að stæður er þjóðin býr við í dag þar sem þingmenn og stjórnkerfið í heild njóta ekki trausts hennar.
Ótímabær afsögn forsetans eykur aðeins á tortryggni meðal þjóðarinnar á óvissutímum í stjórn landsins sem tæplega er á bætandi.
Björn Valur Gíslason þingmaður sýnir vítavert hrokafullt ábyrgðarleysi gagnvart þjóðinni sem þingmaður; virðist ekki gera sér grein fyrir hvað ástand er viðkvæmt í samfélaginu eða það skiptir hann engu máli.
Björn Valur Gíslason ætti hins vegar fremur að segja af sér sem þingmaður vegna ofangreindra ummæla um forsetann.
![]() |
Hvatti forsetann til að segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:44 | Slóð | Facebook
13.4.2010 | 13:07
"Eldri borgarar rændir þrjátíu milljörðum"
Eldri borgarar 65ára og eldri töpuðu a.m.k. þrjátíu milljörðum í bönkunum var reynt með öllum ráðum að setja sparnað þeirra í betri "ávöxtun/peningamarkaðssjóði/hlutabréf" með "sölutricum af umhyggju til innlánsþega"
Manninum mínum var boðin "framagreind sölutric" en svaraði: "Aldrei meðan ég er á lifi kaupi ég hlutabréf af ykkur", svarið sem hann fékk af bankamanninum var: "Þú er ekki með öllum mjalla", maðurinn minn svaraði til baka: "Spyrjum að leikslokum".
Því miður lifði hann ekki að geta spurt að leikslokum var mikið veikur en með fulla andlega reisn.
Langur tími mun líða áður en ég treysti bankanum ef til vill aldrei aftur.
![]() |
Reynt að blekkja viðskiptavini bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook
13.4.2010 | 11:28
Skýrslan: Átta kg af spillingu og mistökum
Þá er Rannsóknarskýrslan komin í hús, átta kg af græðgi, fjármálasvikum og landráðum af þeim er trúað var fyrir fjármálastjórninni í landinu; nútíma "Sturlungasaga" er segir sögu manna er einskis svifust frekar en á 13. öld.
Nægir okkur bloggurum alla öldina til úrvinnslu eða lengur. Tímabil úr sögu lítillar þjóðar með stórmennskubrjálæði er ætlaði að sigra heiminn.
Er það ekki að sigra heiminn að búa í landinu við þau kjör sem við getum skapað okkur á eigin forsendum; verið lítil þjóð í samfélagi þjóðanna?
Betra að hafa úr minna að spila nú i fyrstu; en að verða fjármálaspillingar/eyja með nokkur háhýsi, banka, fjármálahallir, spilavíti og tilheyrandi spillingu/ólifnað eins og ætlunin var.
13.4.2010 | 09:26
Hengja bakara fyrir smið?
Undarleg staða Björgvins G. Sigurðssonar, dregin upp úr skúffu iðnaðarráðuneytisins/ er var staða hans sem bankamálaráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðist hafa haft einræði, fjarverandi stjórnað gjörðum Össurar Skarphéðinssonar þáverandi iðnaðarráðherra; hvenær skúffan var opnuð og Björgvin bankamálaráðherra fékk upplýsingar um bankahrunið.
Lög voru brotin, Björgvin bankamálaráðherra fékk ekki að vita um gang mála; nú er "ruslaskúffan í Samfylkingunni" opnuð til setja Björgvin fyrir Landsdóm vegna vanrækslu í starfi; er ekki verið að hengja bakara fyrir smið?
![]() |
Vanræksla þriggja ráðherra með athafnaleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2010 | 05:19
Ráðlaus ríkisstjórn
Ábyrgðarleysi Samfylkingar var algjört við hrunið og í nútíð og framtíð; móðgun við lýðræðið og þjóðina að Össur Skarphéðinsson skuli enn sitja sem ráðherra. Vinstri grænir bera mikla ábyrgð að sitja í ríkisstjórn með Samfylkingunni eins og ekkert hafi gerst. Þótt þeir eigi ekki beina aðild af því sem gerðist er þeir samsekir Samfylkingu; sýna þjóðinni lítilsvirðingu að sitja með þeim í stjórn.
Eftir kosningar samþykkja vinstri grænir að ganga til samninga um ESB í Brussel. Er það aðalatriði mitt í þrengingum þjóðarinnar? Talsmenn Samfylkingar eru ekki trúverðugir mikil hætta er á að þjóðin missi fjöregg sitt fiskimiðin - og landbúnað.
Hvað er þá eftir af áhrifum og þátttöku í samfélagi þjóðanna? Ekkert, menning og efnahagslegt sjálfstæði þjóðar verða ekki sundurskilin; við hverfum í þjóðarhaf Evrópu, hverfum af sviðinu sem þjóð.
Jóhanna og Steingrímu hanga eins og hundar á roði við stjórn landsins en hafa enga burði til að stjórna landinu það hefur "Icesavekúðrið" sýnt.
Þrátt fyrir allt og allt var hressandi að hlusta á Geir Haarde í sjónvarpinu í gærkveldi, hann var fastur fyrir lét ekki fréttamanninn vaða ofan í sig. Viðurkenndi að stjórn landsins hefði farið úr böndum en kom fram sem ábyrgur leiðtogi, foringi er vildi og gerði sitt besta er í óefni var komið.
Jóhanna Steingrímur hafa tamarkaðan styrk við stjórnvölin halda sig í skotgröfinni, kenna fortíðinni um þegar allt um þrýtur, framtíðarsýn og þjóðarhagur viðrist vera framandi hugsun í þeirra stjórnmálaheimi.
![]() |
Valdarán Davíðs Oddssonar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:43 | Slóð | Facebook
12.4.2010 | 18:16
Ríkisstjórnin segi af sér tafarlaust!
Stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar á að fara frá sem fyrst; núverandi Samfylkingarráðherrar sátu í stjórn með Sjáfstæðisflokknum; var kunnugt um að efnahagshrun væri staðreynd og hafa ekki axlað ábyrgð og viðurkennt samábyrgð sína.
Núverandi stjórn hefur haldið illa á samningstöðu þjóðarinnar í Icesavemálinu jafnvel talað niður málsstað Íslands undir forystu Steingríms fjármálaráðherra.
Forsetinn gerði stór mistök í dekri sínu við fjármálaveldið en hefur harmað sinn hlut; tók af skarið og afnam lög um Icesave er allt var í óefni komið.
Hins vegar voru Jóhanna og Steingrímur andsnúin þeirra ávörðun forsetans þótt hún væri gerð almenningi til hagsbóta; tvímælalaust gert stöðu Ísland betri erlendis.
![]() |
Dökkur kafli í okkar sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2010 kl. 04:46 | Slóð | Facebook